Liggur við að Kári spyrji hvað Svíinn í Sviss sé að reykja Eiður Þór Árnason skrifar 10. janúar 2021 23:56 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar Vísir/Vilhelm „Ég hafði svo sannarlega rangt fyrir mér og það gleður mig,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um þann spádóm að Íslendingar þyrftu að glíma við nýja bylgju kórónuveirufaraldursins í tengslum við hátíðirnar. Þess í stað hafi gengið prýðilega að halda faraldrinum hér niðri, sérstaklega ef litið er til Bandaríkjanna eða ríkja Evrópu. Kári segir að enn sé ekki útilokað að samkomulag við lyfjaframleiðandann Pfizer gæti tryggt Íslendingum stærri skammt af bóluefni í rannsóknarskyni. Hann gefur þó lítið fyrir þá fullyrðingu Richard Bergström að reikna megi með því að bólusetningu við Covid-19 verði lokið hér á landi um mitt sumar. Slíkum fullyrðingum fylgi mikil ábyrgð „Þegar þessi Svíi sem býr í Sviss segir okkur að þetta verði í fínu lagi og að við verðum komin með hjarðónæmi um mitt ár þá finnst mér það vera með nokkrum óíkindum. Það liggur við að ég spyrji hvað hann sé að reykja,“ segir Kári léttur í bragði. Bergström hefur yfirumsjón með bóluefnamálum í Svíþjóð og á sæti í samninganefnd framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um bóluefni. Bergström sagði í viðtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins í gær að raunhæft markmið væri að Ísland, Svíþjóð og Noregur yrðu búin að ljúka við bólusetningu um mitt komandi sumar. Þótt hægt gangi sem stendur að fá bóluefni til landsins verði miklar breytingar á því strax í mars. „Mér finnst hann tala glannalega, nema hann viti eitthvað sem við vitum ekki, þegar heilbrigðisráðherra segir að við fáum lágmark 38 þúsund skammta fyrir lok mars,“ segir Kári. Sú tala kemur meðal annars fram í minnisblaði heilbrigðisráðuneytisins um stöðu bólusetninga sem sent var á velferðarnefnd Alþingis á föstudag. Sá skammtur myndi nægja til að bólusetja 19 þúsund manns en þegar er búið að bólusetja um fimm þúsund. Gríðarlegt magn bóluefna þyrfti að berast til landsins fljótlega eftir mars, að sögn Kára ef spá Bergström um hjarðónæmi eigi að rætast. „Það myndi gleðja fáa meira en mig ef hann hefði rétt fyrir sér en mér finnst hann í tali sínu haga sér svona eins og hinn týpíski Íslendingur sem segir: „þetta reddast“.“ Hann bætir við að það fylgi því töluverð ábyrgð að segja að allt verði komið í lag um mitt ár. „Á því koma menn til með að byggja áætlanir sínar um tekjur, vinnu, aðföng og alls konar, þannig að ég held að það sé mjög mikilvægt að reka einhvers konar varnagla við þessum spádómum sem eru sjálfsagt einhvers konar brú milli vonar og áætlunar.“ Stjórnvöld staðið sig vel Kári áréttar að honum finnist það sjálfsagt að stjórnvöld hafi ákveðið að fylgja hinum Norðurlandaþjóðunum inn í bóluefnasamstarf við Evrópusambandið. „Það má ekki gleyma því að þegar farið er í þá samninga þá höfðum við ekki hugmynd um hvaða lyfjafyrirtæki yrði fyrst til að koma bóluefni í gagnið þannig að það var ekkert óeðlilegt að ESB skipti þessu svolítið upp. En það er hins vegar ljóst að þeir hafa annað hvort verið klaufskir eða haft fleiri hagsmuni í huga því að þetta virðist vera að koma svolítið seint til okkar.“ Burtséð frá þessu hafi ríkisstjórnin staðið sig vel þegar kemur að því að tryggja Íslendingum bóluefni. „Ég held að heilbrigðisráðherra og jafnvel forsætisráðherra séu að axla allt of mikla ábyrgð á því hvernig ESB hefur staðið sig.