„Það sem ég hélt að væri uppgjöf var í rauninni byrjunin á nýju lífi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 7. janúar 2021 10:30 Dæja varð að skipta um föt í fataskápnum nokkrum sinnum. Dagbjört Margrét Pálsdóttir eða Dæja eins og hún er alltaf kölluð barðist lengi vel við aukakílóin. Hún er einstæð tveggja barna móðir og framkvæmdarstjóri hjá Þjóðskrá Íslands. Hún segir að leiðin að betri heilsu hafi verið löng og ströng en hún hefur létt sig um 65 kíló. „Ég var ekki í formi, aldrei ánægð og leið ekki vel. Ég hef gert margar mjög heiðarlegar tilraunir til þess að breyta um lífsstíl og það hefur stundum gengið vel en aldrei náð þeim árangri sem ég var sátt við,“ segir Dæja í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Svo er það þannig að árið 2017 í apríl fer ég til Tenerife og deginum áður er ég inni í mátunarklefa í einni verslun að reyna finna mér sundföt og það gekk ekki vel. Ég var orðin 122 kíló og ég er 162 sentímetrar á hæð. Ég flýg út og átti erfitt með að koma beltinu utan um mig og var alveg á mörkunum að þurfa framlengingu og það var ekki mikil gleði þennan dag á leiðinni til Tenerife,“ segir Dæja sem kveið þarna mjög fyrir ferðalaginu, að setja í flugsætið, spenna beltið og svo leggjast á bekkina ytra. Vonandi þekkir hann mig ekki „Ég fer á sólbekkinn fyrsta daginn í sundfötunum sem ég hafði fundið á mig og sé þá gamlan félaga sem hafði verið með mér í grunnskóla í fínu formi með konunni sinni. Ég man að ég hugsaði, guð ég vona að hann þekki mig ekki. Mig langar ekki að heilsa honum og mig langar ekki að neinn sjái mig svona. Mig langaði að enginn myndi þekkja mig þarna.“ Maðurinn þekkti Dæju vel og þau heilsuðust en á þessum tímapunkti gerðist eitthvað innra með henni. Hana langaði ekki að líða svona aftur og tilfinningin var eitthvað öðruvísi að þessu sinni. Hún hefur strax samband við lækni um hugsanlega magaermisaðgerð. Dæja hreyfir sig reglulega í dag. „Ég fæ tíma um leið og ég kem heim og fæ þar frábæra ráðgjöf og tek ákvörðun um að fara í aðgerðin,“ segir Dæja en hún hafði áður hugsað um þessa aðgerð en aldrei þorað enda um inngrip og ekki alveg hættulaust. „Það sem ég hélt að væri uppgjöf var í rauninni byrjunin á nýju lífi.“ Dæja vaknaði eftir aðgerðina og leið strax vel en þannig er það ekki hjá öllum en var í hennar tilfelli. Hún fékk áframhaldandi ráðgjöf varðandi hreyfingu og næringu og segist þarna hafa verið staðráðin í að gera þetta af fullum krafti. Sorglegt að hún fái í dag betra viðmót frá fólki „Núna í apríl eru komin fjögur ár og ég er búin að missa 65 kíló og mér hefur aldrei liðið betur,“ segir Dæja sem segist í dag geta gert hluti sem hún gat sjaldan gert. „Einhverjir svona hlutir eins og að fara inn á líkamsræktarstöð og tekið þátt í æfingum sem ég gat ekki gert hérna áður er auðvitað rosalega góð tilfinning. Ég get farið inn í búðir og keypt mér föt sem mig langar í.“ Hún segist fá betra viðmót frá öðru fólki í dag. „Það er auðvitað pínu sorglegt, útlitið á ekki að skipta öllu máli en það gerir það. Sjálfstraustið hefur aukist og ég er að stíga inn í hluti sem ég hef ekki þorað að gera áður.“ Dæja segir að veskið hafi fengið að finna fyrir breytingunni enda hafi hún þurft að skipta um fataskáp nokkrum sinnum. „Mér leið illa en ég var samt ekkert veik þannig og var alveg heilsuhraust. Það var samt stutt í það að eitthvað myndi fara gefa sig,“ segir Dæja en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Heilsa Ísland í dag Mest lesið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira
„Ég var ekki í formi, aldrei ánægð og leið ekki vel. Ég hef gert margar mjög heiðarlegar tilraunir til þess að breyta um lífsstíl og það hefur stundum gengið vel en aldrei náð þeim árangri sem ég var sátt við,“ segir Dæja í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Svo er það þannig að árið 2017 í apríl fer ég til Tenerife og deginum áður er ég inni í mátunarklefa í einni verslun að reyna finna mér sundföt og það gekk ekki vel. Ég var orðin 122 kíló og ég er 162 sentímetrar á hæð. Ég flýg út og átti erfitt með að koma beltinu utan um mig og var alveg á mörkunum að þurfa framlengingu og það var ekki mikil gleði þennan dag á leiðinni til Tenerife,“ segir Dæja sem kveið þarna mjög fyrir ferðalaginu, að setja í flugsætið, spenna beltið og svo leggjast á bekkina ytra. Vonandi þekkir hann mig ekki „Ég fer á sólbekkinn fyrsta daginn í sundfötunum sem ég hafði fundið á mig og sé þá gamlan félaga sem hafði verið með mér í grunnskóla í fínu formi með konunni sinni. Ég man að ég hugsaði, guð ég vona að hann þekki mig ekki. Mig langar ekki að heilsa honum og mig langar ekki að neinn sjái mig svona. Mig langaði að enginn myndi þekkja mig þarna.“ Maðurinn þekkti Dæju vel og þau heilsuðust en á þessum tímapunkti gerðist eitthvað innra með henni. Hana langaði ekki að líða svona aftur og tilfinningin var eitthvað öðruvísi að þessu sinni. Hún hefur strax samband við lækni um hugsanlega magaermisaðgerð. Dæja hreyfir sig reglulega í dag. „Ég fæ tíma um leið og ég kem heim og fæ þar frábæra ráðgjöf og tek ákvörðun um að fara í aðgerðin,“ segir Dæja en hún hafði áður hugsað um þessa aðgerð en aldrei þorað enda um inngrip og ekki alveg hættulaust. „Það sem ég hélt að væri uppgjöf var í rauninni byrjunin á nýju lífi.“ Dæja vaknaði eftir aðgerðina og leið strax vel en þannig er það ekki hjá öllum en var í hennar tilfelli. Hún fékk áframhaldandi ráðgjöf varðandi hreyfingu og næringu og segist þarna hafa verið staðráðin í að gera þetta af fullum krafti. Sorglegt að hún fái í dag betra viðmót frá fólki „Núna í apríl eru komin fjögur ár og ég er búin að missa 65 kíló og mér hefur aldrei liðið betur,“ segir Dæja sem segist í dag geta gert hluti sem hún gat sjaldan gert. „Einhverjir svona hlutir eins og að fara inn á líkamsræktarstöð og tekið þátt í æfingum sem ég gat ekki gert hérna áður er auðvitað rosalega góð tilfinning. Ég get farið inn í búðir og keypt mér föt sem mig langar í.“ Hún segist fá betra viðmót frá öðru fólki í dag. „Það er auðvitað pínu sorglegt, útlitið á ekki að skipta öllu máli en það gerir það. Sjálfstraustið hefur aukist og ég er að stíga inn í hluti sem ég hef ekki þorað að gera áður.“ Dæja segir að veskið hafi fengið að finna fyrir breytingunni enda hafi hún þurft að skipta um fataskáp nokkrum sinnum. „Mér leið illa en ég var samt ekkert veik þannig og var alveg heilsuhraust. Það var samt stutt í það að eitthvað myndi fara gefa sig,“ segir Dæja en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Heilsa Ísland í dag Mest lesið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira