Leikurinn er liður í undankeppni EM 2022. Ísland tapaði fyrsta leiknum í þríleiknum gegn Portúgölum fyrir helgi en í kvöld bíður annar leikurinn. Þriðji leikurinn er svo á HM í Egyptalandi í næstu viku.
Alexander Petersson fékk slæmt höfuðhögg í leiknum úti í Portúgal og verður ekki með liðinu í dag. Einnig detta þeir Kári Kristján Kristjánsson og Viktor Gísli Hallgrímsson út úr sextán manna hóp dagsins.
Björgvin Páll Gústavsson er aftur kominn inn í hópinn eftir að hafa ekki gefið kost á sér í fyrsta leikinn af fjölskylduástæðum. Einnig koma þeir Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach í Þýskalandi, og Kristján Örn Kristjánsson, Pauc í Frakklandi, inn í hópinn.
Leikurinn í dag hefst klukkan 16.00 og verður í beinni lýsingu í Boltavaktinni hér á Vísi.
Nafn: Félag:
Arnar Freyr Arnarsson MT Melsungen
Arnór Þór Gunnarsson Die Bergische HC
Ágúst Elí Björgvinsson KIF Kolding
Bjarki Már Elísson TBV Lemgo Lippe
Björgvin Páll Gústavsson Haukar
Elliði Snær Viðarsson Vfl Gummersbach
Elvar Örn Jónsson Skjern Håndbold
Gísli Þorgeir Kristjánsson SC Magdeburg
Janus Daði Smárason Frisch Auf Göppingen
Kristján Örn Kristjánsson Pays d’Aix
Oddur Grétarsson HBW Balingen
Ólafur Andrés Guðmundsson IFK Kristianstad
Ómar Ingi Magnússon SC Magdeburg
Sigvaldi Björn Guðjónsson Vive Tauron Kielce
Viggó Kristjánsson TVB 1898 Stuttgart
Ýmir Örn Gíslason Die Rhein-Necker Löwen