Rúmlega 3000 heimili hafa sótt um greiðslufrest hjá fjármálafyrirtækjum Birgir Olgeirsson skrifar 21. apríl 2020 20:00 Um 3.300 heimili og rúmlega eitt þúsund fyrirtæki hafa fengið greiðslufrest hjá bönkum og sparisjóðum vegna kórónuveirufaraldursins. Formaður Samtaka fjármálafyrirtækja segir mikið kapp lagt á að hjálpa fyrirtækjum í gegnum erfiðleika. Í síðasta mánuði gerðu lánveitendur með sér samkomulag um tímabundna greiðslufresti á lánum til fyrirtækja. Á samkomulagið að hraða fyrirtækjum í skjól. Það þýðir að ef ein lánastofnum telur fyrirtæki standast kröfur um greiðslufrest þá geta aðrar lánastofnanir ekki sótt á það fyrirtæki um greiðslur. Síðan þá hafa 1.440 fyrirtæki sótt um greiðslufrest. 1.131 umsókn hefur þegar verið afgreidd. Af afgreiddum umsóknum hafa 92 prósent verið samþykktar, eða um 1.035. 8% töldust ekki uppfylla skilyrði samkomulagsins og eru í öðru ferli hjá sínum lánveitendum. „Fyrirfram hefði maður haldið að fleiri fyrirtæki myndu jafnvel sækja um. En það er samt erfitt að segja og 1.440 fyrirtæki er mjög mikið,“ segir Katrín Júlíusdóttir, formaður Samtaka fjármálafyrirtækja. Langflest fyrirtækjanna eru örfyrirtæki með tíu starfsmenn eða lítil fyrirtæki með færri en 50 starfsmenn. „En það eru líka lítil og meðalstór fyrirtæki. Þetta er því þverskurður af fyrirtækjum sem eru að sækja um greiðslufrest og fá hann.“ Tæplega 4.000 heimili hafa sótt um greiðslufrest hjá bönkum og sparisjóðum. Þar af 3.300 fengið greiðslufrest. Sex hundruð umsóknir eru í vinnslu. „Þar eru svona almennt viðmiðin að þú sért ekki í löngum vanskilum og að þú hafi orðið fyrir tekjuskerðingu vegna Covid-19. Það hafa 3.300 heimili fengið greiðslufrest á sínum lánum.“ Heimili og fyrirtæki geta sótt um að fresta greiðslum í allt að sex mánuði hjá aðalviðskiptabanka sínum eða sparisjóði sem leggur mat á hvort viðmið séu uppfyllt. Fyrirtæki þurfa að vera í heilbrigðum rekstri, mega ekki hafa verið í vanskilum í 60 daga eða lengur í lok febrúar síðastliðinn og hafa nýtt sér viðeigandi úrræði stjórnvalda vegna heimsfaraldursins. Íslenskir bankar Neytendur Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Um 3.300 heimili og rúmlega eitt þúsund fyrirtæki hafa fengið greiðslufrest hjá bönkum og sparisjóðum vegna kórónuveirufaraldursins. Formaður Samtaka fjármálafyrirtækja segir mikið kapp lagt á að hjálpa fyrirtækjum í gegnum erfiðleika. Í síðasta mánuði gerðu lánveitendur með sér samkomulag um tímabundna greiðslufresti á lánum til fyrirtækja. Á samkomulagið að hraða fyrirtækjum í skjól. Það þýðir að ef ein lánastofnum telur fyrirtæki standast kröfur um greiðslufrest þá geta aðrar lánastofnanir ekki sótt á það fyrirtæki um greiðslur. Síðan þá hafa 1.440 fyrirtæki sótt um greiðslufrest. 1.131 umsókn hefur þegar verið afgreidd. Af afgreiddum umsóknum hafa 92 prósent verið samþykktar, eða um 1.035. 8% töldust ekki uppfylla skilyrði samkomulagsins og eru í öðru ferli hjá sínum lánveitendum. „Fyrirfram hefði maður haldið að fleiri fyrirtæki myndu jafnvel sækja um. En það er samt erfitt að segja og 1.440 fyrirtæki er mjög mikið,“ segir Katrín Júlíusdóttir, formaður Samtaka fjármálafyrirtækja. Langflest fyrirtækjanna eru örfyrirtæki með tíu starfsmenn eða lítil fyrirtæki með færri en 50 starfsmenn. „En það eru líka lítil og meðalstór fyrirtæki. Þetta er því þverskurður af fyrirtækjum sem eru að sækja um greiðslufrest og fá hann.“ Tæplega 4.000 heimili hafa sótt um greiðslufrest hjá bönkum og sparisjóðum. Þar af 3.300 fengið greiðslufrest. Sex hundruð umsóknir eru í vinnslu. „Þar eru svona almennt viðmiðin að þú sért ekki í löngum vanskilum og að þú hafi orðið fyrir tekjuskerðingu vegna Covid-19. Það hafa 3.300 heimili fengið greiðslufrest á sínum lánum.“ Heimili og fyrirtæki geta sótt um að fresta greiðslum í allt að sex mánuði hjá aðalviðskiptabanka sínum eða sparisjóði sem leggur mat á hvort viðmið séu uppfyllt. Fyrirtæki þurfa að vera í heilbrigðum rekstri, mega ekki hafa verið í vanskilum í 60 daga eða lengur í lok febrúar síðastliðinn og hafa nýtt sér viðeigandi úrræði stjórnvalda vegna heimsfaraldursins.
Íslenskir bankar Neytendur Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira