Kennarar og nemendur vilja fá að ráða mætingu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. janúar 2021 19:03 Guðjón Hreinn Hauksson, formaður Félags framhaldsskólakennara, og Ásta María Vestmann, nemandi í 6. bekk í Menntaskólanum í Reykjavík, sem sat í ráðgjafahóp vegna faraldursins. Vísir Félag framhaldsskólakennara hefur farið fram á við menntamálaráðherra að kennarar geti valið um staðkennslu eða fjarkennslu eftir aðstæðum. Þá vilja framhaldsskólakennarar færast ofar á forgangslista bóluefnis við kórónaveirunni. Hluti nemenda í Menntaskólanum í Reykjavík vill einnig sveigjanleika í námi. Margir framhaldsskólar voru opnaðir á ný fyrir staðnámi í vikunni eftir að reglur um takmarkanir á skólahaldi voru rýmkaðar. Félag framhaldsskóla hefur lýst yfir áhyggjum af brattir opnun skólanna. Guðjón Hreinn Hauksson er formaður Félags framhaldsskólakennara. „Fyrir viku þá voru allir að passa sína jólakúlu og hittu aðeins sína nánustu. Núna þarf fólk að fara út í skólanna og hitta kannski 200 manns,“ segir Guðjón. Hann segir að stjórn félagsins hafi hitt menntamálaráðherra í á þriðjudag þar sem farið var fram á að kennarar sem treysta sér ekki vegna aðstæðna í staðkennslu gætu valið fjarkennslu. Þá hafi verið rætt um að kennarar færðust ofar í forgang þegar kemur að bólusetningu. Við höfum bent á að við verðum að fá að viðhalda sveigjanleikanum. Og þá veltum við fyrir okkur hvort ekki sé full ástæða til að kennarar njóti ekki að njóta forgangs í bólusetningu en nú eru þeir númer átta í röð þeirra sem fá bóluefni,“ segir Guðjón. Í svari menntamálaráðherra vegna málsins í dag kemur fram að alltaf hafi verið lögð áhersla á sveiganleika og jafnvægi í skólakerfinu. Þá kom eftirfarandi fram: „Hvað varðar forgangshópa eru kennarar í 8. hópi, þ.e. strax á eftir heilbrigðisstarfsfólki og öldruðum, til að fá bólusetningu. Aðrir hagsmunahópar hafa ekki viðrað áhyggjur af auknu staðnámi. Fjölmargir foreldrar, félag skólameistara og félag íslenskra framhaldsskólanema hafa þvert á móti þakkað fyrir og fagnað auknu staðnámi. Hins vegar er það svo að við öll erum háð hvernig okkur tekst að berjast við veiruna,“ segir í svari frá menntamálaráðuneytinu. Nemendur vilja líka sveigjanleika Ásta María Vestmann nemandi í 6. bekk í Menntaskólanum í Reykjavík sem sat í ráðgjafahóp vegna faraldursins segir að í tveimur könnunum meðal nemenda hafi komið fram skýr vilji. þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Egill „Við viljum geta valið um hvort við stundum fjar-eða staðnám og ég veit að ég og margir bekkjarfélagar mínir vilja vera heima út af smithættunni og við vitum að það er fullt af sameiginlegum snertiflötum í skólanum. Það er náttúrulega æðislegt að vera komin í skólann. En það er voða erfitt og þreytandi að vera alltaf kvíðinn yfir því að vera að smitast,“ segir Ásta. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þróun faraldursins ráði í raun för varðandi þetta mál. Það geti verið erfitt að verða við öllum kröfum. „Þegar skólarnir voru lokaðir þá voru allir að kvarta yfir því og svo þegar þeir opna þá er kvartað yfir því að fá ekki að vera heima þannig að það er erfitt að mæta öllum kröfum og eftirvæntingu,“ segir Þórólfur. Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Vonandi kemur að því að við getum boðið þeim upp á alveg eðlilegt líf“ Þrátt fyrir að fleiri framhaldsskólanemar hafi fengið að fara í skólann í dag en síðustu mánuði þá er skólastarf enn langt frá því að vera með eðlilegum hætti. Enda félagslíf og annað slíkt ekki í boði. 5. janúar 2021 20:00 Opnað á staðnám í framhaldsskóla með nýrri reglugerð Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi á tímum gerir það að mörkum að mögulegt verður að bjóða upp á staðnám í öllum framhaldsskólum, einnig skólum með áfangakerfi. 21. desember 2020 17:26 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira
Margir framhaldsskólar voru opnaðir á ný fyrir staðnámi í vikunni eftir að reglur um takmarkanir á skólahaldi voru rýmkaðar. Félag framhaldsskóla hefur lýst yfir áhyggjum af brattir opnun skólanna. Guðjón Hreinn Hauksson er formaður Félags framhaldsskólakennara. „Fyrir viku þá voru allir að passa sína jólakúlu og hittu aðeins sína nánustu. Núna þarf fólk að fara út í skólanna og hitta kannski 200 manns,“ segir Guðjón. Hann segir að stjórn félagsins hafi hitt menntamálaráðherra í á þriðjudag þar sem farið var fram á að kennarar sem treysta sér ekki vegna aðstæðna í staðkennslu gætu valið fjarkennslu. Þá hafi verið rætt um að kennarar færðust ofar í forgang þegar kemur að bólusetningu. Við höfum bent á að við verðum að fá að viðhalda sveigjanleikanum. Og þá veltum við fyrir okkur hvort ekki sé full ástæða til að kennarar njóti ekki að njóta forgangs í bólusetningu en nú eru þeir númer átta í röð þeirra sem fá bóluefni,“ segir Guðjón. Í svari menntamálaráðherra vegna málsins í dag kemur fram að alltaf hafi verið lögð áhersla á sveiganleika og jafnvægi í skólakerfinu. Þá kom eftirfarandi fram: „Hvað varðar forgangshópa eru kennarar í 8. hópi, þ.e. strax á eftir heilbrigðisstarfsfólki og öldruðum, til að fá bólusetningu. Aðrir hagsmunahópar hafa ekki viðrað áhyggjur af auknu staðnámi. Fjölmargir foreldrar, félag skólameistara og félag íslenskra framhaldsskólanema hafa þvert á móti þakkað fyrir og fagnað auknu staðnámi. Hins vegar er það svo að við öll erum háð hvernig okkur tekst að berjast við veiruna,“ segir í svari frá menntamálaráðuneytinu. Nemendur vilja líka sveigjanleika Ásta María Vestmann nemandi í 6. bekk í Menntaskólanum í Reykjavík sem sat í ráðgjafahóp vegna faraldursins segir að í tveimur könnunum meðal nemenda hafi komið fram skýr vilji. þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Egill „Við viljum geta valið um hvort við stundum fjar-eða staðnám og ég veit að ég og margir bekkjarfélagar mínir vilja vera heima út af smithættunni og við vitum að það er fullt af sameiginlegum snertiflötum í skólanum. Það er náttúrulega æðislegt að vera komin í skólann. En það er voða erfitt og þreytandi að vera alltaf kvíðinn yfir því að vera að smitast,“ segir Ásta. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þróun faraldursins ráði í raun för varðandi þetta mál. Það geti verið erfitt að verða við öllum kröfum. „Þegar skólarnir voru lokaðir þá voru allir að kvarta yfir því og svo þegar þeir opna þá er kvartað yfir því að fá ekki að vera heima þannig að það er erfitt að mæta öllum kröfum og eftirvæntingu,“ segir Þórólfur.
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Vonandi kemur að því að við getum boðið þeim upp á alveg eðlilegt líf“ Þrátt fyrir að fleiri framhaldsskólanemar hafi fengið að fara í skólann í dag en síðustu mánuði þá er skólastarf enn langt frá því að vera með eðlilegum hætti. Enda félagslíf og annað slíkt ekki í boði. 5. janúar 2021 20:00 Opnað á staðnám í framhaldsskóla með nýrri reglugerð Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi á tímum gerir það að mörkum að mögulegt verður að bjóða upp á staðnám í öllum framhaldsskólum, einnig skólum með áfangakerfi. 21. desember 2020 17:26 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira
„Vonandi kemur að því að við getum boðið þeim upp á alveg eðlilegt líf“ Þrátt fyrir að fleiri framhaldsskólanemar hafi fengið að fara í skólann í dag en síðustu mánuði þá er skólastarf enn langt frá því að vera með eðlilegum hætti. Enda félagslíf og annað slíkt ekki í boði. 5. janúar 2021 20:00
Opnað á staðnám í framhaldsskóla með nýrri reglugerð Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi á tímum gerir það að mörkum að mögulegt verður að bjóða upp á staðnám í öllum framhaldsskólum, einnig skólum með áfangakerfi. 21. desember 2020 17:26