Coutinho viðurkennir við vini sína að kveðjuorð Klopp séu nú hans sannleikur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2020 18:00 Philippe Coutinho hlustaði ekki á Jürgen Klopp og vildi fara frá Liverpool. Hann sér eftir því í dag. Getty/ Catherine Ivill Philippe Coutinho gerði allt til þess að komast frá Liverpool til Barcelona en nú hefur heimur þessa brasilíska fótboltamanns gjörbreyst. Hann er ekki lengur einn af eftirsóttustu leikmönnum heims. Philippe Coutinho er enn í eigu Barcelona en var á láni hjá þýska liðinu Bayern München á þessari leiktíð. Philippe Coutinho og Jürgen Klopp á góðri stundu.Getty/ Jan Kruger Nú vill Barcelona losna við hann, Bayern München vill ekki hafa hann áfram á láni og allt lítur út fyrir að Coutinho endi aftur í ensku úrvalsdeildinni. Það verður þó ekki með Liverpool liðinu sem hefur víst engan áhuga á því að fá hann aftur. Það eru líka ekki mörg félög sem hafa efni á honum. Það mun kosta örugglega yfir 120 milljónir pund að kaupa Coutinho frá Barcelona og þá kostaði það Bayern átta milljónir punda að fá hann á láni auk þess að þurfa borga honum 250 þúsund pund í laun á viku. Coutinho hefur verið orðaður við bæði Manchester United og Tottenham en hvorugt mun spenna bogann of mikið til að tryggja sér þjónustu hans. Jurgen Klopp's prediction was right all along - and Philippe Coutinho's private message to friends proves it https://t.co/hLkQqaxY7c pic.twitter.com/jwBY3PIJDt— Mirror Football (@MirrorFootball) March 31, 2020 Philippe Coutinho hefur nú áttað sig á því og viðurkennt að hann gerði mistök þegar hann yfirgaf Liverpool fyrir rúmum tveimur árum síðan. Philippe Coutinho var stærsta stjarna Liverpool í janúar 2018 þegar Barcelona bankaði á dyrnar og Coutinho fór ekki felur með það að hann vildi komast til spænska stórliðsins.Nú væri hann mikið meira en til að snúa aftur á Anfield en Mirror Sport segir að Liverpool hafi ekki áhuga á að fá hann til baka. Kostnaðurinn á örugglega mestan þátt í því. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, reyndi á sínum tíma að sannfæra hann um að vera áfram hjá Liverpool sem hafði þá ekki unnið til undir stjórn þýska stjórans. Jurgen Klopp and Michael Edwards held talks last summer about bringing Philippe Coutinho to Anfield on loan, but Barcelona wanting them to pay an £8m loan fee and his £250k a week wages put a stop to any deal, even though Klopp and Coutinho have a great relationship. [The Mirror] pic.twitter.com/xN5HoD7xgj— Anfield Edition (@AnfieldEdition) March 28, 2020 Philippe Coutinho var elskaður og dáður á Anfield en menn voru fljótir eiginlega að gleyma honum eftir frábært gengi Liverpool liðsins eftir að hann fór. Nú viðurkennir hann við vini sína að kveðjuorð Jürgen Klopp séu nú orðin hans sannleikur. „Vertu áfram hérna og þau munu enda á því að reisa styttu af þér. Farðu eitthvert annað, til Barcelona, til Bayern München, til Real Madrid og þú verður bara eins og hver annar leikmaður. Hérna getur þú orðið eitthvað meira,“ sagði Klopp við hann. Það dugði ekki til. Enski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Fleiri fréttir „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Sjá meira
Philippe Coutinho gerði allt til þess að komast frá Liverpool til Barcelona en nú hefur heimur þessa brasilíska fótboltamanns gjörbreyst. Hann er ekki lengur einn af eftirsóttustu leikmönnum heims. Philippe Coutinho er enn í eigu Barcelona en var á láni hjá þýska liðinu Bayern München á þessari leiktíð. Philippe Coutinho og Jürgen Klopp á góðri stundu.Getty/ Jan Kruger Nú vill Barcelona losna við hann, Bayern München vill ekki hafa hann áfram á láni og allt lítur út fyrir að Coutinho endi aftur í ensku úrvalsdeildinni. Það verður þó ekki með Liverpool liðinu sem hefur víst engan áhuga á því að fá hann aftur. Það eru líka ekki mörg félög sem hafa efni á honum. Það mun kosta örugglega yfir 120 milljónir pund að kaupa Coutinho frá Barcelona og þá kostaði það Bayern átta milljónir punda að fá hann á láni auk þess að þurfa borga honum 250 þúsund pund í laun á viku. Coutinho hefur verið orðaður við bæði Manchester United og Tottenham en hvorugt mun spenna bogann of mikið til að tryggja sér þjónustu hans. Jurgen Klopp's prediction was right all along - and Philippe Coutinho's private message to friends proves it https://t.co/hLkQqaxY7c pic.twitter.com/jwBY3PIJDt— Mirror Football (@MirrorFootball) March 31, 2020 Philippe Coutinho hefur nú áttað sig á því og viðurkennt að hann gerði mistök þegar hann yfirgaf Liverpool fyrir rúmum tveimur árum síðan. Philippe Coutinho var stærsta stjarna Liverpool í janúar 2018 þegar Barcelona bankaði á dyrnar og Coutinho fór ekki felur með það að hann vildi komast til spænska stórliðsins.Nú væri hann mikið meira en til að snúa aftur á Anfield en Mirror Sport segir að Liverpool hafi ekki áhuga á að fá hann til baka. Kostnaðurinn á örugglega mestan þátt í því. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, reyndi á sínum tíma að sannfæra hann um að vera áfram hjá Liverpool sem hafði þá ekki unnið til undir stjórn þýska stjórans. Jurgen Klopp and Michael Edwards held talks last summer about bringing Philippe Coutinho to Anfield on loan, but Barcelona wanting them to pay an £8m loan fee and his £250k a week wages put a stop to any deal, even though Klopp and Coutinho have a great relationship. [The Mirror] pic.twitter.com/xN5HoD7xgj— Anfield Edition (@AnfieldEdition) March 28, 2020 Philippe Coutinho var elskaður og dáður á Anfield en menn voru fljótir eiginlega að gleyma honum eftir frábært gengi Liverpool liðsins eftir að hann fór. Nú viðurkennir hann við vini sína að kveðjuorð Jürgen Klopp séu nú orðin hans sannleikur. „Vertu áfram hérna og þau munu enda á því að reisa styttu af þér. Farðu eitthvert annað, til Barcelona, til Bayern München, til Real Madrid og þú verður bara eins og hver annar leikmaður. Hérna getur þú orðið eitthvað meira,“ sagði Klopp við hann. Það dugði ekki til.
Enski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Fleiri fréttir „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Sjá meira