Samþykktu að hefja undirbúning að sölu á hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. apríl 2020 23:28 Hafnarfjörður. Vísir/Vilhelm Meirihluti bæjarráðs Hafnarfjarðar hefur samþykkt að hefja undirbúning að sölu á 15,42 prósenta eignarhlut bæjarfélagsins í HS Veitum. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs. Tillagan var samþykkt með þremur atkvæðum meirihluta. Fulltrúar Samfylkingarinnar og Miðflokksins lögðu hvor fram sína bókun þar sem lagst var gegn tillögunni, af sitthvorri ástæðunni. Í bókun Öddu Maríu Jóhannsdóttur, fulltrúa Samfylkingarinnar, er lagst gegn sölu á eignarhlut Hafnarfjarðarbæjar í HS Veitum, þar sem ekki er talið ráðlegt að of stór hluti fyrirtækisins sé í einkaeigu. „Lögum samkvæmt eiga HS Veitur ávallt að vera í meirihlutaeign opinberra aðila og því má telja það óráð að takmarka aðkomu þeirra að rekstrinum enn frekar frá því sem gert var við sölu Reykjanesbæjar á 15% hlut sínum í árslok árið 2013 þannig að ríflega þriðjungur er nú í eigu einkaaðila. Með sölu á hlut Hafnarfjarðar væri þar með helmingur kominn í eigu einkaaðila,“ segir í bókuninni. Þá kemur fram að mikilvægt sé talið að sveitarfélög hafi skýra aðkomu að fyrirtækjum í almannaþjónustu. Því sé hlutur Hafnarfjarðar samfélagslega mikilvægur. Þá dregur Adda í efa að tímasetning fyrirhugaðrar sölu sé heppileg. Í bókun Sigurðar Þ. Ragnarssonar, sem einnig er þekktur sem Siggi Stormur, fulltrúa Miðflokksins, er einnig lagst gegn sölunni og mælst til þess að beðið verði með hana uns fyrir liggur hvort ríkið hyggist ráðast í aðgerðir til stuðnings sveitarfélögum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. „Komi engin björgunarpakki frá ríkisvaldinu leggur fulltrúi Miðflokksins til að hafnar verði samningaviðræður við ríkið um kaup á umræddum hlut Hafnarfjarðarbæjar í HS-veitum. Ákvæði verði um forkaupsrétt bæjarfélagsins að hlutnum komi til endursölu hans. Með aukinni einkavæðingu á dreifikerfi HS-veitna eykst þrýstingur á hærra orkuverð til neytenda í þessu tilviki íbúa Hafnarfjarðar. Því leggst fulltrúi Miðflokksins alfarið gegn almennri sölu á hlut bæjarins í HS-veitum.“ Þá segir í bókun fulltrúa Viðreisnar að afstaða Viðreisnar komi til með að ráðast af þeim kjörum sem fáist fyrir hlutinn. Fulltrúi Bæjarlistans sat hjá í málinu, þar sem tillagan var sett fram með stuttum fyrirvara og svigrúm til ákvarðanatöku því lítið. Loks lagði meirihlutinn, skipaður af fulltrúum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar, fram eftirfarandi tillögu: „Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar leggja áherslu á að leitað verði tilboða í hluti Hafnarfjarðarbæjar í HS-Veitum á meðal breiðs hóps fjárfestingaraðila til þess að fá sem hæst söluverð. Andvirði sölunnar verði varið til fjárfestinga í innviðum bæjarins en jafnframt í að mæta efnahagslegum afleiðingum COVID-19 faraldursins fyrir bæjarfélagið og íbúa þess. Eignarhlutur í HS-Veitum hefur engin áhrif á verðlagningu raforku til neytenda í Hafnarfirði, en um verðlagningu og arðsemi gilda sérstök lög.“ Hafnarfjörður Orkumál Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Sjá meira
Meirihluti bæjarráðs Hafnarfjarðar hefur samþykkt að hefja undirbúning að sölu á 15,42 prósenta eignarhlut bæjarfélagsins í HS Veitum. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs. Tillagan var samþykkt með þremur atkvæðum meirihluta. Fulltrúar Samfylkingarinnar og Miðflokksins lögðu hvor fram sína bókun þar sem lagst var gegn tillögunni, af sitthvorri ástæðunni. Í bókun Öddu Maríu Jóhannsdóttur, fulltrúa Samfylkingarinnar, er lagst gegn sölu á eignarhlut Hafnarfjarðarbæjar í HS Veitum, þar sem ekki er talið ráðlegt að of stór hluti fyrirtækisins sé í einkaeigu. „Lögum samkvæmt eiga HS Veitur ávallt að vera í meirihlutaeign opinberra aðila og því má telja það óráð að takmarka aðkomu þeirra að rekstrinum enn frekar frá því sem gert var við sölu Reykjanesbæjar á 15% hlut sínum í árslok árið 2013 þannig að ríflega þriðjungur er nú í eigu einkaaðila. Með sölu á hlut Hafnarfjarðar væri þar með helmingur kominn í eigu einkaaðila,“ segir í bókuninni. Þá kemur fram að mikilvægt sé talið að sveitarfélög hafi skýra aðkomu að fyrirtækjum í almannaþjónustu. Því sé hlutur Hafnarfjarðar samfélagslega mikilvægur. Þá dregur Adda í efa að tímasetning fyrirhugaðrar sölu sé heppileg. Í bókun Sigurðar Þ. Ragnarssonar, sem einnig er þekktur sem Siggi Stormur, fulltrúa Miðflokksins, er einnig lagst gegn sölunni og mælst til þess að beðið verði með hana uns fyrir liggur hvort ríkið hyggist ráðast í aðgerðir til stuðnings sveitarfélögum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. „Komi engin björgunarpakki frá ríkisvaldinu leggur fulltrúi Miðflokksins til að hafnar verði samningaviðræður við ríkið um kaup á umræddum hlut Hafnarfjarðarbæjar í HS-veitum. Ákvæði verði um forkaupsrétt bæjarfélagsins að hlutnum komi til endursölu hans. Með aukinni einkavæðingu á dreifikerfi HS-veitna eykst þrýstingur á hærra orkuverð til neytenda í þessu tilviki íbúa Hafnarfjarðar. Því leggst fulltrúi Miðflokksins alfarið gegn almennri sölu á hlut bæjarins í HS-veitum.“ Þá segir í bókun fulltrúa Viðreisnar að afstaða Viðreisnar komi til með að ráðast af þeim kjörum sem fáist fyrir hlutinn. Fulltrúi Bæjarlistans sat hjá í málinu, þar sem tillagan var sett fram með stuttum fyrirvara og svigrúm til ákvarðanatöku því lítið. Loks lagði meirihlutinn, skipaður af fulltrúum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar, fram eftirfarandi tillögu: „Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar leggja áherslu á að leitað verði tilboða í hluti Hafnarfjarðarbæjar í HS-Veitum á meðal breiðs hóps fjárfestingaraðila til þess að fá sem hæst söluverð. Andvirði sölunnar verði varið til fjárfestinga í innviðum bæjarins en jafnframt í að mæta efnahagslegum afleiðingum COVID-19 faraldursins fyrir bæjarfélagið og íbúa þess. Eignarhlutur í HS-Veitum hefur engin áhrif á verðlagningu raforku til neytenda í Hafnarfirði, en um verðlagningu og arðsemi gilda sérstök lög.“
Hafnarfjörður Orkumál Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Sjá meira