Sýrlenskir flóttamenn lýsa þungum áhyggjum af kórónuveirunni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. mars 2020 20:00 Staðan í búðunum er svört nú þegar en verður hreinlega hamfarakennd ef kórónuveiran berst þangað. EPA/AREF WATAD Læknar án landamæra lýsa yfir áhyggjum af því að kórónuveiran gæti borist í sýrlenskar flóttamannabúðir. Nærri ómögulegt yrði að ráða við faraldurinn í búðunum. Lífið í flóttamannabúðum í Idlib, síðasta stóra yfirráðasvæði sýrlenskra uppreisnarmanna, er langt frá því að vera dans á rósum. Þar er afar þétt búið og hreinlætisvörur eru af skornum skammti. Einmitt þessir þættir eru ástæðan fyrir miklum áhyggjum af því hvað gerist ef kórónuveiran berst í sýrlenskar flóttamannabúðir. Ekkert nema sápa Hussein Mohammed al-Dibo, flóttamaður, er ekki bjartsýnn á að hægt verði að ráða við faraldurinn. „Hér höfum við sápu en ekkert annað. Ég meina, ef öllum þessum stóru ríkjum mistókst að ráða við faraldurinn... hvað getum við þá gert? Hvað getum við gert sem valdamikil ríki gátu ekki?“ Hann býr í búðunum ásamt eiginkonunni Fatimu og börnum þeirra. Fatima kveðst afar áhyggjufull. „Ég hef áhyggjur af því það eru svo mikil samskipto og ég hef miklar áhyggjur af sjúkdómnum því hér eru engar varnir, enginn stuðningur, sótthreinsiefni. Ekkert af þessu.“ Fátt hægt að gera Tíu tilfelli hafa verið staðfest í Sýrlandi enn sem komið er og í raun gætu mun fleiri verið smituð. Heilbrigðiskerfið er í molum vegna borgarastyrjaldarinnar. Umsjónarmaður búðanna sem al-Dibo fjölskyldan býr í segir þær langt frá því að vera undirbúnar fyrir faraldurinn. „Guð forði okkur frá því að veiran berist í flóttamannabúðirnar. Það yrði hamfarakennt. Dánartíðnin yrði afar há af því okkur skortir sérfræðinga, sótthreinsiefni og grímur.“ Sýrland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fyrsta dauðsfallið í Sýrlandi staðfest Heilbrigðisráðuneyti Sýrlands staðfesti í dag að kona hefði dáið af völdum kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 29. mars 2020 20:44 Óttast hörmungar í flóttamannabúðum vegna veirunnar Vaxandi áhyggjur eru af því að kórónuveiran berist í fjölmennar flóttamannabúðir í Sýrlandi. 19. mars 2020 19:00 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Læknar án landamæra lýsa yfir áhyggjum af því að kórónuveiran gæti borist í sýrlenskar flóttamannabúðir. Nærri ómögulegt yrði að ráða við faraldurinn í búðunum. Lífið í flóttamannabúðum í Idlib, síðasta stóra yfirráðasvæði sýrlenskra uppreisnarmanna, er langt frá því að vera dans á rósum. Þar er afar þétt búið og hreinlætisvörur eru af skornum skammti. Einmitt þessir þættir eru ástæðan fyrir miklum áhyggjum af því hvað gerist ef kórónuveiran berst í sýrlenskar flóttamannabúðir. Ekkert nema sápa Hussein Mohammed al-Dibo, flóttamaður, er ekki bjartsýnn á að hægt verði að ráða við faraldurinn. „Hér höfum við sápu en ekkert annað. Ég meina, ef öllum þessum stóru ríkjum mistókst að ráða við faraldurinn... hvað getum við þá gert? Hvað getum við gert sem valdamikil ríki gátu ekki?“ Hann býr í búðunum ásamt eiginkonunni Fatimu og börnum þeirra. Fatima kveðst afar áhyggjufull. „Ég hef áhyggjur af því það eru svo mikil samskipto og ég hef miklar áhyggjur af sjúkdómnum því hér eru engar varnir, enginn stuðningur, sótthreinsiefni. Ekkert af þessu.“ Fátt hægt að gera Tíu tilfelli hafa verið staðfest í Sýrlandi enn sem komið er og í raun gætu mun fleiri verið smituð. Heilbrigðiskerfið er í molum vegna borgarastyrjaldarinnar. Umsjónarmaður búðanna sem al-Dibo fjölskyldan býr í segir þær langt frá því að vera undirbúnar fyrir faraldurinn. „Guð forði okkur frá því að veiran berist í flóttamannabúðirnar. Það yrði hamfarakennt. Dánartíðnin yrði afar há af því okkur skortir sérfræðinga, sótthreinsiefni og grímur.“
Sýrland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fyrsta dauðsfallið í Sýrlandi staðfest Heilbrigðisráðuneyti Sýrlands staðfesti í dag að kona hefði dáið af völdum kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 29. mars 2020 20:44 Óttast hörmungar í flóttamannabúðum vegna veirunnar Vaxandi áhyggjur eru af því að kórónuveiran berist í fjölmennar flóttamannabúðir í Sýrlandi. 19. mars 2020 19:00 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Fyrsta dauðsfallið í Sýrlandi staðfest Heilbrigðisráðuneyti Sýrlands staðfesti í dag að kona hefði dáið af völdum kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 29. mars 2020 20:44
Óttast hörmungar í flóttamannabúðum vegna veirunnar Vaxandi áhyggjur eru af því að kórónuveiran berist í fjölmennar flóttamannabúðir í Sýrlandi. 19. mars 2020 19:00