„Það er í góðu lagi að gera mistök“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. apríl 2020 07:00 Edda Hermannsdóttir segir mikilvægt að þjálfa framkomu, sama í hvaða fagi maður starfar. Íris Dögg Einarsdóttir Þegar Edda Hermannsdóttir byrjaði að starfa sem þáttastjórnandi í Gettu betur var hún alltaf með fyrirfram ákveðið handrit og fylgdi því í einu og öllu. Hún ákvað svo að endurskoða þá aðferð eftir að hún reyndi að segja skrifaða brandara í beinni útsendingu með misjöfnum árangri. Í dag kennir Edda öðrum að koma fram og gaf í vikunni út bókina Framkoma. „Fyrsta ræðan mín er ennþá hálf þokukennd en í minningunni stóð ég uppi á sviði titrandi og kaldsvitnandi,“ skrifar Edda í bókinni um sína eigin fyrstu reynslu af ræðuhöldum. Hún var þá 19 ára gömul og var í framboði til formanns nemendafélagsins í menntaskóla. Eftir þetta byrjaði hún að spá í mikilvægi framkomu og er núna markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka. Aldrei of seint „Ég fór fyrst að velta þessu fyrir mér þegar ég var formaður nemendafélagsins og fannst mjög erfitt að standa uppi á sviði og halda ræður. Þegar ég byrjaði í Gettu betur í beinni útsendingu, án þess að hafa nokkra reynslu í sjónvarpi, var það önnur áskorun og ég fann að ég þurfti að æfa mig mikið til að mér liði vel í útsendingu og væri afslöppuð.“ Edda segir að það sé aldrei of seint að bæta framkomuna. Sjálf á hún reynslusögur af eigin framkomu þar sem hlutirnir hefðu getað gengið betur. „Þegar ég byrjaði í sjónvarpi þorði ég ekki annað en að hafa alla texta skrifaða. Ég og aðrir skrifuðum handritið og ég vék aldrei frá því. Það er auðvelt að ímynda sér hversu vond hugmynd það var að ætla að lesa skrifaða brandara í útsendingu. Ég þurfti því að fara í mikla naflaskoðun og minna mig á að það væri ástæða fyrir því að ég væri að stýra þættinum og fólk myndi vilja heyra hvað ég hefði að segja. Þá kvaddi ég alla þessa fyrirfram ákveðnu texta þó ég hefði alltaf punkta til aðstoðar.“ Engin ein leið rétt Hún segir að það sé mikilvægt að minna fólk á að það geti allir æft sig og orðið betri að koma fram. Þetta er eitthvað sem Edda kemur inn á þegar hún heldur námskeið og fyrirlestra um framkomu. „Við horfum oft á leiðtoga eða flotta fyrirlesara og hugsum að þetta sé þeim bara eðlislægt en í langflestum tilfellum liggja mjög margar æfingar þar að baki. Ég hvet líka fólk til að láta vaða og hugsa hvað það sé það versta sem geti gerst – sem er oftast ekki neitt sem ætti að stoppa okkur.“ Edda segir að í bókinni sé farið yfir hvernig hægt sé að undirbúa framkomu á ólíkum sviðum. „Allt frá því að setja saman erindi, þjálfa framkomu og ráð sem nýtast þegar á hólminn er komið. Meðal þess sem er farið yfir eru; greinaskrif, fréttaskrif, ræður, sjónvarps- og útvarpsviðtöl, tengslanet, samfélagsmiðlar og atvinnuviðtöl. Í bókinni eru líka yfir 20 viðtöl við reynslubolta úr fjölmiðlum og atvinnulífinu sem deila sínum sögum. Það er auðvitað engin ein leið til að bæta framkomu en ég reyni að fara með einföldum hætti yfir aðferðir sem hafa reynst vel og sýni ólík sjónarhorn á viðfangsefnið.“ Sannfæringarkraftur algjört lykilatriði Hún vonar að bókin hafi jákvæð áhrif á fólk, þá sérstaklega þá sem vantar kjark og þor. „Bókin hentar þeim sem hafa áhuga á að koma fram, hvort sem það er fyrir framan lítinn eða stærri hóp og sérstaklega ungu fólki sem er prófa að koma fram í fyrsta sinn. Flest þekkjum við það að finna fyrir stressi við tilhugsunina að koma fram en með því að vita við hverju er að búast og undirbúa okkur vel má draga úr þeirri tilfinningu. Bókin hentar þeim líka vel sem koma reglulega fram, til dæmis í tengslum við störf sín og hafa áhuga á að koma efninu betur til skila. Það má því segja að bókin sé fyrir ansi stóran hóp því flest þurfum við á einhverjum tímapunkti á að koma fram og það er aldrei of seint að verða öflugri í því.