Hvað yrði gert ef fiskurinn hætti að láta sjá sig á Íslandsmiðum? Þórir Garðarsson skrifar 27. apríl 2020 11:58 Áhugavert er að velta fyrir sér hvernig tekið yrði á málunum ef sjávarútvegurinn sæi fram á sama tekjuhrun og blasir við ferðaþjónustunni. Segjum sem svo að allur fiskur hyrfi skyndilega af Íslandsmiðum en fiskifræðingar teldu að hann kæmi aftur á miðju næsta ári. Lætur einhver sér detta í hug að umræðan myndi snúast um að keyra ætti tekjulaus fyrirtæki í sjávarútvegi í þrot og þau gagnrýnd fyrir miklar fjárfestingar og oftraust á fiskveiðum? Engan veginn. Til þess þekkja flestir landsmenn mikilvægi sjávarútvegsins of vel. Umræðan myndi snúast um að bjarga fyrirtækjunum með öllum ráðum til að vera viðbúin endurkomu fisksins á miðin. Bent yrði á að gjaldþrota sjávarútvegsfyrirtæki væru lítils virði án þekkingarinnar á að reka þau, án viðskiptasambandanna, án kunnáttu sjómanna, án markaðssambandanna, án skilnings á viðskiptavinunum. Hvað ættu lánastofnanir svosem að gera við verkefnalaus skip og fiskvinnslur? Erlendu ferðamennirnir eru ferðaþjónustunni það sem fiskurinn er sjávarútveginum. Aftur á móti virðist töluvert vanta upp á skilning á núverandi stöðu ferðaþjónustunnar. Stjórnvöld tala ekki um að bjarga atvinnugreininni frá hruni, heldur í mesta lagi lengja í lánum hjá einhverjum, á þess að neinn viti hjá hverjum og fresta skattgreiðslum. Óhjákvæmilega muni mörg fyrirtækin verða gjaldþrota í þessu óvissuástandi þar sem ríkið talar ekki um raunverulega björgunarpakka, líkt og stjórnvöld gera gagnvart ferðaþjónustunni víða annars staðar. Undarleg forlagatrú einkennir afstöðu margra til afdrifa ferðaþjónustunnar – að atvinnugreinin verði bara að sætta sig við að verða að engu. Að „einhverjir“ muni svo taka á móti ferðamönnunum þegar þeir láta sjá sig aftur. Afstaðan virðist sú að þekking í ferðaþjónustu sé lítils virði og ekki á vetur setjandi. Undarlegt er að heyra ráðherra segja að boltinn sé hjá fyrirtækjunum, eins og þau liggi almennt með digra sjóði til að mæta algjöru tekjuhruni. Ferðaþjónustan hefur á undanförnum árum skilað mestu velmegun sem þessi þjóð þekkir. Tekjur af ferðamönnum hafa flætt um allt þjóðfélagið, styrkt landsbyggðina, aukið kaupmátt og haldið verðbólgu niðri. Þegar ferðamenn koma aftur, sem þeir munu gera, þá skiptir öllu máli að fyrirtæki í ferðaþjónustu verði til staðar til að veita þeim þjónustu. Fyrirtækin verða þess ekki megnug nema að þeim verði bjargað yfir erfiðasta hjallann. Höfundur er stjórnarformaður Allrahanda Gray Line. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Áhugavert er að velta fyrir sér hvernig tekið yrði á málunum ef sjávarútvegurinn sæi fram á sama tekjuhrun og blasir við ferðaþjónustunni. Segjum sem svo að allur fiskur hyrfi skyndilega af Íslandsmiðum en fiskifræðingar teldu að hann kæmi aftur á miðju næsta ári. Lætur einhver sér detta í hug að umræðan myndi snúast um að keyra ætti tekjulaus fyrirtæki í sjávarútvegi í þrot og þau gagnrýnd fyrir miklar fjárfestingar og oftraust á fiskveiðum? Engan veginn. Til þess þekkja flestir landsmenn mikilvægi sjávarútvegsins of vel. Umræðan myndi snúast um að bjarga fyrirtækjunum með öllum ráðum til að vera viðbúin endurkomu fisksins á miðin. Bent yrði á að gjaldþrota sjávarútvegsfyrirtæki væru lítils virði án þekkingarinnar á að reka þau, án viðskiptasambandanna, án kunnáttu sjómanna, án markaðssambandanna, án skilnings á viðskiptavinunum. Hvað ættu lánastofnanir svosem að gera við verkefnalaus skip og fiskvinnslur? Erlendu ferðamennirnir eru ferðaþjónustunni það sem fiskurinn er sjávarútveginum. Aftur á móti virðist töluvert vanta upp á skilning á núverandi stöðu ferðaþjónustunnar. Stjórnvöld tala ekki um að bjarga atvinnugreininni frá hruni, heldur í mesta lagi lengja í lánum hjá einhverjum, á þess að neinn viti hjá hverjum og fresta skattgreiðslum. Óhjákvæmilega muni mörg fyrirtækin verða gjaldþrota í þessu óvissuástandi þar sem ríkið talar ekki um raunverulega björgunarpakka, líkt og stjórnvöld gera gagnvart ferðaþjónustunni víða annars staðar. Undarleg forlagatrú einkennir afstöðu margra til afdrifa ferðaþjónustunnar – að atvinnugreinin verði bara að sætta sig við að verða að engu. Að „einhverjir“ muni svo taka á móti ferðamönnunum þegar þeir láta sjá sig aftur. Afstaðan virðist sú að þekking í ferðaþjónustu sé lítils virði og ekki á vetur setjandi. Undarlegt er að heyra ráðherra segja að boltinn sé hjá fyrirtækjunum, eins og þau liggi almennt með digra sjóði til að mæta algjöru tekjuhruni. Ferðaþjónustan hefur á undanförnum árum skilað mestu velmegun sem þessi þjóð þekkir. Tekjur af ferðamönnum hafa flætt um allt þjóðfélagið, styrkt landsbyggðina, aukið kaupmátt og haldið verðbólgu niðri. Þegar ferðamenn koma aftur, sem þeir munu gera, þá skiptir öllu máli að fyrirtæki í ferðaþjónustu verði til staðar til að veita þeim þjónustu. Fyrirtækin verða þess ekki megnug nema að þeim verði bjargað yfir erfiðasta hjallann. Höfundur er stjórnarformaður Allrahanda Gray Line.
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun