Borgarleikhúsið heldur áfram að bjóða upp á beint streymi í samkomubanni.
Klukkan tólf í hádeginu í dag mæta Lee Proud og Bergur Þór Ingólfsson í listamannaspjall.
Þeir hafa meðal annars unnið saman við söngleikina Billy Elliot og Matthildi en Lee Proud fékk Grímuverðlaun fyrir dans- og sviðshreyfingar ársins árið 2019 fyrir Matthildi. Þeir spjalla um lífið í leikhúsinu.