“ Edda fer einnig yfir góð ráð varðandi ferilskrá, atvinnuviðtöl og launaviðræður. „Í bókinni eru fjölmargar æfingar sem hægt er að tileinka sér áður en maður kemur fram, hvort sem það er í ræðu eða riti. Æfingarnar eru einfaldar en geta skipt sköpum fyrir örugga framkoma. Það er líka gott að sjá hvaða algengu mistök við eigum það til að gera sem geta haft áhrif á það hvernig fólk meðtekur skilaboðin okkar. Ég reyni líka að lýsa aðstæðum og hverju megi búast við þegar við komum fram á ólíkum stöðum svo það sé minna sem komi á óvart. Í bókinni er lögð mikil áhersla á að auka öryggi og hvernig megi auka sannfæringarkraft sem er algjört lykilatriði í framkomu.“ Í mörg ár hefur Edda safnað saman góðum ráðum varðandi framkomu. „Ég starfaði í fjölmiðlum frá 2012 til 2015 og hef síðan þá sjálf komið reglulega fram starfs mín vegna í samskipta-og markaðsmálum hjá Íslandsbanka ásamt því að þjálfa fólk fyrir framkomu. Á þeim tíma hef ég tekið saman punkta um hluti sem hafa nýst við framkomu og hvað sé gott að forðast. Ég og Eva Laufey, systir mín og fjölmiðlakona, höfum líka haldið námskeið fyrir ungar konur um þetta efni. Það má því segja að þetta sé nokkurra ára ferli en það var á síðasta ári sem ég byrjaði skipulega að koma þessu fyrir í bók þegar börnin voru sofnuð á kvöldin.“ Undirbúningur getur bjargað miklu Edda segir að samskipti hafi alltaf skipt miklu máli og með aukinni sjálfvirknivæðingu skipti þau nú enn meira máli. „Það skiptir í raun ekki miklu máli hvað við kunnum og hvað við vitum ef við getum ekki komið því vel frá okkur. Þá sannfærum við ekki marga með skilaboðunum okkar. Við þekkjum það eflaust flest að hafa heyrt sérfræðinga deila efni í fyrirlestrum eða fjölmiðlum en stressið eða lítill undirbúningur gerir það að verkum að það er erfitt að halda athygli eða meðtaka skilaboðin. Dæmi um slíkt er þegar við horfum ekki framan í fólk, lesum allt beint upp af blaði, oföndum eða tölum allt of hratt. Mikið af þessu má koma í veg fyrir með góðum undirbúningi en því miður gefum við okkur of oft lítinn tíma til að undirbúa okkur.“ Bókinni er skipt upp í nokkra kafla eftir því hvar komið er fram. „Framkoma í fjölmiðlum, eins og sjónvarpi, útvarpi, hlaðvarpi og greinum, er sérstaklega til umfjöllunar og svo eru kaflar um framkomu eins og fyrirlestra, ræður, tengslanet, atvinnuviðtöl og samfélagsmiðla. Í hverjum kafla eru ráð til að hafa í huga og æfingar. Bókin er því hugsuð sem uppflettibók sem getur nýst á mismunandi tímum og í mismunandi aðstæðum.“ Í lagi að gera mistök Í bókinni eru birt góð ráð frá reynslumiklu fólki í framkomu, þar á meðal frú Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands. „Ég valdi einstaklinga sem mér finnst hafa skarað fram úr á sínu sviði en þau eiga það öll sameiginlegt að vera örugg í sinni framkomu. Mér fannst mikilvægt að hópurinn væri fjölbreyttur og með ólíka sýn á viðfangsefninu. Þau segja með skemmtilegum hætti frá því hvað hefur reynst þeim vel og hvað beri að forðast.“ Hún segist sjálf hafa gert heil ósköp af mistökum í byrjun ferilsins en lærði mikið af þeim öllum. „Minn helsti lærdómur er að þora að vera ég sjálf og það er í góðu lagi að gera mistök. Ég lærði það þegar ég var í beinum útsendingum að ef ég var vel undirbúin þá gat ég forðast stress og leið vel í útsendingu. Ef ég gerði mistök þá var hægt að brosa að því og það hafði ekki áhrif á framhaldið. Þetta á í raun við hvar sem við komum fyrir – minnum okkur á hvers vegna við erum að flytja þessi skilaboð og síðan er best ef maður lærir að taka sig ekki of hátíðlega.