Laugavegshlaupið seldist upp á tuttugu mínútum: „Ómögulegt að fjölga þátttakendum“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. janúar 2021 20:58 Silja Úlfarsdóttir er upplýsingafulltrúi ÍBR. STÖÐ2 Laugavegshlaupið seldist upp á tuttugu mínútum í dag. Upplýsingafulltrúi ÍBR segir leitt að færri komust að en vildu. Hlaupið er fimmtíu og fimm kílómetra utanvegahlapup og fer fram í júlí. „Árið 2018 seldist upp á þremur vikum. Árið 2019 seldist upp á þremur dögum. Þrem klukkutímum í fyrra og í ár á innan við þrjátíu mínútum,“ sagði Silja Úlfarsdóttir, upplýsingafulltrúi ÍBR, í þættinum Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni. Ansi margir voru skúffaðir í dag þegar í ljós kom að plássin hefðu fyllst tuttugu mínútum eftir að opnað var fyrir skráningu og tæplega hundrað tjá sig við færslu á Facebook-síðu hlaupsins. „Hvað er að frétta? Komst inn en tókst ekki að skrá kt. mína,“ segir Örvar Steingrímsson ofurhlaupari sem hefur margtoft hlaupið Laugaveginn og komið í mark fyrstur Íslendinga. „Ótrúlega svekkjandi,“ bætir hann við. Nafni hans Örvar Jens Arnarsson segir margoft ekki hafa samþykkt kennitölu hans þó hann hafi nokkrum sinnum komist inn á skráningarsíðuna. Einn vildi endurtaka skráninguna. „En eins og margir komst ég aldrei lengra en bolastærð. Ótrúlega svekkjandi og ólíðandi að eiga við þetta kerfi, a.m.k. í dag. Hreinlega ósanngjarnt miðað við hversu margir fengu sömu villumeldingar. Þið hljótið að skoða þetta gaumgæfilega og jafnvel endurskoða/endurtaka skráninguna?“ Ekki hægt að fjölga þátttakendum Fimm hundruð og fimmtíu hlauparar hlaupa að jafnaði í hlaupinu. Hámarkið er sett af öryggisástæðum. „Það geta bara ákveðið margir verið að hlaupa á svæðinu og öryggi hlaupara skiptir okkur miklu máli. Oft hefur komið slæmt veður og þá þurfum við að geta komið öllum í skjól.“ Áhuginn var mikill og greinilegt að mun færri komust að en vildu. Silja segir ómögulegt að fjölga í hlaupið. „Nei það er það því miður ekki hægt“ segir Silja en bætir því við að einhverjir muni eflaust falla frá skráningu vegna faraldurs kórónuveirunnar. Gerist það gætu nokkur pláss losnað. Færri útlendingar í ár en undanfarin ár Hlaupið er langt og utanvegar. Þekkt er að hlauparar komi að utan til að taka þátt í gleðinni. „Þetta eru mestmegnis Íslendingar. Við erum búin að vera á haus síðan þetta gerðist í hádeginu þannig ég er ekki alveg með tölurnar. Það er eitthvað af útlendingum en ekki eins margir og venjulega skilst mér,“ sagði Silja. Hún segist skilja vonbrigði þeirra sem ekki náðu að skrá sig í tæka tíð. „Því skiljum við vissulega vonbrigðin hjá fólki sem er nú þegar byrjað að undirbúa sig fyrir þetta hlaup og okkur þykir þetta ofboðslega leiðinlegt.‘‘ Reykjavík síðdegis Heilsa Hlaup Fjallamennska Laugavegshlaupið Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Hlaupið er fimmtíu og fimm kílómetra utanvegahlapup og fer fram í júlí. „Árið 2018 seldist upp á þremur vikum. Árið 2019 seldist upp á þremur dögum. Þrem klukkutímum í fyrra og í ár á innan við þrjátíu mínútum,“ sagði Silja Úlfarsdóttir, upplýsingafulltrúi ÍBR, í þættinum Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni. Ansi margir voru skúffaðir í dag þegar í ljós kom að plássin hefðu fyllst tuttugu mínútum eftir að opnað var fyrir skráningu og tæplega hundrað tjá sig við færslu á Facebook-síðu hlaupsins. „Hvað er að frétta? Komst inn en tókst ekki að skrá kt. mína,“ segir Örvar Steingrímsson ofurhlaupari sem hefur margtoft hlaupið Laugaveginn og komið í mark fyrstur Íslendinga. „Ótrúlega svekkjandi,“ bætir hann við. Nafni hans Örvar Jens Arnarsson segir margoft ekki hafa samþykkt kennitölu hans þó hann hafi nokkrum sinnum komist inn á skráningarsíðuna. Einn vildi endurtaka skráninguna. „En eins og margir komst ég aldrei lengra en bolastærð. Ótrúlega svekkjandi og ólíðandi að eiga við þetta kerfi, a.m.k. í dag. Hreinlega ósanngjarnt miðað við hversu margir fengu sömu villumeldingar. Þið hljótið að skoða þetta gaumgæfilega og jafnvel endurskoða/endurtaka skráninguna?“ Ekki hægt að fjölga þátttakendum Fimm hundruð og fimmtíu hlauparar hlaupa að jafnaði í hlaupinu. Hámarkið er sett af öryggisástæðum. „Það geta bara ákveðið margir verið að hlaupa á svæðinu og öryggi hlaupara skiptir okkur miklu máli. Oft hefur komið slæmt veður og þá þurfum við að geta komið öllum í skjól.“ Áhuginn var mikill og greinilegt að mun færri komust að en vildu. Silja segir ómögulegt að fjölga í hlaupið. „Nei það er það því miður ekki hægt“ segir Silja en bætir því við að einhverjir muni eflaust falla frá skráningu vegna faraldurs kórónuveirunnar. Gerist það gætu nokkur pláss losnað. Færri útlendingar í ár en undanfarin ár Hlaupið er langt og utanvegar. Þekkt er að hlauparar komi að utan til að taka þátt í gleðinni. „Þetta eru mestmegnis Íslendingar. Við erum búin að vera á haus síðan þetta gerðist í hádeginu þannig ég er ekki alveg með tölurnar. Það er eitthvað af útlendingum en ekki eins margir og venjulega skilst mér,“ sagði Silja. Hún segist skilja vonbrigði þeirra sem ekki náðu að skrá sig í tæka tíð. „Því skiljum við vissulega vonbrigðin hjá fólki sem er nú þegar byrjað að undirbúa sig fyrir þetta hlaup og okkur þykir þetta ofboðslega leiðinlegt.‘‘
Reykjavík síðdegis Heilsa Hlaup Fjallamennska Laugavegshlaupið Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira