Styttist í að ræða þurfi beina styrki við fyrirtæki að mati Bjarna Heimir Már Pétursson skrifar 2. apríl 2020 19:20 Fjármálaráðherra segir að grípa þurfi til enn stórtækari aðgerða en þegar hafi verið gert til að koma í veg fyrir að stór hluti fyrirtækja leggi niður starfsemi. Til greina komi að ríkið styðji fyrirtæki beint með fjárframlögum. Þingmenn spurðu fjármálaráðherra út í frekari aðgerðir í efnahags- og atvinnumálum í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar lýsti sérstökum áhyggjum af vaxandi atvinnuleysi á Suðurnesjum. „Hvergi lítur staðan jafn illa út og á Suðurnesjum. Þar sem spár lýsa allt að 25 prósenta atvinnuleysi," sagði Hanna Katrín. Þetta væri fimmta stóráfall íbúa þar frá því herinn fór fyrir einum og hálfum áratug. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði áfallið af áður óþekktri stærðargráðu. Ef áfram héldi sem horfði verði 20 prósent vinnuaflsins á atvinnuleysisbótum eða hlutabótum. „Við erum að spila í þoku. Það er ákveðið myrkur fyrir framan okkur varðandi hvernig úr þessu mun spilast áfram. En við erum tilbúin til að ganga lengra,“ sagði Bjarni. Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins sagði heillavænna að grípa til almennra aðgerða til handa fyrirtækjunum í landinu. „Telur ráðherra að það komi til greina að lækka tryggingagjaldið verulega. Sem hefði þá víðtæk jákvæð áhrif á atvinnulífið í heild sinni,“ sagði Karl Gauti. Bjarni sagði tryggingagjaldið þrátt fyrir allt aðeins vera um 6 prósent af launakostnaði fyrirtækja. Hlutabóta aðgerðin væri mun stærri og gagnaðist betur, enda ætti tryggingagjaldið að standa undir atvinnuleysisbótum og fleiru, en allt kæmi til greina. „Ég deili áhyggjum háttvirts þingmanns á framhaldinu. Ég verð bara að segja alveg eins og er að staðan er að versna hraðar en ég hafði vonast til að yrði raunin,“ sagði fjármálaráðherra. Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar lýsti áhyggjum af skorti á gagnsæi stuðnings stjórnvalda með brúarlánum til fyrirtækja. „Með þessu úrræði er íslenskur almenningur að taka á sig allt að fimmtíu milljarða króna ríkisábyrgð til fyrirtækja. Þess vegna þarf þetta að vera uppi á borðinu,“ sagði Ágúst Ólafur. Fjármálaráðherra tók undir þetta en lýsti meiri áhyggjum af stöðunni nú er uppgjöri síðar meir. Víða annars staðar, til að mynda á Norðurlöndum, væru fyrirtæki styrkt beint. „Og ég tel að við munum áður en langt um líður þurfa að taka afstöðu til þess hversu langt við værum mögulega tilbúin að ganga í beinum styrkjum til fyrirtækja til að þau missi ekki leiguhúsnæði tapi ekki starfsmönnum og svo framvegis,“ sagði Bjarni Benediktsson og ólíklegt að öll lán bankanna til fyrirtækja með ríkisábyrgð muni innheimtast. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Persónuafsláttur verður nýttur hjá Vinnumálstofnun í apríl Unnur Sverrisdóttir, starfandi forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að persónuafsláttur einstaklinga verði nýttur frá og með apríl fyrir einstaklinga í skertu starfshlutfalli sem fá atvinnuleysisbætur greiddar samhliða. 2. apríl 2020 12:33 Bjarni bjartsýnn á samninga en segir krísuna dragast á langinn Fjármálaráðherra segir samningum við hjúkrunarfræðinga að mestu lokið og hefur trú á að endanlegir samningar náist fljótlega. 