“ Meðal atriða sem farið er yfir í bókinni eru greinaskrif, fréttaskrif, ræður og kynningar, framkoma í sjónvarpi, útvarpi og hlaðvarpi, viðtöl, samfélagsmiðlar, tengslanet, atvinnuviðtöl, fundir og fundarstjórn. Bókmenntir Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Þegar Edda Hermannsdóttir byrjaði að starfa sem þáttastjórnandi í Gettu betur var hún alltaf með fyrirfram ákveðið handrit og fylgdi því í einu og öllu. Hún ákvað svo að endurskoða þá aðferð eftir að hún reyndi að segja skrifaða brandara í beinni útsendingu með misjöfnum árangri. Í dag kennir Edda öðrum að koma fram og gaf í vikunni út bókina Framkoma. „Fyrsta ræðan mín er ennþá hálf þokukennd en í minningunni stóð ég uppi á sviði titrandi og kaldsvitnandi,“ skrifar Edda í bókinni um sína eigin fyrstu reynslu af ræðuhöldum. Hún var þá 19 ára gömul og var í framboði til formanns nemendafélagsins í menntaskóla. Eftir þetta byrjaði hún að spá í mikilvægi framkomu og er núna markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka. Aldrei of seint „Ég fór fyrst að velta þessu fyrir mér þegar ég var formaður nemendafélagsins og fannst mjög erfitt að standa uppi á sviði og halda ræður. Þegar ég byrjaði í Gettu betur í beinni útsendingu, án þess að hafa nokkra reynslu í sjónvarpi, var það önnur áskorun og ég fann að ég þurfti að æfa mig mikið til að mér liði vel í útsendingu og væri afslöppuð.“ Edda segir að það sé aldrei of seint að bæta framkomuna. Sjálf á hún reynslusögur af eigin framkomu þar sem hlutirnir hefðu getað gengið betur. „Þegar ég byrjaði í sjónvarpi þorði ég ekki annað en að hafa alla texta skrifaða. Ég og aðrir skrifuðum handritið og ég vék aldrei frá því. Það er auðvelt að ímynda sér hversu vond hugmynd það var að ætla að lesa skrifaða brandara í útsendingu. Ég þurfti því að fara í mikla naflaskoðun og minna mig á að það væri ástæða fyrir því að ég væri að stýra þættinum og fólk myndi vilja heyra hvað ég hefði að segja. Þá kvaddi ég alla þessa fyrirfram ákveðnu texta þó ég hefði alltaf punkta til aðstoðar.“ Engin ein leið rétt Hún segir að það sé mikilvægt að minna fólk á að það geti allir æft sig og orðið betri að koma fram. Þetta er eitthvað sem Edda kemur inn á þegar hún heldur námskeið og fyrirlestra um framkomu. „Við horfum oft á leiðtoga eða flotta fyrirlesara og hugsum að þetta sé þeim bara eðlislægt en í langflestum tilfellum liggja mjög margar æfingar þar að baki. Ég hvet líka fólk til að láta vaða og hugsa hvað það sé það versta sem geti gerst – sem er oftast ekki neitt sem ætti að stoppa okkur.“ Edda segir að í bókinni sé farið yfir hvernig hægt sé að undirbúa framkomu á ólíkum sviðum. „Allt frá því að setja saman erindi, þjálfa framkomu og ráð sem nýtast þegar á hólminn er komið. Meðal þess sem er farið yfir eru; greinaskrif, fréttaskrif, ræður, sjónvarps- og útvarpsviðtöl, tengslanet, samfélagsmiðlar og atvinnuviðtöl. Í bókinni eru líka yfir 20 viðtöl við reynslubolta úr fjölmiðlum og atvinnulífinu sem deila sínum sögum. Það er auðvitað engin ein leið til að bæta framkomu en ég reyni að fara með einföldum hætti yfir aðferðir sem hafa reynst vel og sýni ólík sjónarhorn á viðfangsefnið.“ Sannfæringarkraftur algjört lykilatriði Hún vonar að bókin hafi jákvæð áhrif á fólk, þá sérstaklega þá sem vantar kjark og þor. „Bókin hentar þeim sem hafa áhuga á að koma fram, hvort sem það er fyrir framan lítinn eða stærri hóp og sérstaklega ungu fólki sem er prófa að koma fram í fyrsta sinn. Flest þekkjum við það að finna fyrir stressi við tilhugsunina að koma fram en með því að vita við hverju er að búast og undirbúa okkur vel má draga úr þeirri tilfinningu. Bókin hentar þeim líka vel sem koma reglulega fram, til dæmis í tengslum við störf sín og hafa áhuga á að koma efninu betur til skila. Það má því segja að bókin sé fyrir ansi stóran hóp því flest þurfum við á einhverjum tímapunkti á að koma fram og það er aldrei of seint að verða öflugri í því.