Menning

Bein útsending: Valur Freyr í Listamannaspjalli

Tinni Sveinsson skrifar
Valur Freyr Einarsson.
Valur Freyr Einarsson. Borgarleikhúsið

Leikarinn Valur Freyr Einarsson mætir í Listamannaspjall og verður í beinu streymi frá Borgarleikhúsinu klukkan 12. 

Þar mun hann ræða um sýningar sem hann hefur tekið þátt í að undanförnu, sýningar eins og Ríkharður III, Vanja frændi, Allt sem er frábært, 1984, Tengdó og Níu líf. Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri verður spyrill.

Klippa: Valur Freyr í Listamannaspjalli

Framundan í Borgó í beinni

Á morgun klukkan 12 mætir Rakel Björk Björnsdóttir, sem hefur leikið í Matthildi, Sex í sveit og Níu líf, syngur nokkur vel valin lög sem hafa heyrst í leikhúsinu að undanförnu. Með henni verður Garðar Borgþórsson sem spilar á gítar.

Á fimmtudaginn klukkan 20 verður svo leiklestur á leikritinu Hystory eftir Kristínu Eiríksdóttur sem var frumsýnt á Litla sviði Borgarleikhússins árið 2015.

Á föstudag er síðan komið að þriðju tónleikum Bubba. Þar mun Bubbi spila nokkur af sínum bestu lögum og segja sögur frá tilurð þeirra. Bubbi kemur fram á Stóra sviði Borgarleikhússins alla föstudaga á meðan á samkomubanni stendur.


Tengdar fréttir

Bein útsending: Stígvélaði kötturinn

Laugardagar eru tileinkaðir ungu kynslóðinni í streymi Borgarleikhússins. Í síðustu viku var sagan um Gosa lesin en í dag er komið að Stígvélaða kettinum.

Bein útsending: Tónleikar með Bubba

Borgarleikhúsið býður upp á tónleika með Bubba Morthens klukkan 12 í dag og alla föstudaga á meðan á samkomubanni stendur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.