Tími Brady runninn upp en ungstirnið ætlar sér að ná í skottið á honum í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. janúar 2021 12:01 Tom Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers mæta á fjögurra leikja sigurgöngu inn í úrslitakeppnina. Getty/Leon Halip Úrslitakeppni NFL-deildarinnar hefst í dag með þremur flottum leikjum sem verða allir sýndir beint á sportstöðvunum. Úrslitakeppni ameríska fótboltans er öðruvísi í ár en fyrri ár því fjórtán lið komust í úrslitakeppnina á þessu tímabili í stað tólf áður. Það þýðir að fyrsta helgi úrslitakeppninnar mun bjóða upp á sex leiki í staðinn fyrir fjóra og því er þriggja leikja veisla á bæði laugardegi og sunnudegi. Stórleikur dagsins í dag gæti vel verið viðureign Washington og Tampa Bay Buccaneers. Áður mætast fyrst Buffalo Bills og Indianapolis Colts en annar leikur dagsins er svo á milli Seattle Seahawks og LA Rams. Það eru hins vegar mikill áhugi að sjá hvernig Tom Brady mætir með nýja liðið sitt í úrslitakeppnina en hann kom Tampa Bay Buccaneers þangað sem liðið hefur ekki verið í þrettán ár. Á sama tíma missti gamla liðið hans, New England Patriots, af úrslitakeppninni. Það er ljóst að einn kappsamur leikmaður mótherja Tom Brady í kvöld er með eitt á matseðlinum í kvöld og það er sexfaldi meistarinn. Washington Football Team star rookie Chase Young (@youngchase907) isn't sorry for his "I Want Tom Brady" comments https://t.co/TBRkqt0sft pic.twitter.com/ovv4XgnGb2— Sports Illustrated (@SInow) January 8, 2021 Ungur og mjög öflugur varnarmaður Washington liðsins hitaði nefnilega upp fyrir leik helgarinnar með því að kalla á eftir sigursælasta leikmanni NFL sögunnar. Chase Young hefur átt mjög flott tímabil með Washington og fagnaði sæti í úrslitakeppninni með því að segjast ætla að ná Tom Brady í leiknum í kvöld. „Tom Brady,“ kallaði Chase Young og hélt áfram: „Tom Brady, ég er að koma. Ég vil ná Tom. Ég vil ná í Tom,“ öskraði Chase Young um leið og hann hljóp út af vellinum. Chase Young spilar í Washington vörninni sem fær það verkefni að stöðva sjóðheita sókn Brady og félaga. Chase Young hefur ekki viljað taka þessi orð til baka í samskiptum við fjölmiðla síðan. Hann ætlar sér að stoppa hinn goðsagnakennda leikstjórnanda í leiknum í kvöld. Tampa Bay Buccaneers lenti í smá basli um mitt tímabil en Tom Brady og félagar koma inn í úrslitakeppnina á fjögurra leikja sigurgöngu. Það lítur því margt út fyrir að liðið sé að topp á hárréttum tíma og það væri ekki í fyrsta sinn hjá liði Tom Brady. Fyrsti leikur dagsins er á milli Buffalo Bills og Indianapolis Colts en hann hefst klukkan 18.00 á Stöð 2 Sport 3. Buffalo Bills vann sex síðustu leiki deildarkeppninnar og alls þrettán af sextán leikjum sínum. Colts liðið tryggði sér aftur á móti sæti í úrslitakeppninni á lokahelginni. Annar leikur dagsins er á milli Seattle Seahawks og LA Rams en hann hefst klukkan 21.35 á Stöð 2 Sport 3. Seattle Seahawks vann fjóra síðustu deildarleiki sína en liðin voru bæði í vesturriðli Þjóðardeildarinnar og hafa því þegar mæst tvisvar á tímabilinu. Seahawks vann báða leikina, útileikinn 23-16 um miðjan nóvember og heimaleikinn 20-9 í lok desember. Lið Washington og Tampa Bay Buccaneers hefja síðan leik rétt eftir eitt um nóttina en hann er sýndur á Stöð 2 Sport 2. Tampa Bay liðið vann fjóra fleiri leiki en Washington er með heimaleikinn af því að liðið vann sinn riðil. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
