Yfir þrjú hundruð milljarða reikningur sem lendir á skattgreiðendum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 2. maí 2020 20:00 VR hafa aldrei borist fleiri tilkynningar vegna brota á réttindum launafólks en nú. Formaður félagsins vill að fyrirtækjum verði gert að endurgreiða fjárstuðning stjórnvalda ef þau verða uppvís að broti. Atvinnuleysi hefur aukist mikið síðustu vikurnar. Núna um mánaðamótin misstu um fimm þúsund vinnuna í hópuppsögnum. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að í árferði sem þessu fjölgi jafnan brotum atvinnurekenda á réttindum launafólks. „Bæði út af því að þessar leiðir ríkisstjórnarinnar, bæði varðandi hlutabótaleiðina og svo þessa nýju leið að greiða stóran hluta af uppsagnarfresti, að þetta hefur verið óljóst. Við höfum fengið mjög mikið af tilkynningum þar sem fyrirtæki hafa bara hreinlega misskilið hvernig úrræðin virka. Mikið af tilkynningum frá fólki sem þarf að vinna meira en 25 prósent en er bara í 25 prósentum. Þetta virðist gæta bara misskilnings en síðan eru líka fleiri tilkynningar sem við fáum og aldrei verið fleiri í sjálfu sér þar sem að fyrirtæki eru sko að brjóta á sem sagt réttindum fólks.“ Skattgreiðendur þurfa að standa undir aðgerðum ríkisstjórnarinnar Ragnar vill að fylgst sé vel með atvinnurekendum. Sérstaklega þeim sem nýta sér nú úrræði ríkisstjórnarinnar. „Það verði gerð krafa á endurgreiðslu verði brotið á réttindum launafólks. Við vitum nákvæmlega hverjir þurfa að borga reikninginn fyrir þetta allt saman. Hann er væntanlega að detta yfir þrjú hundruð milljarða. Allavega þeir tékkar sem hafa nú þegar verið skrifaðir út og það munum við almenningur, skattgreiðendur í landinu, þurfa að standa undir.“ Heimavinna reynist þeim efnaminni oft erfiðari Vinnuveitendur hafa margir hverjir farið fram á það að fólk vinni heima og hafa sumir gert það í einn og hálfan mánuð. Þeir sjá ekki fyrir endann á því á meðan að tveggja metra reglan er í gildi. Ragnar segir þetta íþyngjandi fyrir marga sem hafa kvartað yfir þessu til félagsins. „Þá erum við að horfa á hluti sem snúa bara að búnaði sem fólk er jafnvel að leggja sjálft fram. Krafa um vinnu á heimili þar sem jafnvel er ekki aðstaða til. Við vitum það að þeir efnameiri hafa meira pláss, búa í stærri húsum en efnaminni fjölskyldur og einstaklingar sem eru skikkaðir til þess að vinna heima eru kannski í misgóðum aðstæðum til þess.“ Vinnumarkaður Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
VR hafa aldrei borist fleiri tilkynningar vegna brota á réttindum launafólks en nú. Formaður félagsins vill að fyrirtækjum verði gert að endurgreiða fjárstuðning stjórnvalda ef þau verða uppvís að broti. Atvinnuleysi hefur aukist mikið síðustu vikurnar. Núna um mánaðamótin misstu um fimm þúsund vinnuna í hópuppsögnum. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að í árferði sem þessu fjölgi jafnan brotum atvinnurekenda á réttindum launafólks. „Bæði út af því að þessar leiðir ríkisstjórnarinnar, bæði varðandi hlutabótaleiðina og svo þessa nýju leið að greiða stóran hluta af uppsagnarfresti, að þetta hefur verið óljóst. Við höfum fengið mjög mikið af tilkynningum þar sem fyrirtæki hafa bara hreinlega misskilið hvernig úrræðin virka. Mikið af tilkynningum frá fólki sem þarf að vinna meira en 25 prósent en er bara í 25 prósentum. Þetta virðist gæta bara misskilnings en síðan eru líka fleiri tilkynningar sem við fáum og aldrei verið fleiri í sjálfu sér þar sem að fyrirtæki eru sko að brjóta á sem sagt réttindum fólks.“ Skattgreiðendur þurfa að standa undir aðgerðum ríkisstjórnarinnar Ragnar vill að fylgst sé vel með atvinnurekendum. Sérstaklega þeim sem nýta sér nú úrræði ríkisstjórnarinnar. „Það verði gerð krafa á endurgreiðslu verði brotið á réttindum launafólks. Við vitum nákvæmlega hverjir þurfa að borga reikninginn fyrir þetta allt saman. Hann er væntanlega að detta yfir þrjú hundruð milljarða. Allavega þeir tékkar sem hafa nú þegar verið skrifaðir út og það munum við almenningur, skattgreiðendur í landinu, þurfa að standa undir.“ Heimavinna reynist þeim efnaminni oft erfiðari Vinnuveitendur hafa margir hverjir farið fram á það að fólk vinni heima og hafa sumir gert það í einn og hálfan mánuð. Þeir sjá ekki fyrir endann á því á meðan að tveggja metra reglan er í gildi. Ragnar segir þetta íþyngjandi fyrir marga sem hafa kvartað yfir þessu til félagsins. „Þá erum við að horfa á hluti sem snúa bara að búnaði sem fólk er jafnvel að leggja sjálft fram. Krafa um vinnu á heimili þar sem jafnvel er ekki aðstaða til. Við vitum það að þeir efnameiri hafa meira pláss, búa í stærri húsum en efnaminni fjölskyldur og einstaklingar sem eru skikkaðir til þess að vinna heima eru kannski í misgóðum aðstæðum til þess.“
Vinnumarkaður Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira