Segja veirunni útrýmt á Nýja-Sjálandi Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2020 10:30 Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, fyrr í þessu mánuði. AP/Mark Mitchell Samfélagssmit á Nýja-Sjálandi hafa nærri því stöðvast og segir Jacinda Ardern, forsætisráðherra, að kórónuveirunni hafi verið útrýmt þar eins og sakir standa. Slakað verður á sumum þeirra samfélagslega takmarkana sem var komið á til að hefta útbreiðslu veirunnar á morgun. Innan við tíu ný tilfelli hafa greinst á Nýja-Sjálandi undanfarna daga. Yfirvöld vara þó við að almenningur fagni of snemma því fleiri tilfelli geti haldið áfram að koma upp. Innan við 1.500 smit hafa greinst í landinu og nítján hafa látist. Ardern segir ekkert umfangsmikið ógreint samfélagssmit í landinu. „Við höfum unnið þá baráttu,“ sagði forsætisráðherrann á daglegum upplýsingafundi stjórnvalda. Við upphaf faraldursins greip ríkisstjórn Ardern til einna ströngustu ferða- og samfélagslegu takmarkana til að hefta útbreiðslu faraldursins í heiminum. Landamærunum var lokað og allir þeir sem komu til landsins voru sendir í sóttkví. Samhliða var útgöngubann sett á ásamt umfangsmiklum skimunum og smitrakningu. Þurfa áfram að halda sig heima Frá og með morgundeginum verður leyft að opna sum fyrirtæki sem eru ekki skilgreind með mikilvæga starfsemi. Heilsugæsla og skólahald getur hafist aftur, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Flestir Nýsjálendingar þurfa eftir sem áður að halda sig heima og forðast samneyti við annað fólk. „Við erum að opna hagkerfið en við erum ekki að opna félagslíf fólks,“ sagði Ardern. Eftir að slakað verður á útgöngubanninu á morgun fá veitingastaðir að bjóða upp á viðskiptavinir taki mat með sér heim. Landsmönnum er áfram ráðlagt að halda sig í litlum hópi nánustu ættingja og vina og gæta að tveggja metra fjarlægðarreglu. Fjöldasamkomur verða áfram bannaðar, verslunarsmiðstöðvar verða áfram lokaðar, flest börn verða áfram heima og landamærin verða enn lokuð. Ardern segir að spálíkön hafi bent til þess að allt að þúsund smit hefðu getað greinst á dag hefði ekki verið gripið til aðgerða svo snemma. Sérfræðingar segja að staðsetning Nýja-Sjálands, fjarri öðrum ríkjum, hafi gert stjórnvöldum þar auðvelt að loka landamærum og hefta útbreiðslu veirunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Lækkar eigin laun um fimmtung Laun ráðherra í ríkisstjórn Nýja-Sjálands verða lækkuð um 20 prósent. Hið sama mun eiga við mun laun forstjóra 34 ríkisstofnanna. 15. apríl 2020 10:22 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Samfélagssmit á Nýja-Sjálandi hafa nærri því stöðvast og segir Jacinda Ardern, forsætisráðherra, að kórónuveirunni hafi verið útrýmt þar eins og sakir standa. Slakað verður á sumum þeirra samfélagslega takmarkana sem var komið á til að hefta útbreiðslu veirunnar á morgun. Innan við tíu ný tilfelli hafa greinst á Nýja-Sjálandi undanfarna daga. Yfirvöld vara þó við að almenningur fagni of snemma því fleiri tilfelli geti haldið áfram að koma upp. Innan við 1.500 smit hafa greinst í landinu og nítján hafa látist. Ardern segir ekkert umfangsmikið ógreint samfélagssmit í landinu. „Við höfum unnið þá baráttu,“ sagði forsætisráðherrann á daglegum upplýsingafundi stjórnvalda. Við upphaf faraldursins greip ríkisstjórn Ardern til einna ströngustu ferða- og samfélagslegu takmarkana til að hefta útbreiðslu faraldursins í heiminum. Landamærunum var lokað og allir þeir sem komu til landsins voru sendir í sóttkví. Samhliða var útgöngubann sett á ásamt umfangsmiklum skimunum og smitrakningu. Þurfa áfram að halda sig heima Frá og með morgundeginum verður leyft að opna sum fyrirtæki sem eru ekki skilgreind með mikilvæga starfsemi. Heilsugæsla og skólahald getur hafist aftur, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Flestir Nýsjálendingar þurfa eftir sem áður að halda sig heima og forðast samneyti við annað fólk. „Við erum að opna hagkerfið en við erum ekki að opna félagslíf fólks,“ sagði Ardern. Eftir að slakað verður á útgöngubanninu á morgun fá veitingastaðir að bjóða upp á viðskiptavinir taki mat með sér heim. Landsmönnum er áfram ráðlagt að halda sig í litlum hópi nánustu ættingja og vina og gæta að tveggja metra fjarlægðarreglu. Fjöldasamkomur verða áfram bannaðar, verslunarsmiðstöðvar verða áfram lokaðar, flest börn verða áfram heima og landamærin verða enn lokuð. Ardern segir að spálíkön hafi bent til þess að allt að þúsund smit hefðu getað greinst á dag hefði ekki verið gripið til aðgerða svo snemma. Sérfræðingar segja að staðsetning Nýja-Sjálands, fjarri öðrum ríkjum, hafi gert stjórnvöldum þar auðvelt að loka landamærum og hefta útbreiðslu veirunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Lækkar eigin laun um fimmtung Laun ráðherra í ríkisstjórn Nýja-Sjálands verða lækkuð um 20 prósent. Hið sama mun eiga við mun laun forstjóra 34 ríkisstofnanna. 15. apríl 2020 10:22 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Lækkar eigin laun um fimmtung Laun ráðherra í ríkisstjórn Nýja-Sjálands verða lækkuð um 20 prósent. Hið sama mun eiga við mun laun forstjóra 34 ríkisstofnanna. 15. apríl 2020 10:22