Allt mótahald á dagskrá: „Þurfum að passa okkur vel svo að við fáum ekki aftur á okkur keppnis- og æfingabann“ Anton Ingi Leifsson skrifar 8. janúar 2021 19:46 Það voru fagnaðalæti í Laugardalnum í dag í höfuðstöðvum KKÍ sem og víðar. Stöð 2 skjáskot Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, var eðlilega himinlifandi með fréttir dagsins en í dag var tilkynnt að keppni í íslenskum íþróttum má fara af stað á nýjan leik frá og með næsta miðvikudegi. Þá verða tæplega hundrað dagar linir frá því að síðasta leiknum í íslenskri deildarkeppni í íþróttum fór fram og það hefur verið eðlilega mikið gleðihljóð í íþróttahreyfingunni í dag. Það má einnig segja af KKÍ. „Þetta er mikill gleðidagur. Að sjálfsögðu á enn eftir að gefa út reglugerðina en miðað við minnisblaðið og það sem ráðherra hefur sagt þá erum við mjög vongóð. Þetta er í þeim anda sem við bjuggumst við og vonuðumst eftir,“ sagði Hannes í dag. „Við erum mjög bjartsýn. Við þurfum að sjá reglugerðina en miðað við minnisblaðið og það sem kom út frá fundinum í morgun. Við erum að fara aftur á parketið á miðvikudaginn. Stelpurnar byrja á miðvikudaginn og svo koma hinar deildirnar.“ „Það sem er ofboðslega mikið gleðiefni er að það eru æfingar fyrir ungmennin okkar; 2004 til 2002 og þau geta svo hafið keppni í kjölfarið. Við vorum að hafa áhyggjur af brottfalli þarna. Þetta er mjög viðkvæmur hópur en nú mega þau æfa og fljótlega keppa. Það er margt að gleðjast yfir með þetta en við megum samt ekki gleyma að við þurfum áfram að fara varlega.“ Hannes segir að þó að fréttirnar í dag séu mikið gleðiefni, þá sé ansi mikilvægt að allir haldi áfram að passa sig, svo ekki þurfi að gera hlé á deildinni í annað sinn enda sé ansi mikið undir. „Veiran er langt frá því að vera farinn og við þurfum öll að taka þátt. Sama hvort það sé almennt í samfélaginu eða í íþróttahreyfingunni. Við í körfunni þurfum að passa okkur vel svo við fáum ekki aftur á okkur keppnis- eða æfingabann.“ „Það verður mikil íþróttaveisla næstu mánuðina. Fyrir okkur í körfuboltanum er ofboðslega gott að fara aftur af stað. Við vitum hvað gerðist í mars í fyrra, er við ásamt fleiri íþróttagreinum, þurftum að stöðva allt. Okkar annað keppnistímabil var undir en ef við pössum okkur er hér áfram hægt að spila íþróttir.“ Allt viðtalið við formanninn má sjá í spilaranum hér að neðan þar sem er farið yfir víðan völl. Hann nefnir meðal annars að allt Íslandsmótið verði spilað sem og bikarinn en spilað verði ansi þétt þar sem koma þurfi landsleikjahléum, bæði karla- og kvennamegin, í febrúar. Klippa: Sportpakkinn - Hannes um fréttir dagsins Íslenski körfuboltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
Þá verða tæplega hundrað dagar linir frá því að síðasta leiknum í íslenskri deildarkeppni í íþróttum fór fram og það hefur verið eðlilega mikið gleðihljóð í íþróttahreyfingunni í dag. Það má einnig segja af KKÍ. „Þetta er mikill gleðidagur. Að sjálfsögðu á enn eftir að gefa út reglugerðina en miðað við minnisblaðið og það sem ráðherra hefur sagt þá erum við mjög vongóð. Þetta er í þeim anda sem við bjuggumst við og vonuðumst eftir,“ sagði Hannes í dag. „Við erum mjög bjartsýn. Við þurfum að sjá reglugerðina en miðað við minnisblaðið og það sem kom út frá fundinum í morgun. Við erum að fara aftur á parketið á miðvikudaginn. Stelpurnar byrja á miðvikudaginn og svo koma hinar deildirnar.“ „Það sem er ofboðslega mikið gleðiefni er að það eru æfingar fyrir ungmennin okkar; 2004 til 2002 og þau geta svo hafið keppni í kjölfarið. Við vorum að hafa áhyggjur af brottfalli þarna. Þetta er mjög viðkvæmur hópur en nú mega þau æfa og fljótlega keppa. Það er margt að gleðjast yfir með þetta en við megum samt ekki gleyma að við þurfum áfram að fara varlega.“ Hannes segir að þó að fréttirnar í dag séu mikið gleðiefni, þá sé ansi mikilvægt að allir haldi áfram að passa sig, svo ekki þurfi að gera hlé á deildinni í annað sinn enda sé ansi mikið undir. „Veiran er langt frá því að vera farinn og við þurfum öll að taka þátt. Sama hvort það sé almennt í samfélaginu eða í íþróttahreyfingunni. Við í körfunni þurfum að passa okkur vel svo við fáum ekki aftur á okkur keppnis- eða æfingabann.“ „Það verður mikil íþróttaveisla næstu mánuðina. Fyrir okkur í körfuboltanum er ofboðslega gott að fara aftur af stað. Við vitum hvað gerðist í mars í fyrra, er við ásamt fleiri íþróttagreinum, þurftum að stöðva allt. Okkar annað keppnistímabil var undir en ef við pössum okkur er hér áfram hægt að spila íþróttir.“ Allt viðtalið við formanninn má sjá í spilaranum hér að neðan þar sem er farið yfir víðan völl. Hann nefnir meðal annars að allt Íslandsmótið verði spilað sem og bikarinn en spilað verði ansi þétt þar sem koma þurfi landsleikjahléum, bæði karla- og kvennamegin, í febrúar. Klippa: Sportpakkinn - Hannes um fréttir dagsins
Íslenski körfuboltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira