Suður-Kóreumenn segja Kim Jong-un sprelllifandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. apríl 2020 07:42 Kim Jong-un fagnar einu af mörgum tilraunaskotum ríkisins með kjarnorkuflaugar. Nordicphotos/AFP Fregnir af andláti leiðtoga Norður-Kóreu eru stórlega ýktar, ef marka má nágranna þeirra í suðri. Suður-kóreskir embættismenn segja Kim Jong-un við hestaheilsu. „Afstaða ríkisstjórnar okkar er skýr,“ sagði Moon Chung-in, þjóðaröryggisráðgjafi forseta Suður-Kóreu í gærkvöld. „Kim Jong-un er lifandi og við góða heilsu“ Allir helstu fjölmiðlar heims hafa velt sér upp úr heilsufari leiðtogans síðustu daga. Hann hefur ekki sést opinberlega frá því 11. apríl og það þótti meira en lítið grunsamlegt að Kim hafi ekki tekið þátt í hátíðahöldum vegna afmælis afa hans Kim Il-Sung, eilífðarleiðtoga landsins, þann 15. þessa mánaðar. Fjölmargar áhugaverðar fyrirsagnir hafa því birst síðustu daga. „Einræðisherra Norður-Kóreu talinn vera dauður, heiladauður eða sprækur,“ birtist til að mynda hjá götublaðinu New York Post í gær, fyrirsögn sem þykir fanga sögusagnirnar ágætlega. Stjórnvöld í Suður-Kóreu segjast þó ekki vera í nokkrum vafa um að Kim Jong-un hafi það ágætt. Leiðtoginn hafi haldið sig í strandbænum Wonsan á austurströnd Norður-Kóreu undanfarnar tvær vikur. Gervihnattarmyndir af Wonsan höfðu einmitt sýnt að lest leiðtogans hefur staðið óhreyfð í bænum undanfarna daga. Suður-kóresk stjórnvöld segja þannig ekki hafa orðið vör við neinar „grunsamlegar hreyfingar“ norðan landamæranna og ekkert sem þau þyrftu að rannsaka eða staðfesta frekar. Orðrómur um slæma heilsu leiðtogans kviknaði fyrr í þessum mánuði þegar suður-kóreskur vefmiðill greindi frá því að Kim væri illa haldinn eftir að hafa undirgengist hjartaaðgerð. CNN sagðist síðar hafa heimildir fyrir því að bandarísk stjórnvöld fylgdust vel með heilsufari Kim. Bandaríkjaforseti blés sjálfur á vangaveltur af heiluleysi þess norður-kóreska, rétt eins og stjórnvöld í Peking höfðu áður gert. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kim hverfur úr sviðsljósinu. Árið 2014 sást ekkert til hans í rúmar fimm vikur áður en hann birtist svo aftur og studdist þá við göngustaf. Suður-kóreskar njósnastofnanir sögðu þá að leiðtoginn hafi farið í aðgerð til að fjarlæga vörtu af öðrum ökklanum. Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Fregnir af andláti leiðtoga Norður-Kóreu eru stórlega ýktar, ef marka má nágranna þeirra í suðri. Suður-kóreskir embættismenn segja Kim Jong-un við hestaheilsu. „Afstaða ríkisstjórnar okkar er skýr,“ sagði Moon Chung-in, þjóðaröryggisráðgjafi forseta Suður-Kóreu í gærkvöld. „Kim Jong-un er lifandi og við góða heilsu“ Allir helstu fjölmiðlar heims hafa velt sér upp úr heilsufari leiðtogans síðustu daga. Hann hefur ekki sést opinberlega frá því 11. apríl og það þótti meira en lítið grunsamlegt að Kim hafi ekki tekið þátt í hátíðahöldum vegna afmælis afa hans Kim Il-Sung, eilífðarleiðtoga landsins, þann 15. þessa mánaðar. Fjölmargar áhugaverðar fyrirsagnir hafa því birst síðustu daga. „Einræðisherra Norður-Kóreu talinn vera dauður, heiladauður eða sprækur,“ birtist til að mynda hjá götublaðinu New York Post í gær, fyrirsögn sem þykir fanga sögusagnirnar ágætlega. Stjórnvöld í Suður-Kóreu segjast þó ekki vera í nokkrum vafa um að Kim Jong-un hafi það ágætt. Leiðtoginn hafi haldið sig í strandbænum Wonsan á austurströnd Norður-Kóreu undanfarnar tvær vikur. Gervihnattarmyndir af Wonsan höfðu einmitt sýnt að lest leiðtogans hefur staðið óhreyfð í bænum undanfarna daga. Suður-kóresk stjórnvöld segja þannig ekki hafa orðið vör við neinar „grunsamlegar hreyfingar“ norðan landamæranna og ekkert sem þau þyrftu að rannsaka eða staðfesta frekar. Orðrómur um slæma heilsu leiðtogans kviknaði fyrr í þessum mánuði þegar suður-kóreskur vefmiðill greindi frá því að Kim væri illa haldinn eftir að hafa undirgengist hjartaaðgerð. CNN sagðist síðar hafa heimildir fyrir því að bandarísk stjórnvöld fylgdust vel með heilsufari Kim. Bandaríkjaforseti blés sjálfur á vangaveltur af heiluleysi þess norður-kóreska, rétt eins og stjórnvöld í Peking höfðu áður gert. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kim hverfur úr sviðsljósinu. Árið 2014 sást ekkert til hans í rúmar fimm vikur áður en hann birtist svo aftur og studdist þá við göngustaf. Suður-kóreskar njósnastofnanir sögðu þá að leiðtoginn hafi farið í aðgerð til að fjarlæga vörtu af öðrum ökklanum.
Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira