Helmingur vinnandi fólks í hættu á að missa lífsviðurværi sitt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. apríl 2020 23:51 Veitingahúsaeigandi á Ítalíu með lykilinn að veitingastaðnum sínum sem hefur verið lokaður í um tvo mánuði. Hann er einn fjölmargra ítalskra veitingamanna sem hafa verið alveg tekjulausir vegna faraldursins en nú vilja þeir fara að opna og mótmæla ákvörðun yfirvalda sem vilja að staðirnir verði áfram lokaðir. Getty/Carlo Bressan Alþjóðavinnumálastofnun telur að helmingur alls vinnandi fólks í heiminum eigi á hættu að missa vinnu sína, að hluta eða öllu leyti, vegna kórónuveirufaraldursins. Alls eru þetta um 1,6 milljarður manna af þeim þremur milljörðum sem stofnunin telur að séu á vinnumarkaði í heiminum öllum en um er að ræða fólk sem starfar í svokölluðu óformlegu hagkerfi; eru verktakar, ráðinn til skamms tíma eða eru yfir höfuð ekki með ráðningarsamning. Alþjóðavinnumálastofnun telur að um tveir milljarðar vinnandi fólks starfi í hinu óformlega hagkerfi og að mikill meirihluti þeirra eigi á hættu að missa vinnuna vegna faraldursins. Stofnunin segir að þessi hætta sé vegna þess að landamæri hafi lokast og samkomubönnum komið á og/eða vegna þess að fólkið vinni í þeim geirum sem faraldurinn hefur haft hvað verst áhrif á. Hafa misst um 60 prósent af tekjum sínum Talið er að á fyrsta mánuði faraldursins hafi starfsmenn í óformlega hagkerfinu misst um 60 prósent af tekjum sínum. Alþjóðavinnumálastofnunin telur að þessi hópur sé sérstaklega viðkvæmur og sé í mikilli hættu á að lenda í fátækt, hann hafi lítinn rétt á vinnumarkaði og búi almennt við lítið starfsöryggi. Þá vekur stofnunin einnig athygli á því að hætt sé við því að meira en 400 milljón fyrirtæki á heimsvísu muni berjast í bökkum vegna faraldursins. Aðallega sé um að ræða fyrirtæki sem sinni verslun og þjónustu hvers konar, til dæmis búðir, hótel og gistiheimili og veitingastaði, en þessir geirar hafa orðið illa úti í faraldrinum, til dæmis á Íslandi. Alþjóðavinnumálastofnunin kallar eftir því að stjórnvöld styðji betur við vinnandi fólk og fyrirtæki, ekki hvað síst lítil fyrirtæki. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fleiri fréttir Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sjá meira
Alþjóðavinnumálastofnun telur að helmingur alls vinnandi fólks í heiminum eigi á hættu að missa vinnu sína, að hluta eða öllu leyti, vegna kórónuveirufaraldursins. Alls eru þetta um 1,6 milljarður manna af þeim þremur milljörðum sem stofnunin telur að séu á vinnumarkaði í heiminum öllum en um er að ræða fólk sem starfar í svokölluðu óformlegu hagkerfi; eru verktakar, ráðinn til skamms tíma eða eru yfir höfuð ekki með ráðningarsamning. Alþjóðavinnumálastofnun telur að um tveir milljarðar vinnandi fólks starfi í hinu óformlega hagkerfi og að mikill meirihluti þeirra eigi á hættu að missa vinnuna vegna faraldursins. Stofnunin segir að þessi hætta sé vegna þess að landamæri hafi lokast og samkomubönnum komið á og/eða vegna þess að fólkið vinni í þeim geirum sem faraldurinn hefur haft hvað verst áhrif á. Hafa misst um 60 prósent af tekjum sínum Talið er að á fyrsta mánuði faraldursins hafi starfsmenn í óformlega hagkerfinu misst um 60 prósent af tekjum sínum. Alþjóðavinnumálastofnunin telur að þessi hópur sé sérstaklega viðkvæmur og sé í mikilli hættu á að lenda í fátækt, hann hafi lítinn rétt á vinnumarkaði og búi almennt við lítið starfsöryggi. Þá vekur stofnunin einnig athygli á því að hætt sé við því að meira en 400 milljón fyrirtæki á heimsvísu muni berjast í bökkum vegna faraldursins. Aðallega sé um að ræða fyrirtæki sem sinni verslun og þjónustu hvers konar, til dæmis búðir, hótel og gistiheimili og veitingastaði, en þessir geirar hafa orðið illa úti í faraldrinum, til dæmis á Íslandi. Alþjóðavinnumálastofnunin kallar eftir því að stjórnvöld styðji betur við vinnandi fólk og fyrirtæki, ekki hvað síst lítil fyrirtæki.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fleiri fréttir Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sjá meira