Sögulegar kvikmyndir nú aðgengilegar á nýjum vef Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. apríl 2020 23:19 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, opnaði vefinn á dögunum. Stjórnarráðið Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, opnaði nýlega streymisvefinn Ísland á filmu þar sem einstakt efni í vörslu Kvikmyndasafns Íslands er nú aðgengilegt almenningi. Á vefnum eru nú 300 myndskeið sem sýna Ísland og lífið í landinu á ýmsa vegu, menningu, sögulega atburði, náttúru og mannlíf. Að því er segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins er elsta efnið á vefnum frá árinu 1906 en ekki er vitað til þess að eldri kvikmyndir frá Íslandi séu til. Er vefurinn unninn í samstarfi við Dansk Film Institut. „Í ávarpi sínu áréttaði ráðherra mikilvægi þess að almenningur hefði aðgengi að kvikmyndaarfinum, því án miðlunar væri hann í raun gleymdur. Hún sagði stórkostlegt að geta á vefnum skoðað horfinn heim, sem frumkvöðlar í íslenskri kvikmyndagerði hefðu fest á filmu,“ segir á vef stjórnarráðsins en þar er haft eftir Lilju: „Á vinnu þessara frumkvöðla er nú risin glæsileg atvinnugrein, sem ekki aðeins gleður og varðveitir heldur skapar þúsundir starfa og milljarða í útflutningstekjur. Greinin hefur vaxið hratt á síðustu árum og ársvelta hans hefur þrefaldast á einum áratug. Hér hafa orðið til frábærar íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsþáttaraðir, en líka sumar af stærstu bíómyndum kvikmyndaheimsins. Hér hefur orðið til mikil þekking og íslenskir kvikmyndaframleiðendur hafa getið sér gott orð,“ sagði ráðherra við opnunina. „Slíkt orðspor er sérstaklega verðmætt akkúrat núna, þegar okkar bíður að skapa ný störf og verðmæti fyrir samfélagið. Stjórnvöld þurfa að styðja við greinina og hafa þegar veitt aukalega 120 m. kr. í kvikmyndasjóð – til að þróa ný verkefni sem vonandi skapa störf og verðmæti, bæði menningarleg og veraldleg.“ Hér fyrir neðan má sjá eina af myndunum sem aðgengilegar eru á vefnum, mynd Ósvaldar Knudsen frá árinu 1954 um náttúru og mannlíf á Hornströndum. Sagt er frá lifnaðarháttum fólks og aðstæðum. Meðal annars má sjá bjargsig og eggjatöku, vinnslu rekaviðar og hefðbundinn útskurð. Bíó og sjónvarp Einu sinni var... Menning Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, opnaði nýlega streymisvefinn Ísland á filmu þar sem einstakt efni í vörslu Kvikmyndasafns Íslands er nú aðgengilegt almenningi. Á vefnum eru nú 300 myndskeið sem sýna Ísland og lífið í landinu á ýmsa vegu, menningu, sögulega atburði, náttúru og mannlíf. Að því er segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins er elsta efnið á vefnum frá árinu 1906 en ekki er vitað til þess að eldri kvikmyndir frá Íslandi séu til. Er vefurinn unninn í samstarfi við Dansk Film Institut. „Í ávarpi sínu áréttaði ráðherra mikilvægi þess að almenningur hefði aðgengi að kvikmyndaarfinum, því án miðlunar væri hann í raun gleymdur. Hún sagði stórkostlegt að geta á vefnum skoðað horfinn heim, sem frumkvöðlar í íslenskri kvikmyndagerði hefðu fest á filmu,“ segir á vef stjórnarráðsins en þar er haft eftir Lilju: „Á vinnu þessara frumkvöðla er nú risin glæsileg atvinnugrein, sem ekki aðeins gleður og varðveitir heldur skapar þúsundir starfa og milljarða í útflutningstekjur. Greinin hefur vaxið hratt á síðustu árum og ársvelta hans hefur þrefaldast á einum áratug. Hér hafa orðið til frábærar íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsþáttaraðir, en líka sumar af stærstu bíómyndum kvikmyndaheimsins. Hér hefur orðið til mikil þekking og íslenskir kvikmyndaframleiðendur hafa getið sér gott orð,“ sagði ráðherra við opnunina. „Slíkt orðspor er sérstaklega verðmætt akkúrat núna, þegar okkar bíður að skapa ný störf og verðmæti fyrir samfélagið. Stjórnvöld þurfa að styðja við greinina og hafa þegar veitt aukalega 120 m. kr. í kvikmyndasjóð – til að þróa ný verkefni sem vonandi skapa störf og verðmæti, bæði menningarleg og veraldleg.“ Hér fyrir neðan má sjá eina af myndunum sem aðgengilegar eru á vefnum, mynd Ósvaldar Knudsen frá árinu 1954 um náttúru og mannlíf á Hornströndum. Sagt er frá lifnaðarháttum fólks og aðstæðum. Meðal annars má sjá bjargsig og eggjatöku, vinnslu rekaviðar og hefðbundinn útskurð.
Bíó og sjónvarp Einu sinni var... Menning Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira