Kristinn um úrskurðinn í máli Assange: „Ákvörðunin var rétt en á röngum forsendum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. janúar 2021 23:25 Kristinn fagnar tíðindum dagsins í máli Assange en segir baráttunni hvergi nærri lokið. Jack Taylor/Getty Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segist finna fyrir miklum stuðningi við málstað Julians Assange, stofnanda Wikileaks. Í dag úrskurðaði dómari í dómsmáli gegn þeim síðarnefnda, um að hann skyldi ekki framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Assange á yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsisdóm í Bandaríkjunum vegna ákæra fyrir samsæri um tölvuinnbrot og njósnir þar í landi. Ákærurnar má rekja til birtingar Wikileaks á hundruð þúsunda skjala Bandaríkjahers og utanríkisþjónustunnar árið 2010. Skjölunum var lekið til samtakanna af Chelsea Manning. „Ég finn fyrir miklum skilningi á því hvað þessi slagur Julians við pólitíska ákæruvaldið í henni Ameríku er mikið alvörumál og hvaða afleiðingar það hefur ef hann er framseldur. Dómari málsins tók nokkuð djarfa ákvörðun í dag. Ákvörðunin var rétt en á röngum forsendum. Eftir standa óleyst álitamál um starfsmumhverfi blaðamanna og rétt þeirra til að birta upplýsingar,“ skrifar Kristinn á Facebook-síðu sinni í kvöld. Hann segir þá gott að finna að samtök blaðamanna og samtök um frjálsa fjölmiðlun „sjái alvöruna í málinu.“ Ósammála forsendunum en ánægður með úrskurðinn Þá rekir Kristinn lagatæknilega hlið málsins og segir að þingheimur í Bretlandi virðist vera að vakna til vitundar um úrskurðinn. „Allt í einu liggur fyrir dómsúrskurður þar sem vægast sagt umdeild túlkun sprettur fram á framsalslögum í Bretlandi, framsalsamningnum við Bandaríkin og túlkun á bresku leyndarlöggjöfinni (Official Secrets Acts). Ástæðan fyrir því að þetta er dregið fram er það lagatæknilega atriði sem kallast „dual criminality“ það er, dómari verður að úrskurða í framsalsmálum að meint brot í landinu sem krefst framsals verður að teljast sambærilegt lögbrot í landinu sem beðið er um að framselja,“ skrifar Kristinn. Dómarinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að ákæruatriðin í málinu gegn Assange ættu sér hliðstæða túlkun í breskum rétti. Kveðst Kristinn ekki viss um að blaðamönnum þar í landi hugnist sú túlkun dómarans. Hann segir engu að síður þakkarvert að dómarinn hafi úrskurðað Assange í vil „þó aðeins sé á forsendum mannúðar,“ og segir það talsverðan sigur í málinu. Mikill slagur fram undan Kristinn segir næsta slag í málinu felast í því að fá Assange lausan úr varðhaldi og berjast gegn áfrýjun lögmanna bandaríska ríkisins, en úrskurðinum sem birtur var í dag hefur verður áfrýjað til London High Court, og að öllum líkindum því næst til Hæstaréttar Breglands. Kristinn segir að þrátt fyrir úrskurðinn sé enn fjöldi óvissumála sem berjast þurfi fyrir og að miklir hagsmunir séu undir. „Stundum hef ég viðrað þetta við fólk sem yppir öxlum og segist heldur vilja einbeita sér að öðrum mikilsverðum málum, verndun umhverfisins, jafnréttismálum [og svo framvegis]. Í þeim tilfellum bendi ég á að það er vandasamt að berjast fyrir nokkrum slíkum málum ef við missum frelsi til tjáningar og frelsi til birtingar. Mannréttindi eru vopn sem við þurfum til sjálfsvarnar. Við megum ekki láta slá þau úr höndunum á okkur,“ segir Kristinn að lokum. WikiLeaks Bretland Bandaríkin Mál Julians Assange Tengdar fréttir Assange ekki framseldur til Bandaríkjanna Julian Assange, stofnandi Wikileaks, verður ekki framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Þessi úrskurður bresks dómara var opinberaður fyrir skömmu. Assange, sem er 49 ára gamall, á allt að 175 ára fangelsi yfir höfði sér í Bandaríkjunum. 4. janúar 2021 11:03 Assange skipað að hafa sig hægan í dómsal Dómari í London varaði Julian Assange, stofnanda Wikileaks við því að hann yrði fjarlægður úr dómsal og réttað yrði yfir honum fjarstöddum ef hann héldi áfram að trufla réttarhöldin í dag. 8. september 2020 13:26 Dagur mikilla vonbrigða Réttarhöld yfir Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, hófust á ný í Lundúnum í dag. 7. september 2020 19:00 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Assange á yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsisdóm í Bandaríkjunum vegna ákæra fyrir samsæri um tölvuinnbrot og njósnir þar í landi. Ákærurnar má rekja til birtingar Wikileaks á hundruð þúsunda skjala Bandaríkjahers og utanríkisþjónustunnar árið 2010. Skjölunum var lekið til samtakanna af Chelsea Manning. „Ég finn fyrir miklum skilningi á því hvað þessi slagur Julians við pólitíska ákæruvaldið í henni Ameríku er mikið alvörumál og hvaða afleiðingar það hefur ef hann er framseldur. Dómari málsins tók nokkuð djarfa ákvörðun í dag. Ákvörðunin var rétt en á röngum forsendum. Eftir standa óleyst álitamál um starfsmumhverfi blaðamanna og rétt þeirra til að birta upplýsingar,“ skrifar Kristinn á Facebook-síðu sinni í kvöld. Hann segir þá gott að finna að samtök blaðamanna og samtök um frjálsa fjölmiðlun „sjái alvöruna í málinu.“ Ósammála forsendunum en ánægður með úrskurðinn Þá rekir Kristinn lagatæknilega hlið málsins og segir að þingheimur í Bretlandi virðist vera að vakna til vitundar um úrskurðinn. „Allt í einu liggur fyrir dómsúrskurður þar sem vægast sagt umdeild túlkun sprettur fram á framsalslögum í Bretlandi, framsalsamningnum við Bandaríkin og túlkun á bresku leyndarlöggjöfinni (Official Secrets Acts). Ástæðan fyrir því að þetta er dregið fram er það lagatæknilega atriði sem kallast „dual criminality“ það er, dómari verður að úrskurða í framsalsmálum að meint brot í landinu sem krefst framsals verður að teljast sambærilegt lögbrot í landinu sem beðið er um að framselja,“ skrifar Kristinn. Dómarinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að ákæruatriðin í málinu gegn Assange ættu sér hliðstæða túlkun í breskum rétti. Kveðst Kristinn ekki viss um að blaðamönnum þar í landi hugnist sú túlkun dómarans. Hann segir engu að síður þakkarvert að dómarinn hafi úrskurðað Assange í vil „þó aðeins sé á forsendum mannúðar,“ og segir það talsverðan sigur í málinu. Mikill slagur fram undan Kristinn segir næsta slag í málinu felast í því að fá Assange lausan úr varðhaldi og berjast gegn áfrýjun lögmanna bandaríska ríkisins, en úrskurðinum sem birtur var í dag hefur verður áfrýjað til London High Court, og að öllum líkindum því næst til Hæstaréttar Breglands. Kristinn segir að þrátt fyrir úrskurðinn sé enn fjöldi óvissumála sem berjast þurfi fyrir og að miklir hagsmunir séu undir. „Stundum hef ég viðrað þetta við fólk sem yppir öxlum og segist heldur vilja einbeita sér að öðrum mikilsverðum málum, verndun umhverfisins, jafnréttismálum [og svo framvegis]. Í þeim tilfellum bendi ég á að það er vandasamt að berjast fyrir nokkrum slíkum málum ef við missum frelsi til tjáningar og frelsi til birtingar. Mannréttindi eru vopn sem við þurfum til sjálfsvarnar. Við megum ekki láta slá þau úr höndunum á okkur,“ segir Kristinn að lokum.
WikiLeaks Bretland Bandaríkin Mál Julians Assange Tengdar fréttir Assange ekki framseldur til Bandaríkjanna Julian Assange, stofnandi Wikileaks, verður ekki framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Þessi úrskurður bresks dómara var opinberaður fyrir skömmu. Assange, sem er 49 ára gamall, á allt að 175 ára fangelsi yfir höfði sér í Bandaríkjunum. 4. janúar 2021 11:03 Assange skipað að hafa sig hægan í dómsal Dómari í London varaði Julian Assange, stofnanda Wikileaks við því að hann yrði fjarlægður úr dómsal og réttað yrði yfir honum fjarstöddum ef hann héldi áfram að trufla réttarhöldin í dag. 8. september 2020 13:26 Dagur mikilla vonbrigða Réttarhöld yfir Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, hófust á ný í Lundúnum í dag. 7. september 2020 19:00 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Assange ekki framseldur til Bandaríkjanna Julian Assange, stofnandi Wikileaks, verður ekki framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Þessi úrskurður bresks dómara var opinberaður fyrir skömmu. Assange, sem er 49 ára gamall, á allt að 175 ára fangelsi yfir höfði sér í Bandaríkjunum. 4. janúar 2021 11:03
Assange skipað að hafa sig hægan í dómsal Dómari í London varaði Julian Assange, stofnanda Wikileaks við því að hann yrði fjarlægður úr dómsal og réttað yrði yfir honum fjarstöddum ef hann héldi áfram að trufla réttarhöldin í dag. 8. september 2020 13:26
Dagur mikilla vonbrigða Réttarhöld yfir Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, hófust á ný í Lundúnum í dag. 7. september 2020 19:00