2. apríl 2020 12:22 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að grípa þurfi til enn stórtækari aðgerða en þegar hafi verið gert til að koma í veg fyrir að stór hluti fyrirtækja leggi niður starfsemi. Til greina komi að ríkið styðji fyrirtæki beint með fjárframlögum. Þingmenn spurðu fjármálaráðherra út í frekari aðgerðir í efnahags- og atvinnumálum í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar lýsti sérstökum áhyggjum af vaxandi atvinnuleysi á Suðurnesjum. „Hvergi lítur staðan jafn illa út og á Suðurnesjum. Þar sem spár lýsa allt að 25 prósenta atvinnuleysi," sagði Hanna Katrín. Þetta væri fimmta stóráfall íbúa þar frá því herinn fór fyrir einum og hálfum áratug. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði áfallið af áður óþekktri stærðargráðu. Ef áfram héldi sem horfði verði 20 prósent vinnuaflsins á atvinnuleysisbótum eða hlutabótum. „Við erum að spila í þoku. Það er ákveðið myrkur fyrir framan okkur varðandi hvernig úr þessu mun spilast áfram. En við erum tilbúin til að ganga lengra,“ sagði Bjarni. Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins sagði heillavænna að grípa til almennra aðgerða til handa fyrirtækjunum í landinu. „Telur ráðherra að það komi til greina að lækka tryggingagjaldið verulega. Sem hefði þá víðtæk jákvæð áhrif á atvinnulífið í heild sinni,“ sagði Karl Gauti. Bjarni sagði tryggingagjaldið þrátt fyrir allt aðeins vera um 6 prósent af launakostnaði fyrirtækja. Hlutabóta aðgerðin væri mun stærri og gagnaðist betur, enda ætti tryggingagjaldið að standa undir atvinnuleysisbótum og fleiru, en allt kæmi til greina. „Ég deili áhyggjum háttvirts þingmanns á framhaldinu. Ég verð bara að segja alveg eins og er að staðan er að versna hraðar en ég hafði vonast til að yrði raunin,“ sagði fjármálaráðherra. Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar lýsti áhyggjum af skorti á gagnsæi stuðnings stjórnvalda með brúarlánum til fyrirtækja. „Með þessu úrræði er íslenskur almenningur að taka á sig allt að fimmtíu milljarða króna ríkisábyrgð til fyrirtækja. Þess vegna þarf þetta að vera uppi á borðinu,“ sagði Ágúst Ólafur. Fjármálaráðherra tók undir þetta en lýsti meiri áhyggjum af stöðunni nú er uppgjöri síðar meir. Víða annars staðar, til að mynda á Norðurlöndum, væru fyrirtæki styrkt beint. „Og ég tel að við munum áður en langt um líður þurfa að taka afstöðu til þess hversu langt við værum mögulega tilbúin að ganga í beinum styrkjum til fyrirtækja til að þau missi ekki leiguhúsnæði tapi ekki starfsmönnum og svo framvegis,“ sagði Bjarni Benediktsson og ólíklegt að öll lán bankanna til fyrirtækja með ríkisábyrgð muni innheimtast.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Persónuafsláttur verður nýttur hjá Vinnumálstofnun í apríl Unnur Sverrisdóttir, starfandi forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að persónuafsláttur einstaklinga verði nýttur frá og með apríl fyrir einstaklinga í skertu starfshlutfalli sem fá atvinnuleysisbætur greiddar samhliða. 2. apríl 2020 12:33 Bjarni bjartsýnn á samninga en segir krísuna dragast á langinn Fjármálaráðherra segir samningum við hjúkrunarfræðinga að mestu lokið og hefur trú á að endanlegir samningar náist fljótlega. 2. apríl 2020 12:22 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Sjá meira
Persónuafsláttur verður nýttur hjá Vinnumálstofnun í apríl Unnur Sverrisdóttir, starfandi forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að persónuafsláttur einstaklinga verði nýttur frá og með apríl fyrir einstaklinga í skertu starfshlutfalli sem fá atvinnuleysisbætur greiddar samhliða. 2. apríl 2020 12:33
Bjarni bjartsýnn á samninga en segir krísuna dragast á langinn Fjármálaráðherra segir samningum við hjúkrunarfræðinga að mestu lokið og hefur trú á að endanlegir samningar náist fljótlega. 2. apríl 2020 12:22
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent