Brýnt að allir hafi greiðan aðgang að geðheilbrigðisþjónustu, óháð efnahag Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. apríl 2020 13:28 Efnahagur fólks má ekki koma í veg fyrir að það sæki sér viðeigandi geðheilbrigðisþjónustu að sögn formanns Sálfræðingafélags íslands. vísir/getty Sálfræðingafélag Íslands sendi heilbrigðisráðherra í morgun opið bréf þar sem farið er fram á að sálfræðiþjónusta verði gerð að almennum réttindum. Félagið skorar á þingheim að setja afgreiðslu frumvarps um breytingar á Lögum um sjúkratryggingar í forgang. Frumvarpið tryggir að sálfræðiþjónusta falli undir greiðsluþátttökukerfi sjúkratrygginga. Tryggvi Guðjón Ingason, formaður félagsins, segir að lýðheilsuvandi vegna hrunsins hafi komið í ljós nokkru síðar. Stjórnvöld verði að læra af hruninu með því að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða. Nú verði að tryggja aðgengi allra að sálfræðiþjónustu og ryðja hindrunum, eins og fjárhagsáhyggjum, úr vegi. Að loknum heimsfaraldri sé ljóst að við þjóðinni blasi við langt og strangt uppbyggingarferli. Áskoranirnar séu ekki aðeins efnahagslegs eðlis heldur einnig á sviði lýðheilsu og heiðheilbrigðis. „Í gegnum svona erfiðleika þá virðist lýðheilsuvandi og líðan fólks koma fram aðeins seinna. Mér finnst mjög mikilvægt að við séum vel undirbúin þegar og ef fólk þarf á aðstoð að halda að að það sé auðvelt aðgengi að sálfræðiþjónustu.“ Fjölskyldufólk undir miklu álagi Í upphafi faraldursins hafi mikið verið um svokallaðan Covid-kvíða. Fólk, sérstaklega eldri borgarar og þau sem veik eru fyrir, hafi verið hrætt um að smitast. Tryggvi óttast að það álag sem fólk er undir núna, og hefur verið síðan faraldurinn kom upp hér á landi, muni valda vandamálum síðar meir. Hann hefur sérstakar áhyggjur af fjölskyldufólki í þessu sambandi. „En nú gætu aðrir álagstengdir þættir farið að koma inn. Fólkið sem er búið að vera að halda utan um allt saman, eins og foreldrar sem halda utan um börnin og passa upp á námið þeirra, passa upp á að amma og afi smitist ekki en passa að stunda vinnu líka samt í þessum aðstæðum. Í framhaldinu koma fjárhagsáhyggjurnar og áhyggjur af atvinnu, þannig að álagið er ansi þungt, myndi ég segja, hjá fjölskyldufólki.“ Sálfræðingafélag Íslands skorar á alla þingmenn og heibrigðisráðherra að afgreiða frumvarpið, það sé forgangsmál. „Það er frumvarp sem hefur legið fyrir á Alþingi - þetta er annar veturinn – og það er kominn tími til að ganga frá þessu núna. Sálfræðingafélagið hefur barist fyrir þessu í mörg ár,“ segir Tryggvi. Geðheilbrigði Tryggingar Heilbrigðismál Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Sálfræðingafélag Íslands sendi heilbrigðisráðherra í morgun opið bréf þar sem farið er fram á að sálfræðiþjónusta verði gerð að almennum réttindum. Félagið skorar á þingheim að setja afgreiðslu frumvarps um breytingar á Lögum um sjúkratryggingar í forgang. Frumvarpið tryggir að sálfræðiþjónusta falli undir greiðsluþátttökukerfi sjúkratrygginga. Tryggvi Guðjón Ingason, formaður félagsins, segir að lýðheilsuvandi vegna hrunsins hafi komið í ljós nokkru síðar. Stjórnvöld verði að læra af hruninu með því að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða. Nú verði að tryggja aðgengi allra að sálfræðiþjónustu og ryðja hindrunum, eins og fjárhagsáhyggjum, úr vegi. Að loknum heimsfaraldri sé ljóst að við þjóðinni blasi við langt og strangt uppbyggingarferli. Áskoranirnar séu ekki aðeins efnahagslegs eðlis heldur einnig á sviði lýðheilsu og heiðheilbrigðis. „Í gegnum svona erfiðleika þá virðist lýðheilsuvandi og líðan fólks koma fram aðeins seinna. Mér finnst mjög mikilvægt að við séum vel undirbúin þegar og ef fólk þarf á aðstoð að halda að að það sé auðvelt aðgengi að sálfræðiþjónustu.“ Fjölskyldufólk undir miklu álagi Í upphafi faraldursins hafi mikið verið um svokallaðan Covid-kvíða. Fólk, sérstaklega eldri borgarar og þau sem veik eru fyrir, hafi verið hrætt um að smitast. Tryggvi óttast að það álag sem fólk er undir núna, og hefur verið síðan faraldurinn kom upp hér á landi, muni valda vandamálum síðar meir. Hann hefur sérstakar áhyggjur af fjölskyldufólki í þessu sambandi. „En nú gætu aðrir álagstengdir þættir farið að koma inn. Fólkið sem er búið að vera að halda utan um allt saman, eins og foreldrar sem halda utan um börnin og passa upp á námið þeirra, passa upp á að amma og afi smitist ekki en passa að stunda vinnu líka samt í þessum aðstæðum. Í framhaldinu koma fjárhagsáhyggjurnar og áhyggjur af atvinnu, þannig að álagið er ansi þungt, myndi ég segja, hjá fjölskyldufólki.“ Sálfræðingafélag Íslands skorar á alla þingmenn og heibrigðisráðherra að afgreiða frumvarpið, það sé forgangsmál. „Það er frumvarp sem hefur legið fyrir á Alþingi - þetta er annar veturinn – og það er kominn tími til að ganga frá þessu núna. Sálfræðingafélagið hefur barist fyrir þessu í mörg ár,“ segir Tryggvi.
Geðheilbrigði Tryggingar Heilbrigðismál Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira