Rúmlega tíu milljónir barna við hungurmörk Heimsljós 4. janúar 2021 11:05 UNICEF Óttast er um velferð rúmlega tíu mílljóna barna í fimm heimshlutum. Mikil þörf á mannúðaraðstoð vegna yfirvofandi hungursneyðar. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, óttast mjög um heilsu og velferð rúmlega tíu milljóna barna sem að óbreyttu draga fram lífið við hungurmörk á þessu ári í fimm heimshlutum, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, norðausturhluta Nígeríu, miðhluta Sahel-svæðisins – Búrkina Fasó, Níger og Malí, Suður Súdan og Jemen. Í öllum þessum ríkjum er mikil þörf á mannúðaraðstoð og síaukinn matvælaskortur, auk banvænnar farsóttar og yfirvofandi hungursneyðar. „Fyrir þjóðir sem búa við afleiðingar stríðsátaka, hamfara og loftslagsbreytinga hefur COVID-19 breytt næringarskorti í yfirvofandi stórslys,“ segir Henrietta Fore framkvæmdastýra UNICEF í frétt frá samtökunum. „Fjölskyldur eru þegar í erfiðleikum með að fæða börnin sín og allir í fjölskyldunni lifa við hungurmörk. Við getum ekki látið þau vera gleymdu fórnarlömb ársins 2020.“ UNICEF hvetur alþjóðasamfélagið og mannúðarsamtök á vettvangi að auka stuðning við lífsnauðsynlega þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra í þessum heimshlutum og víðar þar sem þörf á aðhlynningu varðandi næringu, heilsu, vatn og hreinlæti. UNICEF hefur kallað eftir rúmlega einum milljarði Bandaríkjadala til að styðja lífsbjargandi aðgerðir á þessu ári fyrir börn í þeim heimshlutum þar sem ástandið er alvarlegast. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent
UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, óttast mjög um heilsu og velferð rúmlega tíu milljóna barna sem að óbreyttu draga fram lífið við hungurmörk á þessu ári í fimm heimshlutum, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, norðausturhluta Nígeríu, miðhluta Sahel-svæðisins – Búrkina Fasó, Níger og Malí, Suður Súdan og Jemen. Í öllum þessum ríkjum er mikil þörf á mannúðaraðstoð og síaukinn matvælaskortur, auk banvænnar farsóttar og yfirvofandi hungursneyðar. „Fyrir þjóðir sem búa við afleiðingar stríðsátaka, hamfara og loftslagsbreytinga hefur COVID-19 breytt næringarskorti í yfirvofandi stórslys,“ segir Henrietta Fore framkvæmdastýra UNICEF í frétt frá samtökunum. „Fjölskyldur eru þegar í erfiðleikum með að fæða börnin sín og allir í fjölskyldunni lifa við hungurmörk. Við getum ekki látið þau vera gleymdu fórnarlömb ársins 2020.“ UNICEF hvetur alþjóðasamfélagið og mannúðarsamtök á vettvangi að auka stuðning við lífsnauðsynlega þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra í þessum heimshlutum og víðar þar sem þörf á aðhlynningu varðandi næringu, heilsu, vatn og hreinlæti. UNICEF hefur kallað eftir rúmlega einum milljarði Bandaríkjadala til að styðja lífsbjargandi aðgerðir á þessu ári fyrir börn í þeim heimshlutum þar sem ástandið er alvarlegast. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent