Erfiðleikar á unglingsárum bjuggu Jóhann undir erfitt tímabil: „Ekki verið eins langt niðri í langan tíma“ Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2020 09:45 Jóhann Berg Guðmundsson hefur átt afskaplega krefjandi tímabil með Burnley. VÍSIR/GETTY Jóhann Berg Guðmundsson segir ákveðna erfiðleika á unglingsárum hafa gert sig andlega sterkan og það hafi hjálpað sér í vetur. Hann hafi ekki verið eins langt niðri í langan tíma, eins og á þessari leiktíð. Landsliðsmaðurinn segir frá þessu í viðtali við The Athletic. Þar er fyrst fjallað um það að Jóhann hafi 14 ára gamall flust til Englands vegna vinnu móður sinnar, og þá farið í unglingaakademíu Chelsea fyrir tilstuðlan Arnórs Guðjohnsen. Eiður Smári var þá leikmaður Chelsea. Eftir nokkra mánuði þar fór Jóhann í annað Lundúnafélag, Fulham, þar sem hann sleit krossband í hné og var frá keppni í ár. „Það var gríðarlega erfitt. Félagið kom frábærlega fram við mig og sjúkraþjálfararnir gerðu allt sem þeir gátu svo ég gæti byrjað að spila aftur. Þetta gerði mig andlega sterkan á unga aldri. Þegar maður er svona ungur þá er það eina sem maður vill að spila fótbolta. Sumir krakkar ná sér kannski ekki en það eina sem ég þráði var að verða fótboltamaður,“ segir Jóhann. Jóhann fékk ekki tilboð um skólastyrk, eins og tíðkaðist að unglingaakademíur gæfu út á þeim tíma í Englandi, svo að hann hélt heim til Íslands og bjó hjá eldri systur sinni. „Þessir kaflar í lífinu gerðu mig sterkari andlega, sem hefur hjálpað mér á þessari leiktíð.“ Jóhann hefur verið óheppinn með meiðsli í gegnum tíðina en sjaldan meira en í vetur. Hann meiddist í kálfa snemma á leiktíðinni, náði einum byrjunarliðsleik fyrir landsleikjahléið í október en meiddist svo snemma leiks gegn Frökkum á Laugardalsvelli. „Ég ætlaði framhjá leikmanni [Clement Lenglet] og hann ýtti við mér svo að öll þyngdin mín fór á vinstra lærið og það slitnaði. Ég vissi að eitthvað slæmt hefði gerst. Þetta var þriðju gráðu rifa svo að ég hefði þurft aðgerð ef þetta hefði verið eitthvað verra,“ sagði Jóhann. Ekki sniðugt að snúa aftur í jólatörninni Jóhann sneri aftur um jólin, í því mikla leikjaálagi sem er á þeim tíma, og meiddist á ný í lærinu í bikarleik gegn Peterborough. „Það var ekki það sniðugasta fyrir lærið mitt að snúa til baka úr meiðslum á svona miklum álagstíma, þegar maður æfir og spilar án þess að hafa marga daga til að jafna sig. Ég meiddist aftur í lærinu gegn Peterborough sem var gríðarlega erfitt að taka. Ég hafði lagt svo hart að mér til að jafna mig af fyrri meiðslunum, svo það að fá önnur… Ég hef líklega ekki verið eins langt niðri andlega í langan tíma. Sérstaklega fyrstu dagana á eftir var ég mjög langt niðri. Maður verður niðurdreginn og hugsar með sér; Hvað er í gangi? Maður reynir að hugsa um hvað maður geti gert betur til að snúa aftur og sjá til þess að þetta gerist ekki aftur,“ sagði Jóhann, sem náði ekki að spila meiri fótbolta eftir bikarleikinn 4. janúar, þar til að tímabilið í Englandi var stöðvað vegna kórónuveirufaraldursins. Enski boltinn Tengdar fréttir Jóhann Berg ræðir tímabilið og pirringinn sem því hefur fylgt | Myndband Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður íslenska landsliðsins og enska knattspyrnufélagsins Burnley, hefur ekki átt sjö dagana sæla en hann hefur verið mikið meiddur á tímabilinu. 23. apríl 2020 21:00 Jóhann hefði spilað gegn Rúmeníu: „Hefði bara keyrt á þetta“ Jóhann Berg Guðmundsson segir að hann hefði getað spilað með Íslandi gegn Rúmeníu í síðustu viku ef leiknum hefði ekki verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins. 31. mars 2020 20:00 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson segir ákveðna erfiðleika á unglingsárum hafa gert sig andlega sterkan og það hafi hjálpað sér í vetur. Hann hafi ekki verið eins langt niðri í langan tíma, eins og á þessari leiktíð. Landsliðsmaðurinn segir frá þessu í viðtali við The Athletic. Þar er fyrst fjallað um það að Jóhann hafi 14 ára gamall flust til Englands vegna vinnu móður sinnar, og þá farið í unglingaakademíu Chelsea fyrir tilstuðlan Arnórs Guðjohnsen. Eiður Smári var þá leikmaður Chelsea. Eftir nokkra mánuði þar fór Jóhann í annað Lundúnafélag, Fulham, þar sem hann sleit krossband í hné og var frá keppni í ár. „Það var gríðarlega erfitt. Félagið kom frábærlega fram við mig og sjúkraþjálfararnir gerðu allt sem þeir gátu svo ég gæti byrjað að spila aftur. Þetta gerði mig andlega sterkan á unga aldri. Þegar maður er svona ungur þá er það eina sem maður vill að spila fótbolta. Sumir krakkar ná sér kannski ekki en það eina sem ég þráði var að verða fótboltamaður,“ segir Jóhann. Jóhann fékk ekki tilboð um skólastyrk, eins og tíðkaðist að unglingaakademíur gæfu út á þeim tíma í Englandi, svo að hann hélt heim til Íslands og bjó hjá eldri systur sinni. „Þessir kaflar í lífinu gerðu mig sterkari andlega, sem hefur hjálpað mér á þessari leiktíð.“ Jóhann hefur verið óheppinn með meiðsli í gegnum tíðina en sjaldan meira en í vetur. Hann meiddist í kálfa snemma á leiktíðinni, náði einum byrjunarliðsleik fyrir landsleikjahléið í október en meiddist svo snemma leiks gegn Frökkum á Laugardalsvelli. „Ég ætlaði framhjá leikmanni [Clement Lenglet] og hann ýtti við mér svo að öll þyngdin mín fór á vinstra lærið og það slitnaði. Ég vissi að eitthvað slæmt hefði gerst. Þetta var þriðju gráðu rifa svo að ég hefði þurft aðgerð ef þetta hefði verið eitthvað verra,“ sagði Jóhann. Ekki sniðugt að snúa aftur í jólatörninni Jóhann sneri aftur um jólin, í því mikla leikjaálagi sem er á þeim tíma, og meiddist á ný í lærinu í bikarleik gegn Peterborough. „Það var ekki það sniðugasta fyrir lærið mitt að snúa til baka úr meiðslum á svona miklum álagstíma, þegar maður æfir og spilar án þess að hafa marga daga til að jafna sig. Ég meiddist aftur í lærinu gegn Peterborough sem var gríðarlega erfitt að taka. Ég hafði lagt svo hart að mér til að jafna mig af fyrri meiðslunum, svo það að fá önnur… Ég hef líklega ekki verið eins langt niðri andlega í langan tíma. Sérstaklega fyrstu dagana á eftir var ég mjög langt niðri. Maður verður niðurdreginn og hugsar með sér; Hvað er í gangi? Maður reynir að hugsa um hvað maður geti gert betur til að snúa aftur og sjá til þess að þetta gerist ekki aftur,“ sagði Jóhann, sem náði ekki að spila meiri fótbolta eftir bikarleikinn 4. janúar, þar til að tímabilið í Englandi var stöðvað vegna kórónuveirufaraldursins.
Enski boltinn Tengdar fréttir Jóhann Berg ræðir tímabilið og pirringinn sem því hefur fylgt | Myndband Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður íslenska landsliðsins og enska knattspyrnufélagsins Burnley, hefur ekki átt sjö dagana sæla en hann hefur verið mikið meiddur á tímabilinu. 23. apríl 2020 21:00 Jóhann hefði spilað gegn Rúmeníu: „Hefði bara keyrt á þetta“ Jóhann Berg Guðmundsson segir að hann hefði getað spilað með Íslandi gegn Rúmeníu í síðustu viku ef leiknum hefði ekki verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins. 31. mars 2020 20:00 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Sjá meira
Jóhann Berg ræðir tímabilið og pirringinn sem því hefur fylgt | Myndband Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður íslenska landsliðsins og enska knattspyrnufélagsins Burnley, hefur ekki átt sjö dagana sæla en hann hefur verið mikið meiddur á tímabilinu. 23. apríl 2020 21:00
Jóhann hefði spilað gegn Rúmeníu: „Hefði bara keyrt á þetta“ Jóhann Berg Guðmundsson segir að hann hefði getað spilað með Íslandi gegn Rúmeníu í síðustu viku ef leiknum hefði ekki verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins. 31. mars 2020 20:00