Úrslitakeppni ameríska fótboltans er öðruvísi í ár en fyrri ár því fjórtán lið komust í úrslitakeppnina á þessu tímabili í stað tólf áður. Það þýðir að fyrsta helgi úrslitakeppninnar mun bjóða upp á sex leiki í staðinn fyrir fjóra og því er þriggja leikja veisla á bæði laugardegi og sunnudegi. Stórleikur dagsins í dag gæti vel verið viðureign Washington og Tampa Bay Buccaneers. Áður mætast fyrst Buffalo Bills og Indianapolis Colts en annar leikur dagsins er svo á milli Seattle Seahawks og LA Rams. Það eru hins vegar mikill áhugi að sjá hvernig Tom Brady mætir með nýja liðið sitt í úrslitakeppnina en hann kom Tampa Bay Buccaneers þangað sem liðið hefur ekki verið í þrettán ár. Á sama tíma missti gamla liðið hans, New England Patriots, af úrslitakeppninni. Það er ljóst að einn kappsamur leikmaður mótherja Tom Brady í kvöld er með eitt á matseðlinum í kvöld og það er sexfaldi meistarinn. Washington Football Team star rookie Chase Young (@youngchase907) isn't sorry for his "I Want Tom Brady" comments https://t.co/TBRkqt0sft pic.twitter.com/ovv4XgnGb2— Sports Illustrated (@SInow) January 8, 2021 Ungur og mjög öflugur varnarmaður Washington liðsins hitaði nefnilega upp fyrir leik helgarinnar með því að kalla á eftir sigursælasta leikmanni NFL sögunnar. Chase Young hefur átt mjög flott tímabil með Washington og fagnaði sæti í úrslitakeppninni með því að segjast ætla að ná Tom Brady í leiknum í kvöld. „Tom Brady,“ kallaði Chase Young og hélt áfram: „Tom Brady, ég er að koma. Ég vil ná Tom. Ég vil ná í Tom,“ öskraði Chase Young um leið og hann hljóp út af vellinum. Chase Young spilar í Washington vörninni sem fær það verkefni að stöðva sjóðheita sókn Brady og félaga. Chase Young hefur ekki viljað taka þessi orð til baka í samskiptum við fjölmiðla síðan. Hann ætlar sér að stoppa hinn goðsagnakennda leikstjórnanda í leiknum í kvöld. Tampa Bay Buccaneers lenti í smá basli um mitt tímabil en Tom Brady og félagar koma inn í úrslitakeppnina á fjögurra leikja sigurgöngu. Það lítur því margt út fyrir að liðið sé að topp á hárréttum tíma og það væri ekki í fyrsta sinn hjá liði Tom Brady. Fyrsti leikur dagsins er á milli Buffalo Bills og Indianapolis Colts en hann hefst klukkan 18.00 á Stöð 2 Sport 3. Buffalo Bills vann sex síðustu leiki deildarkeppninnar og alls þrettán af sextán leikjum sínum. Colts liðið tryggði sér aftur á móti sæti í úrslitakeppninni á lokahelginni. Annar leikur dagsins er á milli Seattle Seahawks og LA Rams en hann hefst klukkan 21.35 á Stöð 2 Sport 3. Seattle Seahawks vann fjóra síðustu deildarleiki sína en liðin voru bæði í vesturriðli Þjóðardeildarinnar og hafa því þegar mæst tvisvar á tímabilinu. Seahawks vann báða leikina, útileikinn 23-16 um miðjan nóvember og heimaleikinn 20-9 í lok desember. Lið Washington og Tampa Bay Buccaneers hefja síðan leik rétt eftir eitt um nóttina en hann er sýndur á Stöð 2 Sport 2. Tampa Bay liðið vann fjóra fleiri leiki en Washington er með heimaleikinn af því að liðið vann sinn riðil. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira