Þjálfari og liðsfélagar „dissuðu“ ákvörðun Ástu um að fara heim Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2020 23:00 Ásta Júlía Grímsdóttir ræddi við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. Körfuboltakonan Ásta Júlía Grímsdóttir kveðst afar þakklát mömmu sinni fyrir að hafa ýtt á eftir því að hún legði af stað frá Bandaríkjunum til Íslands áður en samgöngur fóru enn meira úr skorðum vegna kórónuveirunnar. Ásta Júlía fór í Houston Baptist háskólann síðasta haust og lék körfubolta fyrir hans hönd í vetur eftir að hafa orðið Íslands-, bikar- og deildarmeistari með Val í fyrra. Hún segir forráðamenn skólans hafa verið lengi að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar og er fegin að vera komin til fjölskyldu sinnar á Íslandi, eftir skrautlegt ferðalag heim. „Þetta var búið að vera í gangi mun lengur á Íslandi en ekki komið upp í Bandaríkjunum alveg strax. Skólinn minn var voða rólegur með þetta allt. Rétt fyrir „spring break“ heyrir mamma mín í mér og spyr hvort ég fari ekki að koma heim, en ég var alveg „af hverju ætti ég að koma heim? Það er ekkert í gangi hér.“ En eftir vorfríið byrjuðu fleiri skólar að flytja sig alveg „online“ og þá ákvað skólinn minn að gera það í tvær vikur og skoða svo málið,“ sagði Ásta Júlía í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. Klippa: Sportið í dag: Ásta Júlía um ferðalag sitt frá BNA til Íslands „Maður getur ekkert ákveðið að fara heim í lok mars því að þá eru öll flug hætt og svona, svo mamma var með miklar áhyggjur af að ég myndi bara festast í Bandaríkjunum,“ sagði Ásta Júlía, en hvernig tók skólinn því að hún hygðist fara heim? „Ég flýg af stað heim á miðvikudegi en á mánudeginum talar mamma við þjálfarann og tekur einhvern veginn þessa ákvörðun fyrir mig, að kaupa flug og að ég fari heim. Þá var þjálfarinn minn bara: „Þetta er rugl. Þú ert að fara að koma hingað aftur eftir tvær vikur. Ef að þú ert tilbúin að eyða þessum peningum þá er það bara allt í lagi fyrir þig.“ Hún var rosa mikið að dissa þessa ákvörðun hjá mér að fara heim, og allar í liðinu mínu líka sem eru frá Evrópu og Ástralíu. Daginn eftir sendir svo þjálfarinn á alla foreldra um að kaupa flug strax því allt væri að loka. Þetta breyttist bara með hverjum degi,“ sagði Ásta Júlía. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Dominos-deild kvenna Bandaríski háskólakörfuboltinn Sportið í dag Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira
Körfuboltakonan Ásta Júlía Grímsdóttir kveðst afar þakklát mömmu sinni fyrir að hafa ýtt á eftir því að hún legði af stað frá Bandaríkjunum til Íslands áður en samgöngur fóru enn meira úr skorðum vegna kórónuveirunnar. Ásta Júlía fór í Houston Baptist háskólann síðasta haust og lék körfubolta fyrir hans hönd í vetur eftir að hafa orðið Íslands-, bikar- og deildarmeistari með Val í fyrra. Hún segir forráðamenn skólans hafa verið lengi að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar og er fegin að vera komin til fjölskyldu sinnar á Íslandi, eftir skrautlegt ferðalag heim. „Þetta var búið að vera í gangi mun lengur á Íslandi en ekki komið upp í Bandaríkjunum alveg strax. Skólinn minn var voða rólegur með þetta allt. Rétt fyrir „spring break“ heyrir mamma mín í mér og spyr hvort ég fari ekki að koma heim, en ég var alveg „af hverju ætti ég að koma heim? Það er ekkert í gangi hér.“ En eftir vorfríið byrjuðu fleiri skólar að flytja sig alveg „online“ og þá ákvað skólinn minn að gera það í tvær vikur og skoða svo málið,“ sagði Ásta Júlía í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. Klippa: Sportið í dag: Ásta Júlía um ferðalag sitt frá BNA til Íslands „Maður getur ekkert ákveðið að fara heim í lok mars því að þá eru öll flug hætt og svona, svo mamma var með miklar áhyggjur af að ég myndi bara festast í Bandaríkjunum,“ sagði Ásta Júlía, en hvernig tók skólinn því að hún hygðist fara heim? „Ég flýg af stað heim á miðvikudegi en á mánudeginum talar mamma við þjálfarann og tekur einhvern veginn þessa ákvörðun fyrir mig, að kaupa flug og að ég fari heim. Þá var þjálfarinn minn bara: „Þetta er rugl. Þú ert að fara að koma hingað aftur eftir tvær vikur. Ef að þú ert tilbúin að eyða þessum peningum þá er það bara allt í lagi fyrir þig.“ Hún var rosa mikið að dissa þessa ákvörðun hjá mér að fara heim, og allar í liðinu mínu líka sem eru frá Evrópu og Ástralíu. Daginn eftir sendir svo þjálfarinn á alla foreldra um að kaupa flug strax því allt væri að loka. Þetta breyttist bara með hverjum degi,“ sagði Ásta Júlía. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Dominos-deild kvenna Bandaríski háskólakörfuboltinn Sportið í dag Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira