Forstjóri almannavarna Svíþjóðar taldi jólaferð til Kanaríeyja nauðsynlega Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. janúar 2021 20:18 Dan Eliasson, forstjóri almannavarna í Svíþjóð. JANERIK HENRIKSSON/EPA Dan Eliasson, framkvæmdastjóri almannavarna í Svíþjóð, hefur verið harðlega gagnrýndur í heimalandinu fyrir ferð sína til Las Palmas um jólin. Sjálfur segir hann ferðina hafa verið nauðsynlega. Sænski miðillinn Expressen greinir frá og segir að almannvarnastofnun Svíþjóðar, MSB, sem leikið hefur stórt hlutverk í baráttu við útbreiðslu veirunnar í Svíþjóð, hafi ítrekað ráðið fólki frá óþarfa ferðalögum. Þar að auki hafi Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, bent á að ferðalög út fyrir landsteinana gætu verið varasöm þar sem ferðatakmarkanir mismunandi landa gætu breyst með litlum fyrirvara. Þrátt fyrir þetta virðist Eliasson hafa ákveðið að ferðast til Kanaríeyjunnar Las Palmas fyrir jólin. Frá þessu var greint á næst síðasta degi síðasta árs. Hann hefur nú tjáð sig um ferðalag sitt, sem hann segir hafa verið nauðsynlegt. „Ég komst að þeirri niðurstöðu að ferðalagið hafi verið nauðsynlegt. Ég á dóttur sem býr hér og starfar. Ég fagnaði jólunum með henni og fjölskyldu minni,“ hefur Expressen eftir Eliasson. Íhugaði ekki að hætta við eftir útgáfu nýrra ráðlegginga Expressen bendir þá á ráðleggingar Lýðheilsustofnunar Svíþjóðar um ferðalög sem gefnar voru út 14. desember, þar sem allir voru hvattir til þess að ferðast með fyllstu varúð og reyna að draga sem mest úr ferðalögum. Auk þess var fólk hvatt til þess að spyrja sig hvort fyrirhugaðar ferðir væru raunverulega nauðsynlegar. Eliasson kveðst hafa bókað ferðina, sem farin var 19. desember, tíu til fjórtán dögum fyrir brottför. Aðspurður kvaðst hann ekki hafa íhugað að hætta við ferðina eftir að lýðheilsustofnunin gaf út sínar ferðaráðleggingar. „Við verðum alltaf að forðast ónauðsynleg ferðalög. Ég er búinn að hætta við fjölda ferðalaga. En í þetta skiptið vildum við fagna jólunum saman,“ sagði Eliasson sem kvaðst hafa unnið í jólafríinu með hjálp fjarfundabúnaðar. Þá sagðist hann þegar hafa gert ráðstafanir um hvernig heimferðinni yrði háttað ef ferðatakmarkanir til Svíþjóðar eða frá Las Palmas myndu skyndilega breytast. Hann sagðist þá taka faraldur kórónuveirunnar afar alvarlega, en sagðist telja að Las Palmas væri einn öruggasti staðurinn í Evrópu með tilliti til þess. Eliasson var einnig spurður hvort hann teldi ferð sína réttlætanlega. „Algjörlega,“ svaraði Eliasson. Forsætisráðherrann einnig verið gagnrýndur Á dögunum fyrir jól var Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, harðlega gagnrýndur eftir að til hans sást í Gallerian, verslunarmiðstöð í miðborg Stokkhólms, tveimur dögum eftir að ríkisstjórn hans hvatti fólk til að forðast verslunarmiðstöðvar og hvers kyns mannmargar samkomur. Haft var eftir Mikael Lindström upplýsingafulltrúa Löfven að forsætisráðherra hafi verið í verslunarmiðstöðinni í „vandlega skipulögðum erindagjörðum“ umræddan dag. Expressen greindi þá frá því að hann hafi jafnframt gert sér ferð í Gallerian tvisvar áður í desember. Morgan Johansson dómsmálaráðherra Svía hefur einnig sætt gagnrýni eftir að hafa skellt sér á útsölur í Nova-verslanamiðstöðinni í Lundi á annan í jólum. Löfven, sem er samflokksmaður dómsmálaráðherrans, hafði í aðdraganda jóla sagt að falla ætti frá útsölum þetta árið vegna kórónuveirufaraldursins. Löfven sagði jafnframt að Johansson hefði verið „óvarkár“ með verslunarferð sinni. Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fór sjálfur í verslunarmiðstöð eftir að hafa beðið Svía að gera það ekki Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar fór í verslunarmiðstöðina Gallerian í miðborg Stokkhólms 20. desember síðastliðinn, tveimur dögum eftir að ríkisstjórn hans hvatti fólk til að forðast verslunarmiðstöðvar og hvers kyns mannmargar samkomur vegna faraldurs kórónuveiru. 29. desember 2020 17:36 Dómsmálaráðherra Svía sætir gagnrýni: Skrapp á útsölur til að kaupa jólagjöf handa mömmu og pabba Dómsmálaráðherra Svía sætir nú gagnrýni eftir að hafa skellt sér á útsölur í Nova-verslanamiðstöðinni í Lundi á annan í jólum. 28. desember 2020 10:27 Svíar takmarka samkomur við átta manns Sænsk stjórnvöld hafa boðað að frá og með 24. nóvember næstkomandi munu samkomutakmarkanir í landinu miða við átta manns. Að undanförnu hefur verið miðað við fimmtíu. 16. nóvember 2020 13:48 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Sænski miðillinn Expressen greinir frá og segir að almannvarnastofnun Svíþjóðar, MSB, sem leikið hefur stórt hlutverk í baráttu við útbreiðslu veirunnar í Svíþjóð, hafi ítrekað ráðið fólki frá óþarfa ferðalögum. Þar að auki hafi Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, bent á að ferðalög út fyrir landsteinana gætu verið varasöm þar sem ferðatakmarkanir mismunandi landa gætu breyst með litlum fyrirvara. Þrátt fyrir þetta virðist Eliasson hafa ákveðið að ferðast til Kanaríeyjunnar Las Palmas fyrir jólin. Frá þessu var greint á næst síðasta degi síðasta árs. Hann hefur nú tjáð sig um ferðalag sitt, sem hann segir hafa verið nauðsynlegt. „Ég komst að þeirri niðurstöðu að ferðalagið hafi verið nauðsynlegt. Ég á dóttur sem býr hér og starfar. Ég fagnaði jólunum með henni og fjölskyldu minni,“ hefur Expressen eftir Eliasson. Íhugaði ekki að hætta við eftir útgáfu nýrra ráðlegginga Expressen bendir þá á ráðleggingar Lýðheilsustofnunar Svíþjóðar um ferðalög sem gefnar voru út 14. desember, þar sem allir voru hvattir til þess að ferðast með fyllstu varúð og reyna að draga sem mest úr ferðalögum. Auk þess var fólk hvatt til þess að spyrja sig hvort fyrirhugaðar ferðir væru raunverulega nauðsynlegar. Eliasson kveðst hafa bókað ferðina, sem farin var 19. desember, tíu til fjórtán dögum fyrir brottför. Aðspurður kvaðst hann ekki hafa íhugað að hætta við ferðina eftir að lýðheilsustofnunin gaf út sínar ferðaráðleggingar. „Við verðum alltaf að forðast ónauðsynleg ferðalög. Ég er búinn að hætta við fjölda ferðalaga. En í þetta skiptið vildum við fagna jólunum saman,“ sagði Eliasson sem kvaðst hafa unnið í jólafríinu með hjálp fjarfundabúnaðar. Þá sagðist hann þegar hafa gert ráðstafanir um hvernig heimferðinni yrði háttað ef ferðatakmarkanir til Svíþjóðar eða frá Las Palmas myndu skyndilega breytast. Hann sagðist þá taka faraldur kórónuveirunnar afar alvarlega, en sagðist telja að Las Palmas væri einn öruggasti staðurinn í Evrópu með tilliti til þess. Eliasson var einnig spurður hvort hann teldi ferð sína réttlætanlega. „Algjörlega,“ svaraði Eliasson. Forsætisráðherrann einnig verið gagnrýndur Á dögunum fyrir jól var Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, harðlega gagnrýndur eftir að til hans sást í Gallerian, verslunarmiðstöð í miðborg Stokkhólms, tveimur dögum eftir að ríkisstjórn hans hvatti fólk til að forðast verslunarmiðstöðvar og hvers kyns mannmargar samkomur. Haft var eftir Mikael Lindström upplýsingafulltrúa Löfven að forsætisráðherra hafi verið í verslunarmiðstöðinni í „vandlega skipulögðum erindagjörðum“ umræddan dag. Expressen greindi þá frá því að hann hafi jafnframt gert sér ferð í Gallerian tvisvar áður í desember. Morgan Johansson dómsmálaráðherra Svía hefur einnig sætt gagnrýni eftir að hafa skellt sér á útsölur í Nova-verslanamiðstöðinni í Lundi á annan í jólum. Löfven, sem er samflokksmaður dómsmálaráðherrans, hafði í aðdraganda jóla sagt að falla ætti frá útsölum þetta árið vegna kórónuveirufaraldursins. Löfven sagði jafnframt að Johansson hefði verið „óvarkár“ með verslunarferð sinni.
Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fór sjálfur í verslunarmiðstöð eftir að hafa beðið Svía að gera það ekki Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar fór í verslunarmiðstöðina Gallerian í miðborg Stokkhólms 20. desember síðastliðinn, tveimur dögum eftir að ríkisstjórn hans hvatti fólk til að forðast verslunarmiðstöðvar og hvers kyns mannmargar samkomur vegna faraldurs kórónuveiru. 29. desember 2020 17:36 Dómsmálaráðherra Svía sætir gagnrýni: Skrapp á útsölur til að kaupa jólagjöf handa mömmu og pabba Dómsmálaráðherra Svía sætir nú gagnrýni eftir að hafa skellt sér á útsölur í Nova-verslanamiðstöðinni í Lundi á annan í jólum. 28. desember 2020 10:27 Svíar takmarka samkomur við átta manns Sænsk stjórnvöld hafa boðað að frá og með 24. nóvember næstkomandi munu samkomutakmarkanir í landinu miða við átta manns. Að undanförnu hefur verið miðað við fimmtíu. 16. nóvember 2020 13:48 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Fór sjálfur í verslunarmiðstöð eftir að hafa beðið Svía að gera það ekki Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar fór í verslunarmiðstöðina Gallerian í miðborg Stokkhólms 20. desember síðastliðinn, tveimur dögum eftir að ríkisstjórn hans hvatti fólk til að forðast verslunarmiðstöðvar og hvers kyns mannmargar samkomur vegna faraldurs kórónuveiru. 29. desember 2020 17:36
Dómsmálaráðherra Svía sætir gagnrýni: Skrapp á útsölur til að kaupa jólagjöf handa mömmu og pabba Dómsmálaráðherra Svía sætir nú gagnrýni eftir að hafa skellt sér á útsölur í Nova-verslanamiðstöðinni í Lundi á annan í jólum. 28. desember 2020 10:27
Svíar takmarka samkomur við átta manns Sænsk stjórnvöld hafa boðað að frá og með 24. nóvember næstkomandi munu samkomutakmarkanir í landinu miða við átta manns. Að undanförnu hefur verið miðað við fimmtíu. 16. nóvember 2020 13:48