Ekkert sem bendir til að COVID-19 leggist þyngra á ófrískar konur Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2020 15:26 Ekki stendur til að slaka á heimsóknarbanni á sængurlegudeild á Landspítalanum að svo stöddu. Vísir/Vilhelm Skýr lína er að ófrískar konur ættu að halda sig heima við eftir 36 viku meðgöngu en ekkert bendir til þess að þær smitist frekar af COVID-19 eða verði veikari en aðrir, að sögn Ölmu Möller, landlæknis. Yfirljósmóðir á Landspítalanum ráðlagði verðandi mærðum og fjölskyldum þeirra að fara í sjálfskipaða sóttkví í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í gærkvöldi. Alma landlæknir var spurð út í þau tilmæli á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins í dag og sagði að skýr lína væri að konum væri ráðlagt að halda sig til hlés eftir 36 viku meðgöngu og að það byggði á erlendum leiðbeiningum. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði að þeim tilmælum væri ætlað að tryggja að konur bæru ekki smit inn á fæðingardeild spítala. „Við viljum auðvitað vernda konurnar eins og aðrar en líka þá þarf auðvitað meiri mannafla til að sinna fæðandi konu sem er með COVID og svo er gríðarlega mikilvægt að vernda þann fámenna hóp starsfmanna sem sinnir þessari sérhæfðu þjónustu,“ sagði Alma landlæknir. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði að ekki stæði til að endurskoða gestabann á sængurlegudeild. Flestir stoppi stutt á deildinni og til að verja mikilvæga starfsemi sem ekki sé mannmörg væri mikilvægt að þrengja áfram að heimsóknum eins og gert hafi verið til þessa. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hefur tekist að sveigja faraldurinn niður Ljóst er að tekist hefur að sveigja vöxt kórónuveirufaraldursins niður á við með aðgerðum yfirvalda, að sögn sóttvarnalæknis. Fjöldi tilfella fylgir nú bjartsýnustu spám og gæti faraldurinn náð hámarki í byrjun apríl. Fjöldi alvarlegra tilfella fylgir þó svartsýnustu spám spálíkana. 30. mars 2020 14:48 Svona var þrítugasti upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar fyrir blaðamenn í dag klukkan 14 í Skógarhlíð 14. 30. mars 2020 13:42 Smitaðir nálgast 1.100 talsins en smitum fækkar annan daginn í röð Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.086 hér á landi. Þeim hefur fjölgað um 66 síðan síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær en nýjum smitum fækkar annan daginn í röð. 30. mars 2020 13:01 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Fleiri fréttir Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Sjá meira
Skýr lína er að ófrískar konur ættu að halda sig heima við eftir 36 viku meðgöngu en ekkert bendir til þess að þær smitist frekar af COVID-19 eða verði veikari en aðrir, að sögn Ölmu Möller, landlæknis. Yfirljósmóðir á Landspítalanum ráðlagði verðandi mærðum og fjölskyldum þeirra að fara í sjálfskipaða sóttkví í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í gærkvöldi. Alma landlæknir var spurð út í þau tilmæli á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins í dag og sagði að skýr lína væri að konum væri ráðlagt að halda sig til hlés eftir 36 viku meðgöngu og að það byggði á erlendum leiðbeiningum. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði að þeim tilmælum væri ætlað að tryggja að konur bæru ekki smit inn á fæðingardeild spítala. „Við viljum auðvitað vernda konurnar eins og aðrar en líka þá þarf auðvitað meiri mannafla til að sinna fæðandi konu sem er með COVID og svo er gríðarlega mikilvægt að vernda þann fámenna hóp starsfmanna sem sinnir þessari sérhæfðu þjónustu,“ sagði Alma landlæknir. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði að ekki stæði til að endurskoða gestabann á sængurlegudeild. Flestir stoppi stutt á deildinni og til að verja mikilvæga starfsemi sem ekki sé mannmörg væri mikilvægt að þrengja áfram að heimsóknum eins og gert hafi verið til þessa.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hefur tekist að sveigja faraldurinn niður Ljóst er að tekist hefur að sveigja vöxt kórónuveirufaraldursins niður á við með aðgerðum yfirvalda, að sögn sóttvarnalæknis. Fjöldi tilfella fylgir nú bjartsýnustu spám og gæti faraldurinn náð hámarki í byrjun apríl. Fjöldi alvarlegra tilfella fylgir þó svartsýnustu spám spálíkana. 30. mars 2020 14:48 Svona var þrítugasti upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar fyrir blaðamenn í dag klukkan 14 í Skógarhlíð 14. 30. mars 2020 13:42 Smitaðir nálgast 1.100 talsins en smitum fækkar annan daginn í röð Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.086 hér á landi. Þeim hefur fjölgað um 66 síðan síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær en nýjum smitum fækkar annan daginn í röð. 30. mars 2020 13:01 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Fleiri fréttir Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Sjá meira
Hefur tekist að sveigja faraldurinn niður Ljóst er að tekist hefur að sveigja vöxt kórónuveirufaraldursins niður á við með aðgerðum yfirvalda, að sögn sóttvarnalæknis. Fjöldi tilfella fylgir nú bjartsýnustu spám og gæti faraldurinn náð hámarki í byrjun apríl. Fjöldi alvarlegra tilfella fylgir þó svartsýnustu spám spálíkana. 30. mars 2020 14:48
Svona var þrítugasti upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar fyrir blaðamenn í dag klukkan 14 í Skógarhlíð 14. 30. mars 2020 13:42
Smitaðir nálgast 1.100 talsins en smitum fækkar annan daginn í röð Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.086 hér á landi. Þeim hefur fjölgað um 66 síðan síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær en nýjum smitum fækkar annan daginn í röð. 30. mars 2020 13:01