Yrði hissa ef tengsl væru á milli bóluefnis og andláta Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. janúar 2021 18:30 Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar Vísir/Vilhelm Fyrstu niðurstöður rannsóknar á því hvort fjögur andlát megi rekja til bólusetningar við Covid-19 eiga að liggja fyrir í næstu viku. Forstjóri íslenskrar erfðagreiningar er hræddur um að málið verði til þess að fólk láti síður bólusetja sig. Landlæknir, sóttvarnalæknir og forstjóri Lyfjastofnunar hafa ákveðið að fá tvö sérfræðilækna á sviði öldrunar til að rannsaka fimm alvarlegar tilkynningar til Lyfjastofnunar um aukaverkanir bólusetningar við Covid-19, þar af fjögur andlát. Frumniðurstöður eiga að liggja fyrir innan viku til tíu daga. Tilkynningarnar varða aldraða einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma sem búa á hjúkrunarheimilum. „Ég held að við þurfum að hafa mynd af því og ákvörðun í samræmi við það um hvort við eigum að gefa öldruðum seinni skammtinn eða hvort við eigum að nota einhverja aðra nálgun í þetta,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Öllum íbúum á hjúkrunarheimilum og á öldrunarlækningadeildum var boðin bólusetning í síðustu viku og þáðu hana langflestir, eða 2.900 manns. Þórólfur bendir á að hér sé verið að bólusetja viðkvæmasta hóp samfélagsins. „Við þurfum náttúrulega að hafa í huga að það deyja á hjúkrunarheimilum um tíu til tuttugu einstaklingar í hverri viku.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Þórólfur segist ekki hafa heyrt af sambærilegum tilkynningum erlendis. Kallað verður eftir upplýsingum frá Norðurlöndum og Lyfjastofnun Evrópu um hvort dauðsföllum hjá öldruðum hafi fjölgað eftir bólusetningu og eins verður það skoðað hér á landi. Ekki liggi fyrir miklar rannsóknir á áhrifum bólusetningar á fólk með undirliggjandi sjúkdóma. „Þannig kannski erum við að sjá eitthvað nýtt í þessu sem ekki hefur sést áður,“ segir hann. Hræddur um að málið breyti viðhorfi fólks til bólusetninga Kári Stefánsson, fortjóri íslenskrar erfðagreiningar, telur ólíklegt að andlátin tengist bólusetningu. „Ég yrði voða hissa ef það reyndust einhver slík tengsl.“ „Það er ákveðið að bólusetja stóran hóp af fólki sem er mjög aldrað eða mjög veikt fyrir. Það er engin spurning um að fólk í þessum hópi hefur tilhneigingu til að lasnast og tilhneigingu til að deyja. Þetta bóluefni ver fólk ekki fyrir öðru en Covid-19. Það ver það ekki gegn öðrum sjúkdómum og svo sannarlega ekki fyrir dauðanum.“ Hann telur þessi mál ekki eiga að breyta viðhorfi fólks til bólusetningarinnar. „Ég er hræddur um að þetta hafi þau áhrif að það séu einhverjir í íslensku samfélagi sem vilja nú ekki láta bólusetja sig vegna þess að þeir eru hræddir um að það muni vega að lífslíkum þeirra. Sem er mjög óheppilegt.“ „Það er núna búið að bólusetja nokkrar milljónir manna með þessu bóluefni og ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að þetta vegi að heilsu þeirra,“ segir Kári. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir fulla ástæðu til að fara vel yfir málið og vonar að þátttaka í bólusetningum haldist góð. „Ég hef ekki áhyggjur af því að það dragi úr viljanum til bólusetninga. Á Íslandi höfum við verið mjög viljug til þess að fara í bólusetningu. Og enn sem komið er staðan þannig. Það skiptir ekki bara máli fyrir okkur hvert og eitt heldur einnig fyrir samfélagið allt að þátttakan sé áfram almenn,“ segir Svandís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira
Landlæknir, sóttvarnalæknir og forstjóri Lyfjastofnunar hafa ákveðið að fá tvö sérfræðilækna á sviði öldrunar til að rannsaka fimm alvarlegar tilkynningar til Lyfjastofnunar um aukaverkanir bólusetningar við Covid-19, þar af fjögur andlát. Frumniðurstöður eiga að liggja fyrir innan viku til tíu daga. Tilkynningarnar varða aldraða einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma sem búa á hjúkrunarheimilum. „Ég held að við þurfum að hafa mynd af því og ákvörðun í samræmi við það um hvort við eigum að gefa öldruðum seinni skammtinn eða hvort við eigum að nota einhverja aðra nálgun í þetta,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Öllum íbúum á hjúkrunarheimilum og á öldrunarlækningadeildum var boðin bólusetning í síðustu viku og þáðu hana langflestir, eða 2.900 manns. Þórólfur bendir á að hér sé verið að bólusetja viðkvæmasta hóp samfélagsins. „Við þurfum náttúrulega að hafa í huga að það deyja á hjúkrunarheimilum um tíu til tuttugu einstaklingar í hverri viku.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Þórólfur segist ekki hafa heyrt af sambærilegum tilkynningum erlendis. Kallað verður eftir upplýsingum frá Norðurlöndum og Lyfjastofnun Evrópu um hvort dauðsföllum hjá öldruðum hafi fjölgað eftir bólusetningu og eins verður það skoðað hér á landi. Ekki liggi fyrir miklar rannsóknir á áhrifum bólusetningar á fólk með undirliggjandi sjúkdóma. „Þannig kannski erum við að sjá eitthvað nýtt í þessu sem ekki hefur sést áður,“ segir hann. Hræddur um að málið breyti viðhorfi fólks til bólusetninga Kári Stefánsson, fortjóri íslenskrar erfðagreiningar, telur ólíklegt að andlátin tengist bólusetningu. „Ég yrði voða hissa ef það reyndust einhver slík tengsl.“ „Það er ákveðið að bólusetja stóran hóp af fólki sem er mjög aldrað eða mjög veikt fyrir. Það er engin spurning um að fólk í þessum hópi hefur tilhneigingu til að lasnast og tilhneigingu til að deyja. Þetta bóluefni ver fólk ekki fyrir öðru en Covid-19. Það ver það ekki gegn öðrum sjúkdómum og svo sannarlega ekki fyrir dauðanum.“ Hann telur þessi mál ekki eiga að breyta viðhorfi fólks til bólusetningarinnar. „Ég er hræddur um að þetta hafi þau áhrif að það séu einhverjir í íslensku samfélagi sem vilja nú ekki láta bólusetja sig vegna þess að þeir eru hræddir um að það muni vega að lífslíkum þeirra. Sem er mjög óheppilegt.“ „Það er núna búið að bólusetja nokkrar milljónir manna með þessu bóluefni og ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að þetta vegi að heilsu þeirra,“ segir Kári. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir fulla ástæðu til að fara vel yfir málið og vonar að þátttaka í bólusetningum haldist góð. „Ég hef ekki áhyggjur af því að það dragi úr viljanum til bólusetninga. Á Íslandi höfum við verið mjög viljug til þess að fara í bólusetningu. Og enn sem komið er staðan þannig. Það skiptir ekki bara máli fyrir okkur hvert og eitt heldur einnig fyrir samfélagið allt að þátttakan sé áfram almenn,“ segir Svandís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira