Tekur ekki afstöðu til deilunnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. apríl 2020 09:18 Salvör Nordal, umboðsmaður barna. Vísir Umboðsmaður barna segir að sér sé ekki aðeins heimilt að miðla skilaboðum barna til deiluaðila í kjaradeilu Eflingar og nokkurra sveitarfélag, heldur sé það honum skylt. Með þessu sé ekki verið að taka afstöðu til kjaradeilunnar. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Umboðsmanns barna, en Salvör Nordal gegnir því embætti. Í gær gerði Sólveig Anna Jónsdóttir athugasemdir við erindi sem henni barst frá Salvöru vegna fyrirhugaðra verkfallsaðgerða félagsmanna Eflingar sem starfa hjá sveitarfélögum. Sagði Sólveig að sér væri brugðið vegna erindis umboðsmanns en í erindinu var vakin athygli á því að umboðsmanni hafi borist erindi frá börnum búsettum í þeim sveitarfélögum sem verkfallsaðgerðirnar munu ná til, þar sem þau lýstu yfir áhyggjum vegna fyrirhugaðra verkfallsaðgerða. Segir umboðsmaður að með erindinu hafi hún einungis verið að miðla þessum skilaboðum áfram til deiluaðila. „Embættinu hafa borist bréf frá börnum sem hafa miklar áhyggjur af því, að þegar skerðingum á skólahaldi lýkur, nokkrum vikum fyrir skólaslit, taki við verkföll. Í bréfum til embættisins hafa börnin lýst yfir áhyggjum yfir eigin námi og líðan. Þetta eru mikilvæg skilaboð barna til deiluaðila sem umboðsmanni barna er ekki eingöngu heimilt að miðla, heldur skylt,“ segir á Facebook-síðu umboðsmanns. Ekki sé verið að taka afstöðu til deilunnar. „Í bréfunum er með engu móti tekin afstaða til deilunnar heldur sjónarmiðum barnanna sjálfra komið á framfæri. Í erindum þeirra endurspeglast einnig mikilvægi skólastarfsins í lífi barnanna og þar með mikilvægi vinnu allra þeirra sem við skólana starfa. “ Börn og uppeldi Kjaramál Tengdar fréttir Telur umboðsmann barna sýna Eflingarfólki lítilsvirðingu „Ég viðurkenni að mér var brugðið þegar ég las textann og skilaboðin í honum,“ skrifar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um erindi sem henni barst frá umboðsmanni barna, Salvöru Nordal, vegna fyrirhugaðra verkfallsaðgerða félagsmanna Eflingar sem starfa hjá sveitarfélögum. 29. apríl 2020 21:29 Ofboðið og langar að komast aftur í skólann Grunnskólastúlka í Kópavogi segir óboðlegt að skólahald skerðist á ný vegna yfirvofandi verkfallsaðgerða Eflingar. Lærdómur hafi verið af skornum skammti og hún hlakki til að mæta í skólann á ný. Hún kvartaði til umboðsmanns barna vegna stöðunnar. 29. apríl 2020 19:00 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Sjá meira
Umboðsmaður barna segir að sér sé ekki aðeins heimilt að miðla skilaboðum barna til deiluaðila í kjaradeilu Eflingar og nokkurra sveitarfélag, heldur sé það honum skylt. Með þessu sé ekki verið að taka afstöðu til kjaradeilunnar. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Umboðsmanns barna, en Salvör Nordal gegnir því embætti. Í gær gerði Sólveig Anna Jónsdóttir athugasemdir við erindi sem henni barst frá Salvöru vegna fyrirhugaðra verkfallsaðgerða félagsmanna Eflingar sem starfa hjá sveitarfélögum. Sagði Sólveig að sér væri brugðið vegna erindis umboðsmanns en í erindinu var vakin athygli á því að umboðsmanni hafi borist erindi frá börnum búsettum í þeim sveitarfélögum sem verkfallsaðgerðirnar munu ná til, þar sem þau lýstu yfir áhyggjum vegna fyrirhugaðra verkfallsaðgerða. Segir umboðsmaður að með erindinu hafi hún einungis verið að miðla þessum skilaboðum áfram til deiluaðila. „Embættinu hafa borist bréf frá börnum sem hafa miklar áhyggjur af því, að þegar skerðingum á skólahaldi lýkur, nokkrum vikum fyrir skólaslit, taki við verkföll. Í bréfum til embættisins hafa börnin lýst yfir áhyggjum yfir eigin námi og líðan. Þetta eru mikilvæg skilaboð barna til deiluaðila sem umboðsmanni barna er ekki eingöngu heimilt að miðla, heldur skylt,“ segir á Facebook-síðu umboðsmanns. Ekki sé verið að taka afstöðu til deilunnar. „Í bréfunum er með engu móti tekin afstaða til deilunnar heldur sjónarmiðum barnanna sjálfra komið á framfæri. Í erindum þeirra endurspeglast einnig mikilvægi skólastarfsins í lífi barnanna og þar með mikilvægi vinnu allra þeirra sem við skólana starfa. “
Börn og uppeldi Kjaramál Tengdar fréttir Telur umboðsmann barna sýna Eflingarfólki lítilsvirðingu „Ég viðurkenni að mér var brugðið þegar ég las textann og skilaboðin í honum,“ skrifar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um erindi sem henni barst frá umboðsmanni barna, Salvöru Nordal, vegna fyrirhugaðra verkfallsaðgerða félagsmanna Eflingar sem starfa hjá sveitarfélögum. 29. apríl 2020 21:29 Ofboðið og langar að komast aftur í skólann Grunnskólastúlka í Kópavogi segir óboðlegt að skólahald skerðist á ný vegna yfirvofandi verkfallsaðgerða Eflingar. Lærdómur hafi verið af skornum skammti og hún hlakki til að mæta í skólann á ný. Hún kvartaði til umboðsmanns barna vegna stöðunnar. 29. apríl 2020 19:00 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Sjá meira
Telur umboðsmann barna sýna Eflingarfólki lítilsvirðingu „Ég viðurkenni að mér var brugðið þegar ég las textann og skilaboðin í honum,“ skrifar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um erindi sem henni barst frá umboðsmanni barna, Salvöru Nordal, vegna fyrirhugaðra verkfallsaðgerða félagsmanna Eflingar sem starfa hjá sveitarfélögum. 29. apríl 2020 21:29
Ofboðið og langar að komast aftur í skólann Grunnskólastúlka í Kópavogi segir óboðlegt að skólahald skerðist á ný vegna yfirvofandi verkfallsaðgerða Eflingar. Lærdómur hafi verið af skornum skammti og hún hlakki til að mæta í skólann á ný. Hún kvartaði til umboðsmanns barna vegna stöðunnar. 29. apríl 2020 19:00