„Martröð í helvíti“: Lögreglan í Kanada gagnrýnd fyrir að gefa ekki út viðvörun Samúel Karl Ólason skrifar 22. apríl 2020 23:25 Frá því þegar lögreglan umkringdi árásarmanninn. AP/Tim Krochak Forsvarsmenn lögreglunnar í Kanada segja að undirbúningur fyrir viðvörun til almennings hafi staðið yfir þegar Gabriel Wortman var skotinn til bana um helgina. Hann hafði þá skotið minnst 22 til bana á rúmum þrettán klukkustundum og á mjög stóru svæði í mannskæðustu árás landsins. Lögreglan hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að vara almenning ekki við ódæðum Wortman. Hér að neðan má sjá viðtal við Clinton Ellison, sem komst undan Wortman, þar sem hann lýsir því hvernig hann fann lík bróður síns og faldi sig út í skógi á meðan Wortman leitaði að honum. Hann sagðist hafa heyrt skothljóð úr öllum áttum á meðan hann lá í felum. Ellison segir þetta hafa verið martröð frá helvíti. Hann gagnrýndi lögregluna fyrir að hafa brugðist hægt við og fyrir að hafa ekki gefið út almenna viðvörun. Chris Leather, yfirlögregluþjónn, sagði á blaðamannafundi í dag að samskiptaörðugleikar hafi tafið útgáfu viðvörunar og sömuleiðis hafi gengið illa að ákveða hvernig ætti að skrifa hana. Leather sagðist ánægður með upplýsingaflæðið frá lögreglunni og sérstaklega með tilliti til þess hve flóknar aðstæður væru. Hann sagði lögregluna hafa gefið út þær upplýsingar að Wortman hafi verið dulbúinn sem lögregluþjónn á bíl sem hann hafði látið breyta svo hann leit út eins og lögreglubíll, um leið og þær hafi legið fyrir. Samkvæmt frétt CBC sagði Leather að það hefði legið fyrir á milli sjö og átta á sunnudagsmorgni. Lögreglan sagði frá dulbúningi Wortman í tísti sem birt var klukkan 10:21. Sjá einnig: Eldar sem árásarmaðurinn kveikti gera rannsakendum erfitt fyrir Enn hefur ekki verið gefið út hvernig vopn Wortman var með en talið er að hann hafi ekki verið með skotvopnaleyfi. Ekki er vitað hvar hann fékk byssuna sem hann notaði. Tilefni árásanna liggur heldur ekki fyrir. Lögreglan þykist viss um að hann hafi þekkt einhver fórnarlamba sinna og hafa líkur verið leiddar að því að Wortman hafi skipulagt fyrsta hluta árásanna en farið svo að ráðast á fólk af handahófi. Leather sagði í dag að vonandi yrði nákvæm tímalína um ferðir Wortman gefin út á næstu dögum. Enn væri verið að púsla atburðarásinni saman. CBC hefur komið höndum yfir upptöku úr öryggismyndavél sem sýnir Wortman stöðva bíl sinn, stíga út og fara úr jakka sínum. Kanada Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu slasaðir eftir drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Sjá meira
Forsvarsmenn lögreglunnar í Kanada segja að undirbúningur fyrir viðvörun til almennings hafi staðið yfir þegar Gabriel Wortman var skotinn til bana um helgina. Hann hafði þá skotið minnst 22 til bana á rúmum þrettán klukkustundum og á mjög stóru svæði í mannskæðustu árás landsins. Lögreglan hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að vara almenning ekki við ódæðum Wortman. Hér að neðan má sjá viðtal við Clinton Ellison, sem komst undan Wortman, þar sem hann lýsir því hvernig hann fann lík bróður síns og faldi sig út í skógi á meðan Wortman leitaði að honum. Hann sagðist hafa heyrt skothljóð úr öllum áttum á meðan hann lá í felum. Ellison segir þetta hafa verið martröð frá helvíti. Hann gagnrýndi lögregluna fyrir að hafa brugðist hægt við og fyrir að hafa ekki gefið út almenna viðvörun. Chris Leather, yfirlögregluþjónn, sagði á blaðamannafundi í dag að samskiptaörðugleikar hafi tafið útgáfu viðvörunar og sömuleiðis hafi gengið illa að ákveða hvernig ætti að skrifa hana. Leather sagðist ánægður með upplýsingaflæðið frá lögreglunni og sérstaklega með tilliti til þess hve flóknar aðstæður væru. Hann sagði lögregluna hafa gefið út þær upplýsingar að Wortman hafi verið dulbúinn sem lögregluþjónn á bíl sem hann hafði látið breyta svo hann leit út eins og lögreglubíll, um leið og þær hafi legið fyrir. Samkvæmt frétt CBC sagði Leather að það hefði legið fyrir á milli sjö og átta á sunnudagsmorgni. Lögreglan sagði frá dulbúningi Wortman í tísti sem birt var klukkan 10:21. Sjá einnig: Eldar sem árásarmaðurinn kveikti gera rannsakendum erfitt fyrir Enn hefur ekki verið gefið út hvernig vopn Wortman var með en talið er að hann hafi ekki verið með skotvopnaleyfi. Ekki er vitað hvar hann fékk byssuna sem hann notaði. Tilefni árásanna liggur heldur ekki fyrir. Lögreglan þykist viss um að hann hafi þekkt einhver fórnarlamba sinna og hafa líkur verið leiddar að því að Wortman hafi skipulagt fyrsta hluta árásanna en farið svo að ráðast á fólk af handahófi. Leather sagði í dag að vonandi yrði nákvæm tímalína um ferðir Wortman gefin út á næstu dögum. Enn væri verið að púsla atburðarásinni saman. CBC hefur komið höndum yfir upptöku úr öryggismyndavél sem sýnir Wortman stöðva bíl sinn, stíga út og fara úr jakka sínum.
Kanada Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu slasaðir eftir drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Sjá meira