Hafa borið kennsl á og vilja ná í skottið á hakkara GRU Samúel Karl Ólason skrifar 5. maí 2020 14:37 Eftir fimm ára rannsókn hafa Þjóðverjar borið kennsl á tvo rússneska hakkara sem réðust á þýska þingið árið 2015. EPA/FILIP SINGER Yfirvöld Þýskalands hafa gefið út handtökuskipun gegn manni sem grunaður er um tölvuárás gegn þýska þinginu, á vegum GRU, leyniþjónustu rússneska hersins. Maðurinn heitir Dmitry Badin en sá er einnig sakaður um tölvuárásina þar sem tölvupóstum landsnefndar Demókrataflokksins í Bandaríkjunum var stolið. Þeir póstar voru svo birtir af Wikileaks í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Þýska dagblaðið Sueddeutsche Zeitung segir Þjóðverja sannfærða um að Badin hafi komið að tölvuárásinni gegn þýska þinginu árið 2015. Þar að auki er hann eftirlýstur vegna tölvuárásarinnar á Alþjóða lyfjaeftirlitsstofnunina, WADA, árið 2016. Samkvæmt dagblaðinu tilheyrir Badin umdeildum hópi rússneskra hermanna sem kallast meðal annars Fancy Bear en þeir hafa verið sakaðir um fjöldann allan af tölvuárásum á undanförnum árum. Þjóðverjar gáfu út handtökuskipun í síðustu viku eftir fimm ára rannsókn. Blaðamenn Sueddeutsche Zeitung segja Bandaríkin hafa hjálpað við rannsókna. Það gerðu Hollendingar einnig. Rannsókn Þjóðverja tók stakkaskiptum eftir að þeir fengu aðgang að tölvum og öðrum gögnum sem tekin voru af fjórum útsendurum GRU sem gómaðir voru við að reyna tölvuárás gegn Efnavopnastofnuninni í Haag í Hollandi. Sú tölvuárás var reynd skömmu eftir að Sergei Skripal og dóttir hans urðu fyrir rússnesku taugaeitri, sem skilgreint er sem gereyðingarvopn, á Bretlandi. Tveir útsendarar GRU hafa verið sakaðir um þá árás. Sjá einnig: Annar Rússinn opinberaður sem ofursti í GRU Tók langan tíma að tryggja öryggi Árásin á þingið hófst þann 30. apríl 2015. Fjöldi starfsmanna þingsins fengu tölvupóst á sama tíma sem leit út eins og hann kæmi frá Sameinuðu þjóðunum. Hann vísaði þar að auki á vefsíðu sem var látin líta út fyrir að tilheyra Sameinuðu þjóðunum. Hún gerði það þó ekki og starfsmenn þingsins smelltu á hlekkinn. Við það voru Rússar komnir með aðgang að tölvukerfi þingsins og á skömmum tíma náðu þeir í raun stjórn á kerfinu. Þann 11. maí varaði netöryggisfyrirtæki yfirvöld við því að tveir vefþjónar sem höfðu verið notaðir til tölvuárása hefðu tengst við tvær tölvur í Þýskalandi og að báðar þeirra hafi verið skráðar í þinghúsinu. Sérfræðingum tókst ekki að tryggja öryggi kerfisins aftur fyrr en 20. maí. Þá höfðu minnst 16 gígabæt af gögnum verið tekin þaðan og þar á meðal tugir þúsunda tölvupósta þingmanna. Þýskaland Rússland Bandaríkin Holland Tölvuárásir Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Yfirvöld Þýskalands hafa gefið út handtökuskipun gegn manni sem grunaður er um tölvuárás gegn þýska þinginu, á vegum GRU, leyniþjónustu rússneska hersins. Maðurinn heitir Dmitry Badin en sá er einnig sakaður um tölvuárásina þar sem tölvupóstum landsnefndar Demókrataflokksins í Bandaríkjunum var stolið. Þeir póstar voru svo birtir af Wikileaks í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Þýska dagblaðið Sueddeutsche Zeitung segir Þjóðverja sannfærða um að Badin hafi komið að tölvuárásinni gegn þýska þinginu árið 2015. Þar að auki er hann eftirlýstur vegna tölvuárásarinnar á Alþjóða lyfjaeftirlitsstofnunina, WADA, árið 2016. Samkvæmt dagblaðinu tilheyrir Badin umdeildum hópi rússneskra hermanna sem kallast meðal annars Fancy Bear en þeir hafa verið sakaðir um fjöldann allan af tölvuárásum á undanförnum árum. Þjóðverjar gáfu út handtökuskipun í síðustu viku eftir fimm ára rannsókn. Blaðamenn Sueddeutsche Zeitung segja Bandaríkin hafa hjálpað við rannsókna. Það gerðu Hollendingar einnig. Rannsókn Þjóðverja tók stakkaskiptum eftir að þeir fengu aðgang að tölvum og öðrum gögnum sem tekin voru af fjórum útsendurum GRU sem gómaðir voru við að reyna tölvuárás gegn Efnavopnastofnuninni í Haag í Hollandi. Sú tölvuárás var reynd skömmu eftir að Sergei Skripal og dóttir hans urðu fyrir rússnesku taugaeitri, sem skilgreint er sem gereyðingarvopn, á Bretlandi. Tveir útsendarar GRU hafa verið sakaðir um þá árás. Sjá einnig: Annar Rússinn opinberaður sem ofursti í GRU Tók langan tíma að tryggja öryggi Árásin á þingið hófst þann 30. apríl 2015. Fjöldi starfsmanna þingsins fengu tölvupóst á sama tíma sem leit út eins og hann kæmi frá Sameinuðu þjóðunum. Hann vísaði þar að auki á vefsíðu sem var látin líta út fyrir að tilheyra Sameinuðu þjóðunum. Hún gerði það þó ekki og starfsmenn þingsins smelltu á hlekkinn. Við það voru Rússar komnir með aðgang að tölvukerfi þingsins og á skömmum tíma náðu þeir í raun stjórn á kerfinu. Þann 11. maí varaði netöryggisfyrirtæki yfirvöld við því að tveir vefþjónar sem höfðu verið notaðir til tölvuárása hefðu tengst við tvær tölvur í Þýskalandi og að báðar þeirra hafi verið skráðar í þinghúsinu. Sérfræðingum tókst ekki að tryggja öryggi kerfisins aftur fyrr en 20. maí. Þá höfðu minnst 16 gígabæt af gögnum verið tekin þaðan og þar á meðal tugir þúsunda tölvupósta þingmanna.
Þýskaland Rússland Bandaríkin Holland Tölvuárásir Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira