Sílíkonbrjóst björguðu lífi konu sem varð fyrir byssuskoti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. apríl 2020 11:09 Brjóstapúðinn breytti stefnu byssukúlunnar. Getty/BSIP Kona sem lifði það af að vera skotin í brjóstkassann af návígi er talin hafa lifað skotið af vegna sílíkonbrjóstapúða sem hún var með. Frá þessu er greint í skýrslu sem birt var í læknatímaritinu SAGE í síðustu viku og lýsa læknar konunnar því hvernig púðinn leiddi byssukúluna frá öllum helstu líffærum konunnar, sem var aðeins þrjátíu ára gömul. Atvikið, sem gerðist í Toronto í Kanada árið 2018, er eitt af örfáum atvikum sem vitað er um þar sem brjóstapúðar hafa átt þátt í því að bjarga lífi sjúklingsins og þetta er fyrsta atvikið þar sem sílíkonpúði lék lykilhlutverk. Þetta sagði Giancarlo McEvenue, skurðlæknir, í samtali við CNN. Tekið var fram í skýrslunni að sílíkonpúðinn væri líklega ástæðan fyrir því að kúlan hæfði ekki helstu líffæri konunnar sem varð til þess að hún lifði árásina af. Tvær tegundir brjóstapúða eru leyfilegar í Bandaríkjunum og er ytri skel þeirra beggja úr sílíkoni en önnur er fyllt með efninu saline og hin með sílíkongeli. Púðarnir geta verið misstórir, skeljarnar misþykkar, áferð og lögun púðanna mismunandi og svo framvegis. Púðar af þessari gerð eru iðulega græddir í til að stækka brjóst eða til að búa til brjóst, til dæmis eftir brjóstnám. Ekki er ljóst hvað nákvæmlega gerðist í árásinni en McEvenue sagði í samtali við CNN að konan hafi gengið inn á bráðamóttöku þar sem hún sóttist eftir aðstoð eftir að hafa verið skotin í brjóstkassann. „Hún talaði – bráðateymið trúði varla hve vel á sig komin hún var,“ sagði McEvenue, sem var einn læknanna sem tók á móti konunni á bráðamóttökunni. „Byssukúlan fór inn í brjóstkassann í gegn um vinstra brjóstið en hafði hæft eitt rifbeinið hægra megin,“ útskýrði hann. „Brjóstapúðinn breytti stefnu kúlunnar.“ Áverkarnir sem konan hafði eftir árásina voru skotsár, sprunginn brjóstapúði og brotið rifbein. „Í hægri hliðinni er hjartað og lungun – ef kúlan hefði farið í gegn um brjóstkassann hefðu áverkarnir verið mun alvarlegri og jafnvel hefði hún verið í lífshættu,“ bætti McEvenue við. Kanada Heilbrigðismál Lýtalækningar Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Kona sem lifði það af að vera skotin í brjóstkassann af návígi er talin hafa lifað skotið af vegna sílíkonbrjóstapúða sem hún var með. Frá þessu er greint í skýrslu sem birt var í læknatímaritinu SAGE í síðustu viku og lýsa læknar konunnar því hvernig púðinn leiddi byssukúluna frá öllum helstu líffærum konunnar, sem var aðeins þrjátíu ára gömul. Atvikið, sem gerðist í Toronto í Kanada árið 2018, er eitt af örfáum atvikum sem vitað er um þar sem brjóstapúðar hafa átt þátt í því að bjarga lífi sjúklingsins og þetta er fyrsta atvikið þar sem sílíkonpúði lék lykilhlutverk. Þetta sagði Giancarlo McEvenue, skurðlæknir, í samtali við CNN. Tekið var fram í skýrslunni að sílíkonpúðinn væri líklega ástæðan fyrir því að kúlan hæfði ekki helstu líffæri konunnar sem varð til þess að hún lifði árásina af. Tvær tegundir brjóstapúða eru leyfilegar í Bandaríkjunum og er ytri skel þeirra beggja úr sílíkoni en önnur er fyllt með efninu saline og hin með sílíkongeli. Púðarnir geta verið misstórir, skeljarnar misþykkar, áferð og lögun púðanna mismunandi og svo framvegis. Púðar af þessari gerð eru iðulega græddir í til að stækka brjóst eða til að búa til brjóst, til dæmis eftir brjóstnám. Ekki er ljóst hvað nákvæmlega gerðist í árásinni en McEvenue sagði í samtali við CNN að konan hafi gengið inn á bráðamóttöku þar sem hún sóttist eftir aðstoð eftir að hafa verið skotin í brjóstkassann. „Hún talaði – bráðateymið trúði varla hve vel á sig komin hún var,“ sagði McEvenue, sem var einn læknanna sem tók á móti konunni á bráðamóttökunni. „Byssukúlan fór inn í brjóstkassann í gegn um vinstra brjóstið en hafði hæft eitt rifbeinið hægra megin,“ útskýrði hann. „Brjóstapúðinn breytti stefnu kúlunnar.“ Áverkarnir sem konan hafði eftir árásina voru skotsár, sprunginn brjóstapúði og brotið rifbein. „Í hægri hliðinni er hjartað og lungun – ef kúlan hefði farið í gegn um brjóstkassann hefðu áverkarnir verið mun alvarlegri og jafnvel hefði hún verið í lífshættu,“ bætti McEvenue við.
Kanada Heilbrigðismál Lýtalækningar Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira