Slæm ákvörðun sem við breyttum í mjög góðan hlut Sindri Sverrisson skrifar 1. maí 2020 10:00 Margrét Valdimarsdóttir og fleiri hafa þurft að berjast fyrir því undarnfarnar vikur að sjá til þess að ÍR verði áfram með kvennalið í handbolta á næstu leiktíð. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Auðvitað á að vera kvennalið í Breiðholti, annað er bara rugl,“ segir Margrét Valdimarsdóttir, leikmaður ÍR í handbolta, en þeirri ákvörðun að leggja liðið niður hefur nú verið snúið og ÍR leikur því í Grill 66-deildinni á næstu leiktíð. Fyrir rúmum mánuði var tilkynnt að kvennalið ÍR í handbolta yrði lagt niður en þeirri ákvörðun hefur verið snúið eftir að fjöldi sjálfboðaliða bauð fram sína krafta. Finnbogi Grétar Sigurbjörnsson hefur verið ráðinn þjálfari og nýtt meistaraflokksráð kvenna stofnað, undir forystu Matthíasar Imsland. „Við erum ótrúlega hamingjusöm og ánægð með þetta allt saman. Þetta kostar fullt af vinnu en við erum búin að fá fullt af ótrúlega flottu fólki með okkur. Ég er ótrúlega bjartsýn á að það sé hægt að búa núna til menningu og hefð fyrir því að hafa flotta umgjörð um kvennaliðið í Breiðholti,“ segir Margrét í Sportinu í dag. Hún tekur undir að á vissan hátt hafi það verið lán í óláni að ákveðið væri að leggja liðið niður: „Já, ég held að það verði að segja það. Þetta var slæm ákvörðun en við náðum að snúa því upp í mjög góðan hlut á endanum.“ Eins og fyrr segir hefur fjöldi sjálfboðaliða lagt hönd á plóg til að hægt væri að snúa ákvörðuninni: „Grasrótin hefur algjörlega stigið upp og það er ótrúlega gaman að sjá hvað það er fjölbreyttur hópur sem vill standa með þessu. Við erum búin að fá fullt af fólki til að starfa í meistaraflokksráði í kringum liði og síðan er ótrúlegasta fólk; ÍR-ingar, Breiðhyltingar og fólk alls staðar að sem að hefur skráð sig í bakvarðasveit til að borga með liðinu smá pening á mánuði til að halda þessu gangandi. Það er ótrúlega ánægjulegt,“ segir Margrét en nánar er rætt við hana hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Kvennalið ÍR gefst ekki upp Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. ÍR Sportið í dag Íslenski handboltinn Tengdar fréttir ÍR hættir við að leggja kvennaliðið niður Meistaraflokkur kvenna hjá ÍR í handbolta verður áfram starfræktur. 30. apríl 2020 10:49 Kvennalið ÍR áfram starfrækt „ef plönin eru raunhæf“ Handknattleiksdeild ÍR hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir þá ákvörðun sína að leggja niður meistaraflokk kvenna vegna fjárhagsstöðu félagsins. Formaður deildarinnar kveðst opinn fyrir því að endurskoða ákvörðunina. 1. apríl 2020 18:00 ÍR dregur kvenna- og U-liðið úr keppni Handknattleiksdeild ÍR hefur ákveðið að draga kvenna- og U-lið félagsins úr keppni á næstu leiktíð. Þetta staðfesti Sigurður Rúnarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍR, í Sportinu í dag. 25. mars 2020 19:30 Leikmenn ÍR ósáttir við að kvennaliðið hafi verið lagt niður: „Ógeðslega sárar og reiðar“ Leikmenn kvennaliðs ÍR eru ósáttir við vinnubrögð handknattleiksdeildar félagsins sem ákvað að leggja kvennaliðið niður. 31. mars 2020 15:57 Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Sport Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Fleiri fréttir „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Sjá meira
„Auðvitað á að vera kvennalið í Breiðholti, annað er bara rugl,“ segir Margrét Valdimarsdóttir, leikmaður ÍR í handbolta, en þeirri ákvörðun að leggja liðið niður hefur nú verið snúið og ÍR leikur því í Grill 66-deildinni á næstu leiktíð. Fyrir rúmum mánuði var tilkynnt að kvennalið ÍR í handbolta yrði lagt niður en þeirri ákvörðun hefur verið snúið eftir að fjöldi sjálfboðaliða bauð fram sína krafta. Finnbogi Grétar Sigurbjörnsson hefur verið ráðinn þjálfari og nýtt meistaraflokksráð kvenna stofnað, undir forystu Matthíasar Imsland. „Við erum ótrúlega hamingjusöm og ánægð með þetta allt saman. Þetta kostar fullt af vinnu en við erum búin að fá fullt af ótrúlega flottu fólki með okkur. Ég er ótrúlega bjartsýn á að það sé hægt að búa núna til menningu og hefð fyrir því að hafa flotta umgjörð um kvennaliðið í Breiðholti,“ segir Margrét í Sportinu í dag. Hún tekur undir að á vissan hátt hafi það verið lán í óláni að ákveðið væri að leggja liðið niður: „Já, ég held að það verði að segja það. Þetta var slæm ákvörðun en við náðum að snúa því upp í mjög góðan hlut á endanum.“ Eins og fyrr segir hefur fjöldi sjálfboðaliða lagt hönd á plóg til að hægt væri að snúa ákvörðuninni: „Grasrótin hefur algjörlega stigið upp og það er ótrúlega gaman að sjá hvað það er fjölbreyttur hópur sem vill standa með þessu. Við erum búin að fá fullt af fólki til að starfa í meistaraflokksráði í kringum liði og síðan er ótrúlegasta fólk; ÍR-ingar, Breiðhyltingar og fólk alls staðar að sem að hefur skráð sig í bakvarðasveit til að borga með liðinu smá pening á mánuði til að halda þessu gangandi. Það er ótrúlega ánægjulegt,“ segir Margrét en nánar er rætt við hana hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Kvennalið ÍR gefst ekki upp Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
ÍR Sportið í dag Íslenski handboltinn Tengdar fréttir ÍR hættir við að leggja kvennaliðið niður Meistaraflokkur kvenna hjá ÍR í handbolta verður áfram starfræktur. 30. apríl 2020 10:49 Kvennalið ÍR áfram starfrækt „ef plönin eru raunhæf“ Handknattleiksdeild ÍR hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir þá ákvörðun sína að leggja niður meistaraflokk kvenna vegna fjárhagsstöðu félagsins. Formaður deildarinnar kveðst opinn fyrir því að endurskoða ákvörðunina. 1. apríl 2020 18:00 ÍR dregur kvenna- og U-liðið úr keppni Handknattleiksdeild ÍR hefur ákveðið að draga kvenna- og U-lið félagsins úr keppni á næstu leiktíð. Þetta staðfesti Sigurður Rúnarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍR, í Sportinu í dag. 25. mars 2020 19:30 Leikmenn ÍR ósáttir við að kvennaliðið hafi verið lagt niður: „Ógeðslega sárar og reiðar“ Leikmenn kvennaliðs ÍR eru ósáttir við vinnubrögð handknattleiksdeildar félagsins sem ákvað að leggja kvennaliðið niður. 31. mars 2020 15:57 Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Sport Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Fleiri fréttir „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Sjá meira
ÍR hættir við að leggja kvennaliðið niður Meistaraflokkur kvenna hjá ÍR í handbolta verður áfram starfræktur. 30. apríl 2020 10:49
Kvennalið ÍR áfram starfrækt „ef plönin eru raunhæf“ Handknattleiksdeild ÍR hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir þá ákvörðun sína að leggja niður meistaraflokk kvenna vegna fjárhagsstöðu félagsins. Formaður deildarinnar kveðst opinn fyrir því að endurskoða ákvörðunina. 1. apríl 2020 18:00
ÍR dregur kvenna- og U-liðið úr keppni Handknattleiksdeild ÍR hefur ákveðið að draga kvenna- og U-lið félagsins úr keppni á næstu leiktíð. Þetta staðfesti Sigurður Rúnarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍR, í Sportinu í dag. 25. mars 2020 19:30
Leikmenn ÍR ósáttir við að kvennaliðið hafi verið lagt niður: „Ógeðslega sárar og reiðar“ Leikmenn kvennaliðs ÍR eru ósáttir við vinnubrögð handknattleiksdeildar félagsins sem ákvað að leggja kvennaliðið niður. 31. mars 2020 15:57