Kim sagði efnahagsstefnu sína vera misheppnaða Samúel Karl Ólason skrifar 6. janúar 2021 08:37 Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. AP/KCNA Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, opnaði nýtt flokksþing Verkamannaflokks landsins á því að viðurkenna að efnahagsstefna hans væri misheppnuð. Í opnunarræðu sinni sagði hann að þau markmið sem hann setti á flokksþingi fyrir fimm árum væru fjarri því að hafa náðst á nánast öllum sviðum. Í ræðunni sagði Kim einnig að vandi Norður-Kóreu væri fordæmalaus og sá versti í sögu ríkisins. KCNA, ríkismiðill einræðisríkisins, hefur eftir Kim að aukin sjálfbærni sé nauðsynleg í Norður-Kóreu og þeir sigrar sem hafi unnist megi ekki tapast og þau mistök sem hafi átt sér stað megi ekki endurtaka sig. Flokksþingið er einn stærsti áróðursviðburður Norður-Kóreu en sérfræðingar sem AP fréttaveitan hefur rætt við segja ólíklegt að lausn við vandamálum ríkisins finnist þar. Þau stafi nánast öll af ömurlegri efnahagsstjórn undanfarinnar áratuga og kostnaðarsamri kjarnorkuvopnaáætlun sem Kim hefur lagt gífurlega áherslu á. Þar að auki hafa umfangsmiklar viðskiptaþvinganir verið lagðar á Norður-Kóreu vegna þeirrar kjarnorkuvopnaáætlunar. Sjá einnig: Nýtt flokksþing í skugga efnahagsvandræða Kim hefur þrisvar sinnum fundað með Donald Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, en þær viðræður hafa litlum árangri skilað. Norður-Kóreumenn krefjast þess að losna við þvinganir áður en þeir taka skref í átt að afvopnun en það hafa Bandaríkjamenn ekki viljað og kalla þeir eftir því að einræðisstjórn Kim láti fyrst af vopnum sínum. Samvkæmt Yonhap fréttaveitunni nefndi Kim hvorki Bandaríkin né Suður-Kóreu í ræðu sinni og hefur hann ekki enn tjáð sig um sigur Joe Biden í forsetakosningum síðasta árs. Í frétt AP segir þó að Biden, sem tekur við embætti þann 20. janúar, muni líklega viðhalda þvingunum gegn Norður-Kóreu þar til skref í átt að afvopnun verði tekin. Norður-Kórea Tengdar fréttir Kim sagður reiður og óskynsamur Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, er sagður vera reiður þessa dagana og hafa tekið óskynsamar ákvarðanir. Hann er sagður undir miklum þrýstingi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og versnandi stöðu hagkerfis landsins. 27. nóvember 2020 12:53 Kim grét, baðst afsökunar og sýndi ný vopn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, táraðist og baðst hann afsökunar á þeim harðindum sem þegnar hans hafa þurft að ganga í gegnum að undanförnu. 12. október 2020 12:03 Kim Jong Un sendi Donald Trump „ástarbréf“ Í leynilegu bréfi sem Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi Donald Trump Bandaríkjaforseta í desember 2018 líkir hann sambandi þeirra félaga við blómstrandi Hollywood-ástarsamband. 1. október 2020 18:40 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Í ræðunni sagði Kim einnig að vandi Norður-Kóreu væri fordæmalaus og sá versti í sögu ríkisins. KCNA, ríkismiðill einræðisríkisins, hefur eftir Kim að aukin sjálfbærni sé nauðsynleg í Norður-Kóreu og þeir sigrar sem hafi unnist megi ekki tapast og þau mistök sem hafi átt sér stað megi ekki endurtaka sig. Flokksþingið er einn stærsti áróðursviðburður Norður-Kóreu en sérfræðingar sem AP fréttaveitan hefur rætt við segja ólíklegt að lausn við vandamálum ríkisins finnist þar. Þau stafi nánast öll af ömurlegri efnahagsstjórn undanfarinnar áratuga og kostnaðarsamri kjarnorkuvopnaáætlun sem Kim hefur lagt gífurlega áherslu á. Þar að auki hafa umfangsmiklar viðskiptaþvinganir verið lagðar á Norður-Kóreu vegna þeirrar kjarnorkuvopnaáætlunar. Sjá einnig: Nýtt flokksþing í skugga efnahagsvandræða Kim hefur þrisvar sinnum fundað með Donald Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, en þær viðræður hafa litlum árangri skilað. Norður-Kóreumenn krefjast þess að losna við þvinganir áður en þeir taka skref í átt að afvopnun en það hafa Bandaríkjamenn ekki viljað og kalla þeir eftir því að einræðisstjórn Kim láti fyrst af vopnum sínum. Samvkæmt Yonhap fréttaveitunni nefndi Kim hvorki Bandaríkin né Suður-Kóreu í ræðu sinni og hefur hann ekki enn tjáð sig um sigur Joe Biden í forsetakosningum síðasta árs. Í frétt AP segir þó að Biden, sem tekur við embætti þann 20. janúar, muni líklega viðhalda þvingunum gegn Norður-Kóreu þar til skref í átt að afvopnun verði tekin.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Kim sagður reiður og óskynsamur Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, er sagður vera reiður þessa dagana og hafa tekið óskynsamar ákvarðanir. Hann er sagður undir miklum þrýstingi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og versnandi stöðu hagkerfis landsins. 27. nóvember 2020 12:53 Kim grét, baðst afsökunar og sýndi ný vopn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, táraðist og baðst hann afsökunar á þeim harðindum sem þegnar hans hafa þurft að ganga í gegnum að undanförnu. 12. október 2020 12:03 Kim Jong Un sendi Donald Trump „ástarbréf“ Í leynilegu bréfi sem Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi Donald Trump Bandaríkjaforseta í desember 2018 líkir hann sambandi þeirra félaga við blómstrandi Hollywood-ástarsamband. 1. október 2020 18:40 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Kim sagður reiður og óskynsamur Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, er sagður vera reiður þessa dagana og hafa tekið óskynsamar ákvarðanir. Hann er sagður undir miklum þrýstingi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og versnandi stöðu hagkerfis landsins. 27. nóvember 2020 12:53
Kim grét, baðst afsökunar og sýndi ný vopn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, táraðist og baðst hann afsökunar á þeim harðindum sem þegnar hans hafa þurft að ganga í gegnum að undanförnu. 12. október 2020 12:03
Kim Jong Un sendi Donald Trump „ástarbréf“ Í leynilegu bréfi sem Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi Donald Trump Bandaríkjaforseta í desember 2018 líkir hann sambandi þeirra félaga við blómstrandi Hollywood-ástarsamband. 1. október 2020 18:40