Sprautuðu alla keppendur með sótthreinsivökva Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2020 11:30 Hnefaleikakappinn þurfti að fara í mjög sérstaka sturtu rétt fyrir bardagann sinn. Mynd/Instagram Flestar íþróttir hafa legið í dvala undanfarna mánuði á meðan heimurinn berst við útbreiðslu kórónuveirunnar en út í heimi eru sumir mótshaldarar eru tilbúnir að ganga ansi langt til að halda keppni gangandi. Hnefaleikakeppnin sem vakti heimsathygli um helgina fór fram í Níkaragva í Mið-Ameríku en það var þó ekki fyrir keppnina sjálfa heldur meðferðina á keppendunum sextán. Átta bardagar fóru fram þetta kvöld og það voru 800 áhorfendur í salnum. Áhorfendur þurftu ekki að borga sig inn í Alexis Arguello Sports höllina í Managua. Þeir þurftu aftur á móti að þola það að sótthreinsa sig, láta hitamæla sig við inngöngu og að sitja síðan í eins metra fjarlægð frá hverjum öðrum. Fighters sprayed with disinfectant as controvertial boxing card goes ahead in front of 800 fans. https://t.co/vhQXJyHzPn pic.twitter.com/sjrYMwCoye— SPORTbible (@sportbible) April 26, 2020 Allt eru það skiljanlegar og þolanlegar kringumstæður nú þegar allir eru að reyna að halda kórónuveirunni í skefjum. Aðra sögu var að segja að keppendunum sjálfum því hnefaleikakapparnir þurftu að ganga í gegnum í furðulega meðferð áður en þeir fengu að stíga sinn í sjálfan hringinn. Þjálfarar og aðstoðarkonurnar þurftu öll að vera með grímu allan tímann og hnefaleikakapparnir voru með grímu allt þar til að þeir fóru inn í hringinn. Það sem hneykslaði þó fólk var að hnefaleikakapparnir voru sprautaðir með sótthreinsivökva áður en þeir fór inn í hringinn. Bardagarnir voru í beinni sjónvarpsútsendingu hjá bæði Canal 6 og ESPN Latin America og þaðan komu tekjurnar. View this post on Instagram 2020 Boxing can you imagine if your favorite fighter has to be cleaned before a fight ? What s your thoughts? #Boxeo #Boxing #COVID19 A post shared by TVBOXEO (@tvboxeo) on Apr 25, 2020 at 12:32pm PDT Rosendo Alvarez, tvöfaldur heimsmeistari, stóð fyrir keppninni og varði ákvörðun sína að halda bardagakvöldið þrátt fyrir ástandið. „Níkaragva er fátækt land og boxarar þurfa að borða. Þeir geta ekki verið innilokaðir í sínu húsi,“ sagði Rosendo Alvarez. Það hafa aðeins þrettán tilfelli af COVID-19 komið upp í Níkaragva og bæði fótbolta- og hafnarboltatímabilið er enn í fullum gangi í landinu. Box Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Sjá meira
Flestar íþróttir hafa legið í dvala undanfarna mánuði á meðan heimurinn berst við útbreiðslu kórónuveirunnar en út í heimi eru sumir mótshaldarar eru tilbúnir að ganga ansi langt til að halda keppni gangandi. Hnefaleikakeppnin sem vakti heimsathygli um helgina fór fram í Níkaragva í Mið-Ameríku en það var þó ekki fyrir keppnina sjálfa heldur meðferðina á keppendunum sextán. Átta bardagar fóru fram þetta kvöld og það voru 800 áhorfendur í salnum. Áhorfendur þurftu ekki að borga sig inn í Alexis Arguello Sports höllina í Managua. Þeir þurftu aftur á móti að þola það að sótthreinsa sig, láta hitamæla sig við inngöngu og að sitja síðan í eins metra fjarlægð frá hverjum öðrum. Fighters sprayed with disinfectant as controvertial boxing card goes ahead in front of 800 fans. https://t.co/vhQXJyHzPn pic.twitter.com/sjrYMwCoye— SPORTbible (@sportbible) April 26, 2020 Allt eru það skiljanlegar og þolanlegar kringumstæður nú þegar allir eru að reyna að halda kórónuveirunni í skefjum. Aðra sögu var að segja að keppendunum sjálfum því hnefaleikakapparnir þurftu að ganga í gegnum í furðulega meðferð áður en þeir fengu að stíga sinn í sjálfan hringinn. Þjálfarar og aðstoðarkonurnar þurftu öll að vera með grímu allan tímann og hnefaleikakapparnir voru með grímu allt þar til að þeir fóru inn í hringinn. Það sem hneykslaði þó fólk var að hnefaleikakapparnir voru sprautaðir með sótthreinsivökva áður en þeir fór inn í hringinn. Bardagarnir voru í beinni sjónvarpsútsendingu hjá bæði Canal 6 og ESPN Latin America og þaðan komu tekjurnar. View this post on Instagram 2020 Boxing can you imagine if your favorite fighter has to be cleaned before a fight ? What s your thoughts? #Boxeo #Boxing #COVID19 A post shared by TVBOXEO (@tvboxeo) on Apr 25, 2020 at 12:32pm PDT Rosendo Alvarez, tvöfaldur heimsmeistari, stóð fyrir keppninni og varði ákvörðun sína að halda bardagakvöldið þrátt fyrir ástandið. „Níkaragva er fátækt land og boxarar þurfa að borða. Þeir geta ekki verið innilokaðir í sínu húsi,“ sagði Rosendo Alvarez. Það hafa aðeins þrettán tilfelli af COVID-19 komið upp í Níkaragva og bæði fótbolta- og hafnarboltatímabilið er enn í fullum gangi í landinu.
Box Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Sjá meira