Hættur við að hætta til þess að endurnýja kynnin við Brady en nú hjá Buccaneers Anton Ingi Leifsson skrifar 22. apríl 2020 07:30 Frá Superbowl í febrúar en á næstu leiktíð munu þeir spila saman hjá Buccaneers. vísir/getty Það bárust hrikalega óvæntar fréttir úr NFL-deildinni í gær. Rob Gronkowski, sem hafði gefið það út að hann væri hættur, tók skóna úr hillunni og gekk í raðir Tampa Bay Buccaneers. Gronkowski hafði ásamt goðsögninni Tom Brady verið einn af skærustu stjörnum New England Patriots en í mars á síðasta ári greindi Gronkowski frá því að hann hefði ákveðið að hætta. Fyrir stuttu síðan lét hann svo Patriots vita að hann væri klár á nýjan leik. Hann vildi þó spila með Tom Brady sem gekk í raðir Buccaneers fyrir ekki alls löngu eftir tuttugu ára flekklausan feril með Patriots þar sem hann vann meðal annars Ofurskálina sex sinnum. BREAKING: Patriots agree to trade Rob Gronkowski to the Buccaneers. (via @RapSheet) pic.twitter.com/W28QUzUNKO— NFL (@NFL) April 21, 2020 Þegar hann hætti átti hann eitt ár efir af samningi sínum svo Patriots og Buccaneers gera skipti. Síðarnefnda liðið fær Gronkowski en í stað þess fær Patriots fjórða val í sumarglugganum. Gronkowski þarf ekkert að slaka á launum sínum því hann verður áfram á tíu milljón dollara samningi sínum út þetta ár. Gronkowski er af mörgum talin einn besti innherji sögunnar og hefur marg oft verið valinn í úrvalslið deildarinnar. Síðustu tímabil hefur hann hins vegar glímt mikið við meiðsli og eyddi hann síðasta ári í að kynna alls kyns fyrirtæki; þar á meðal fyrirtæki sem framleiða kannabisefni sem og Wrestling. Þeir eru því sameinaðir á nýjan leik; Tom Brady og Rob Gronkowski en þeir hafa í gegnum árin gert magnaða hluti saman hjá Patriots. Það verður fróðlegt að fylgjast með þeim í nýrri borg. Gronk is coming back!Former New England Patriots tight end Rob Gronkowski is set to come out of retirement to reunite with Tom Brady at the Tampa Bay Buccaneers.Full story: https://t.co/DGChgSANKX pic.twitter.com/LhxJ9V1Cbo— BBC Sport (@BBCSport) April 21, 2020 NFL Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Sjá meira
Það bárust hrikalega óvæntar fréttir úr NFL-deildinni í gær. Rob Gronkowski, sem hafði gefið það út að hann væri hættur, tók skóna úr hillunni og gekk í raðir Tampa Bay Buccaneers. Gronkowski hafði ásamt goðsögninni Tom Brady verið einn af skærustu stjörnum New England Patriots en í mars á síðasta ári greindi Gronkowski frá því að hann hefði ákveðið að hætta. Fyrir stuttu síðan lét hann svo Patriots vita að hann væri klár á nýjan leik. Hann vildi þó spila með Tom Brady sem gekk í raðir Buccaneers fyrir ekki alls löngu eftir tuttugu ára flekklausan feril með Patriots þar sem hann vann meðal annars Ofurskálina sex sinnum. BREAKING: Patriots agree to trade Rob Gronkowski to the Buccaneers. (via @RapSheet) pic.twitter.com/W28QUzUNKO— NFL (@NFL) April 21, 2020 Þegar hann hætti átti hann eitt ár efir af samningi sínum svo Patriots og Buccaneers gera skipti. Síðarnefnda liðið fær Gronkowski en í stað þess fær Patriots fjórða val í sumarglugganum. Gronkowski þarf ekkert að slaka á launum sínum því hann verður áfram á tíu milljón dollara samningi sínum út þetta ár. Gronkowski er af mörgum talin einn besti innherji sögunnar og hefur marg oft verið valinn í úrvalslið deildarinnar. Síðustu tímabil hefur hann hins vegar glímt mikið við meiðsli og eyddi hann síðasta ári í að kynna alls kyns fyrirtæki; þar á meðal fyrirtæki sem framleiða kannabisefni sem og Wrestling. Þeir eru því sameinaðir á nýjan leik; Tom Brady og Rob Gronkowski en þeir hafa í gegnum árin gert magnaða hluti saman hjá Patriots. Það verður fróðlegt að fylgjast með þeim í nýrri borg. Gronk is coming back!Former New England Patriots tight end Rob Gronkowski is set to come out of retirement to reunite with Tom Brady at the Tampa Bay Buccaneers.Full story: https://t.co/DGChgSANKX pic.twitter.com/LhxJ9V1Cbo— BBC Sport (@BBCSport) April 21, 2020
NFL Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Sjá meira