“ Edda fer einnig yfir góð ráð varðandi ferilskrá, atvinnuviðtöl og launaviðræður. „Í bókinni eru fjölmargar æfingar sem hægt er að tileinka sér áður en maður kemur fram, hvort sem það er í ræðu eða riti. Æfingarnar eru einfaldar en geta skipt sköpum fyrir örugga framkoma. Það er líka gott að sjá hvaða algengu mistök við eigum það til að gera sem geta haft áhrif á það hvernig fólk meðtekur skilaboðin okkar. Ég reyni líka að lýsa aðstæðum og hverju megi búast við þegar við komum fram á ólíkum stöðum svo það sé minna sem komi á óvart. Í bókinni er lögð mikil áhersla á að auka öryggi og hvernig megi auka sannfæringarkraft sem er algjört lykilatriði í framkomu.“ Í mörg ár hefur Edda safnað saman góðum ráðum varðandi framkomu. „Ég starfaði í fjölmiðlum frá 2012 til 2015 og hef síðan þá sjálf komið reglulega fram starfs mín vegna í samskipta-og markaðsmálum hjá Íslandsbanka ásamt því að þjálfa fólk fyrir framkomu. Á þeim tíma hef ég tekið saman punkta um hluti sem hafa nýst við framkomu og hvað sé gott að forðast. Ég og Eva Laufey, systir mín og fjölmiðlakona, höfum líka haldið námskeið fyrir ungar konur um þetta efni. Það má því segja að þetta sé nokkurra ára ferli en það var á síðasta ári sem ég byrjaði skipulega að koma þessu fyrir í bók þegar börnin voru sofnuð á kvöldin.“ Undirbúningur getur bjargað miklu Edda segir að samskipti hafi alltaf skipt miklu máli og með aukinni sjálfvirknivæðingu skipti þau nú enn meira máli. „Það skiptir í raun ekki miklu máli hvað við kunnum og hvað við vitum ef við getum ekki komið því vel frá okkur. Þá sannfærum við ekki marga með skilaboðunum okkar. Við þekkjum það eflaust flest að hafa heyrt sérfræðinga deila efni í fyrirlestrum eða fjölmiðlum en stressið eða lítill undirbúningur gerir það að verkum að það er erfitt að halda athygli eða meðtaka skilaboðin. Dæmi um slíkt er þegar við horfum ekki framan í fólk, lesum allt beint upp af blaði, oföndum eða tölum allt of hratt. Mikið af þessu má koma í veg fyrir með góðum undirbúningi en því miður gefum við okkur of oft lítinn tíma til að undirbúa okkur.“ Bókinni er skipt upp í nokkra kafla eftir því hvar komið er fram. „Framkoma í fjölmiðlum, eins og sjónvarpi, útvarpi, hlaðvarpi og greinum, er sérstaklega til umfjöllunar og svo eru kaflar um framkomu eins og fyrirlestra, ræður, tengslanet, atvinnuviðtöl og samfélagsmiðla. Í hverjum kafla eru ráð til að hafa í huga og æfingar. Bókin er því hugsuð sem uppflettibók sem getur nýst á mismunandi tímum og í mismunandi aðstæðum.“ Í lagi að gera mistök Í bókinni eru birt góð ráð frá reynslumiklu fólki í framkomu, þar á meðal frú Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands. „Ég valdi einstaklinga sem mér finnst hafa skarað fram úr á sínu sviði en þau eiga það öll sameiginlegt að vera örugg í sinni framkomu. Mér fannst mikilvægt að hópurinn væri fjölbreyttur og með ólíka sýn á viðfangsefninu. Þau segja með skemmtilegum hætti frá því hvað hefur reynst þeim vel og hvað beri að forðast.“ Hún segist sjálf hafa gert heil ósköp af mistökum í byrjun ferilsins en lærði mikið af þeim öllum. „Minn helsti lærdómur er að þora að vera ég sjálf og það er í góðu lagi að gera mistök. Ég lærði það þegar ég var í beinum útsendingum að ef ég var vel undirbúin þá gat ég forðast stress og leið vel í útsendingu. Ef ég gerði mistök þá var hægt að brosa að því og það hafði ekki áhrif á framhaldið. Þetta á í raun við hvar sem við komum fyrir – minnum okkur á hvers vegna við erum að flytja þessi skilaboð og síðan er best ef maður lærir að taka sig ekki of hátíðlega.“ Meðal atriða sem farið er yfir í bókinni eru greinaskrif, fréttaskrif, ræður og kynningar, framkoma í sjónvarpi, útvarpi og hlaðvarpi, viðtöl, samfélagsmiðlar, tengslanet, atvinnuviðtöl, fundir og fundarstjórn.
Bókmenntir Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira