Fimmtán ár í dag síðan að Íslendingur vann ensku úrvalsdeildina í fyrsta sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2020 11:00 Frank Lampard fagnar öðru marka sinna á móti Bolton 30. apríl 2005 með Eiði Smára Guðjohnsen. Frank og Eiður Smári voru tveir markahæstu leikmenn Chelsea á þessu tímabili. Getty/Mike Egerton 30. apríl 2005 er merkisdagur í sögu Chelsea en hann er líka merkisdagur fyrir íslenska knattspyrnu. Það var á þessum degi sem Chelsea vann sinn fyrsta meistaratitil í fimmtíu ár en það var líka á þessum degi sem Íslendingur vann ensku úrvalsdeildina í fyrsta sinn. Chelsea tryggði sér endanlega fyrsta Englandsmeistaratitil sinn frá árinu 1955 með því að vinna 2-0 sigur á Bolton á Reebok Stadium. Chelsea hefur síðan unnið fjóra Englandsmeistaratitla til viðbótar (2005–06, 2009–10, 2014–15 og 2016–17). 30.04.2005 Our first @premierleague title! pic.twitter.com/u1XIbKXJc4— Chelsea FC - #StayHomeSaveLives (@ChelseaFC) April 30, 2020 Eiður Smári Guðjohnsen náði þarna merkum tímamótum á stað þar sem hann átti mörgum mönnum mikið að þakka. Það var nefnilega Bolton sem veðjaði á Eið Smára þegar hann var að koma til baka eftir ökklameiðslin og seldi hann síðan til Chelsea sumarið 2000. Eiður Smári spilaði síðan mörg góð tímabil með Chelsea en liðið náði ekki að vinna deildina fyrr en á hans fimmta tímabili hjá liðinu. On this day: 2005 - Chelsea clinched their first ever Premier League trophy (vs Bolton).Two goals from Frank Lampard giving Blues fans one of the greatest moments in their lives. #CFC #Chelsea pic.twitter.com/pg3WMY3UsW— Chad (@ChelseaChadder) April 30, 2020 José Mourinho hafði tekið við Chelsea liðinu sumarið árið og tókst því að vinna ensku úrvalsdeildina á sínu fyrsta tímabili. Í fyrstu leit út fyrir að Portúgalinn ætlaði að treysta á aðra framherja en Eið Smára því fyrir tímabilið keypti José Mourinho bæði sóknarmennina Didier Drogba og Mateja Kezman auk þess að hinn sókndjarfi Arjen Robben kom frá PSV. Eiður Smári stóð hins vegar af sér alla samkeppni og spilaði 37 af 38 deildarleikjum Chelsea. Eiður Smári var í byrjunarliðinu í 30 leikjanna þar á meðal í leiknum á móti Bolton þar sem Chelsea tryggði sér titilinn. Í þessum 37 leikjum var Eiður Smári Guðjohnsen með 12 mörk og 6 stoðsendingar. Það var aðeins Frank Lampard (13 mörk) sem skoraði fleiri deildarmörk en Eiður. Eiður Smári var siðan í fjórða sæti í stoðsendingum á eftir þeim Frank Lampard (16 stoðsendingar), Arjen Robben (9) og Damien Duff (7). On this day in 2005, we finally did it! After 50 years, our title drought was ended with a 2-0 victory away at the Reebok Stadium. A double from Super Frank was the difference that day. Up the Chels pic.twitter.com/hMlOzcH8sy— The Chelsea Echo (@TheChelseaEcho) April 30, 2020 Frank Lampard átti magnað tímabil með 13 mörk og 16 stoðsendingar og það var einmitt hann sem tryggði Chelsea liðinu endanlega titilinn með því að skora bæði mörkin í þessum 2-0 sigri á Bolton. Enginn annar er Frank Lampard (þáttur í 29 mörkum) kom að fleiri mörkum Chelsea liðsins þetta tímabil en Eiður Smári var annar með 18 mörk. Það eitt sýnir mikilvægi Eiðs Smára fyrir José Mourinho og Chelsea liðið á þessu sögulega tímabili. Chelsea átti reyndar eftir þrjá leiki á tímabilinu en eftir sigurinn á Bolton gat ekkert annað lið náð þeim. Chelsea endaði síðan tólf stigum á undan næsta liði sem var Arsenal. Enski boltinn Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Salah jafnaði met Rooneys Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Sjá meira
30. apríl 2005 er merkisdagur í sögu Chelsea en hann er líka merkisdagur fyrir íslenska knattspyrnu. Það var á þessum degi sem Chelsea vann sinn fyrsta meistaratitil í fimmtíu ár en það var líka á þessum degi sem Íslendingur vann ensku úrvalsdeildina í fyrsta sinn. Chelsea tryggði sér endanlega fyrsta Englandsmeistaratitil sinn frá árinu 1955 með því að vinna 2-0 sigur á Bolton á Reebok Stadium. Chelsea hefur síðan unnið fjóra Englandsmeistaratitla til viðbótar (2005–06, 2009–10, 2014–15 og 2016–17). 30.04.2005 Our first @premierleague title! pic.twitter.com/u1XIbKXJc4— Chelsea FC - #StayHomeSaveLives (@ChelseaFC) April 30, 2020 Eiður Smári Guðjohnsen náði þarna merkum tímamótum á stað þar sem hann átti mörgum mönnum mikið að þakka. Það var nefnilega Bolton sem veðjaði á Eið Smára þegar hann var að koma til baka eftir ökklameiðslin og seldi hann síðan til Chelsea sumarið 2000. Eiður Smári spilaði síðan mörg góð tímabil með Chelsea en liðið náði ekki að vinna deildina fyrr en á hans fimmta tímabili hjá liðinu. On this day: 2005 - Chelsea clinched their first ever Premier League trophy (vs Bolton).Two goals from Frank Lampard giving Blues fans one of the greatest moments in their lives. #CFC #Chelsea pic.twitter.com/pg3WMY3UsW— Chad (@ChelseaChadder) April 30, 2020 José Mourinho hafði tekið við Chelsea liðinu sumarið árið og tókst því að vinna ensku úrvalsdeildina á sínu fyrsta tímabili. Í fyrstu leit út fyrir að Portúgalinn ætlaði að treysta á aðra framherja en Eið Smára því fyrir tímabilið keypti José Mourinho bæði sóknarmennina Didier Drogba og Mateja Kezman auk þess að hinn sókndjarfi Arjen Robben kom frá PSV. Eiður Smári stóð hins vegar af sér alla samkeppni og spilaði 37 af 38 deildarleikjum Chelsea. Eiður Smári var í byrjunarliðinu í 30 leikjanna þar á meðal í leiknum á móti Bolton þar sem Chelsea tryggði sér titilinn. Í þessum 37 leikjum var Eiður Smári Guðjohnsen með 12 mörk og 6 stoðsendingar. Það var aðeins Frank Lampard (13 mörk) sem skoraði fleiri deildarmörk en Eiður. Eiður Smári var siðan í fjórða sæti í stoðsendingum á eftir þeim Frank Lampard (16 stoðsendingar), Arjen Robben (9) og Damien Duff (7). On this day in 2005, we finally did it! After 50 years, our title drought was ended with a 2-0 victory away at the Reebok Stadium. A double from Super Frank was the difference that day. Up the Chels pic.twitter.com/hMlOzcH8sy— The Chelsea Echo (@TheChelseaEcho) April 30, 2020 Frank Lampard átti magnað tímabil með 13 mörk og 16 stoðsendingar og það var einmitt hann sem tryggði Chelsea liðinu endanlega titilinn með því að skora bæði mörkin í þessum 2-0 sigri á Bolton. Enginn annar er Frank Lampard (þáttur í 29 mörkum) kom að fleiri mörkum Chelsea liðsins þetta tímabil en Eiður Smári var annar með 18 mörk. Það eitt sýnir mikilvægi Eiðs Smára fyrir José Mourinho og Chelsea liðið á þessu sögulega tímabili. Chelsea átti reyndar eftir þrjá leiki á tímabilinu en eftir sigurinn á Bolton gat ekkert annað lið náð þeim. Chelsea endaði síðan tólf stigum á undan næsta liði sem var Arsenal.
Enski boltinn Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Salah jafnaði met Rooneys Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Sjá meira