Formaður hjá KR segir íþróttafólk eiga að njóta bótaúrræða hins opinbera Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2020 21:00 Enn er óljóst hvenær Íslandsmeistaravörn KR hefst en byrjun Íslandsmótsins var frestað vegna samkomubanns. VÍSIR/DANÍEL Félögin í Pepsi Max-deild karla í fótbolta þurfa að lækka laun leikmanna og endursemja við leikmenn vegna þeirra efnahagslegu áhrifa sem kórónuveiran hefur haft. Páll Kristjánsson, nýr formaður knattspyrnudeildar KR, var gestur þáttarins Sportið í dag á Stöð 2 Sport og fór yfir stöðuna. Páll vill að íþróttafélögin geti farið sömu leið og fyrirtæki sem hafa minnkað starfshlutfall starfsmanna sem geta svo fengið bætur til að vega upp á móti minnkuðu starfshlutfalli. „Það er mín skoðun að íþróttafélög eigi að falla undir þessi úrræði sem að hið opinbera býður upp á. Í hinum fullkomna heimi myndu því íþróttafélögin borga 25% af samningum, og ríkið kemur inn með 75%. Ég vinn eftir þeirri reglu,“ sagði Páll. Hann sagði það geta skapað ákveðin vandamál hve algengir verktakasamningar væru í íþróttaheiminum, en að það væri hans vilji að það sama gilti um íþróttafólk og þjálfara eins og aðra þegna samfélagsins á þessum tímum. „Umræðan verður alltaf þannig um leið og menn fara að tala um laun hjá karlmönnum í fótbolta, körfubolta eða handbolta, að hún verður mikið viðkvæmari. Eins og eitthvað jarðsprengjusvæði. Menn þora ekki að upplýsa um laun og það er ákveðin leyndarhyggja yfir þessu, sem ég skil reyndar ekki og sé enga þörf á. En við megum ekki horfa framhjá því að íþróttahreyfingin er mikið meira en efsta lag afreksmanna. Við erum með þjálfara niður allan stigann, niður í yngstu flokka, og erum í sömu vandræðum með þá eins og alla aðra. Um óvissan tíma erum við að tapa allt of stórum hluta af okkar tekjum og við þurfum einhvern veginn að svara þessu með yngri flokkana líka,“ sagði Páll. Klippa: Sportið í dag: Páll vill að ríkið grípi inn í Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir KR-ingar komnir með nýjan formann Páll Kristjánsson hefur verið kjörinn nýr formaður knattspyrnudeildar KR en hann tekur við starfinu af Kristni Kjærnested. 3. mars 2020 17:45 Laun Íslandsmeistaranna skerðast um mánaðarmót Formaður knattspyrnudeildar Íslandsmeistara KR segir ekki annað koma til greina en að laun leikmanna félagsins muni skerðast þegar í stað í kjölfar ástandsins í þjóðfélaginu. 29. mars 2020 13:00 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Sjá meira
Félögin í Pepsi Max-deild karla í fótbolta þurfa að lækka laun leikmanna og endursemja við leikmenn vegna þeirra efnahagslegu áhrifa sem kórónuveiran hefur haft. Páll Kristjánsson, nýr formaður knattspyrnudeildar KR, var gestur þáttarins Sportið í dag á Stöð 2 Sport og fór yfir stöðuna. Páll vill að íþróttafélögin geti farið sömu leið og fyrirtæki sem hafa minnkað starfshlutfall starfsmanna sem geta svo fengið bætur til að vega upp á móti minnkuðu starfshlutfalli. „Það er mín skoðun að íþróttafélög eigi að falla undir þessi úrræði sem að hið opinbera býður upp á. Í hinum fullkomna heimi myndu því íþróttafélögin borga 25% af samningum, og ríkið kemur inn með 75%. Ég vinn eftir þeirri reglu,“ sagði Páll. Hann sagði það geta skapað ákveðin vandamál hve algengir verktakasamningar væru í íþróttaheiminum, en að það væri hans vilji að það sama gilti um íþróttafólk og þjálfara eins og aðra þegna samfélagsins á þessum tímum. „Umræðan verður alltaf þannig um leið og menn fara að tala um laun hjá karlmönnum í fótbolta, körfubolta eða handbolta, að hún verður mikið viðkvæmari. Eins og eitthvað jarðsprengjusvæði. Menn þora ekki að upplýsa um laun og það er ákveðin leyndarhyggja yfir þessu, sem ég skil reyndar ekki og sé enga þörf á. En við megum ekki horfa framhjá því að íþróttahreyfingin er mikið meira en efsta lag afreksmanna. Við erum með þjálfara niður allan stigann, niður í yngstu flokka, og erum í sömu vandræðum með þá eins og alla aðra. Um óvissan tíma erum við að tapa allt of stórum hluta af okkar tekjum og við þurfum einhvern veginn að svara þessu með yngri flokkana líka,“ sagði Páll. Klippa: Sportið í dag: Páll vill að ríkið grípi inn í Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir KR-ingar komnir með nýjan formann Páll Kristjánsson hefur verið kjörinn nýr formaður knattspyrnudeildar KR en hann tekur við starfinu af Kristni Kjærnested. 3. mars 2020 17:45 Laun Íslandsmeistaranna skerðast um mánaðarmót Formaður knattspyrnudeildar Íslandsmeistara KR segir ekki annað koma til greina en að laun leikmanna félagsins muni skerðast þegar í stað í kjölfar ástandsins í þjóðfélaginu. 29. mars 2020 13:00 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Sjá meira
KR-ingar komnir með nýjan formann Páll Kristjánsson hefur verið kjörinn nýr formaður knattspyrnudeildar KR en hann tekur við starfinu af Kristni Kjærnested. 3. mars 2020 17:45
Laun Íslandsmeistaranna skerðast um mánaðarmót Formaður knattspyrnudeildar Íslandsmeistara KR segir ekki annað koma til greina en að laun leikmanna félagsins muni skerðast þegar í stað í kjölfar ástandsins í þjóðfélaginu. 29. mars 2020 13:00