“ Þorleifur Hauksson sagði það ekki hafa verið neitt vont að fá bólusetningu gegn Covid-19.Vísir/KMU Ekki öll von úti Aðspurður um það hversu bjartsýnn hann er á að samkomulag náist við lyfjaframleiðandann Pfizer um að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar við Covid-19 í rannsóknarskyni segist Kári sveiflast upp og niður hvað það snertir. „Málið er ekki dautt, það er það eina sem ég er reiðubúinn að segja,“ bætir hann við en það vakti athygli þegar Kári sagði í samtali við mbl.is á föstudag að útlit væri fyrir að viðræðurnar myndu ekki ná fram að ganga. Annað markmið hjá Ísraelum Fyrr sama dag bárust fregnir af því að Ísrael hafi náð samkomulagi við Pfizer um að bólusetja alla íbúa landsins fyrir páska gegn því að stjórnvöld myndu veita fyrirtækinu tölfræðigögn um virkni bóluefnisins. Kári segir samkomulag Ísraela við lyfjafyrirtækið ekki útiloka að það gangi til samninga við íslensk stjórnvöld. „Ísrael er að hjálpa Pfizer við að ná í allt aðrar upplýsingar. Mér sýnist að það sem Ísraelar ætli að gera sé að kanna hvort að það sé hægt að hafa lengri bil á milli annars og fyrsta skammts af bóluefni Pfizer og síðan veita þeim upplýsingar um útkomuna úr bólusetninguninni almennt.“ Á hinn boginn hafi Kári og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagt til rannsókn sem kanni hjarðónæmishugtakið og reyna að sýna fram á að það sé meira heldur en kenning. „Það sem við erum að leggja til við þá er tiltölulega einföld tilraun til að reyna að skilja það hvernig maður getur kveðið í kútinn svona veiru án þess að bólusetja alla þjóðina. Það hefur í rauninni enginn sýnt fram á hverjar þessar stærðir eru í hjarðónæminu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Íslendingar fá tvöfalt fleiri skammta af bóluefni Pfizer og BioNTech Gert er ráð fyrir því að Ísland geti fengið tvöfalt fleiri skammta af bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 í kjölfar nýs samkomulags Evrópusambandsins (ESB) við framleiðendurna. Þetta staðfestir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í samtali við fréttastofu. 8. janúar 2021 17:07 Þúsund Moderna skammtar til landsins snemma í næstu viku Von er á fyrstu skömmtum bóluefnis gegn kórónuveirunni frá Lyfjafyrirtækinu Moderna í fyrrihluta næstu viku og koma þúsund skammtar í sendingunni. Þetta segir Júlía Rós Atladóttir, framkvæmdastjóri Distica, sem dreifir bóluefninu frá Moderna hér á landi. 8. janúar 2021 11:55 Bóluefni Astra Zenica mögulega samþykkt fyrir lok janúar Bóluefni AstraZenica verður mögulega veitt markaðsleyfi í Evrópu fyrir lok janúar. Frá þessu greinir Lyfjastofnun Evrópu (EMA) á Twitter nú í hádeginu. 8. janúar 2021 12:27 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Sjá meira
Kári segir að enn sé ekki útilokað að samkomulag við lyfjaframleiðandann Pfizer gæti tryggt Íslendingum stærri skammt af bóluefni í rannsóknarskyni. Hann gefur þó lítið fyrir þá fullyrðingu Richard Bergström að reikna megi með því að bólusetningu við Covid-19 verði lokið hér á landi um mitt sumar. Slíkum fullyrðingum fylgi mikil ábyrgð „Þegar þessi Svíi sem býr í Sviss segir okkur að þetta verði í fínu lagi og að við verðum komin með hjarðónæmi um mitt ár þá finnst mér það vera með nokkrum óíkindum. Það liggur við að ég spyrji hvað hann sé að reykja,“ segir Kári léttur í bragði. Bergström hefur yfirumsjón með bóluefnamálum í Svíþjóð og á sæti í samninganefnd framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um bóluefni. Bergström sagði í viðtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins í gær að raunhæft markmið væri að Ísland, Svíþjóð og Noregur yrðu búin að ljúka við bólusetningu um mitt komandi sumar. Þótt hægt gangi sem stendur að fá bóluefni til landsins verði miklar breytingar á því strax í mars. „Mér finnst hann tala glannalega, nema hann viti eitthvað sem við vitum ekki, þegar heilbrigðisráðherra segir að við fáum lágmark 38 þúsund skammta fyrir lok mars,“ segir Kári. Sú tala kemur meðal annars fram í minnisblaði heilbrigðisráðuneytisins um stöðu bólusetninga sem sent var á velferðarnefnd Alþingis á föstudag. Sá skammtur myndi nægja til að bólusetja 19 þúsund manns en þegar er búið að bólusetja um fimm þúsund. Gríðarlegt magn bóluefna þyrfti að berast til landsins fljótlega eftir mars, að sögn Kára ef spá Bergström um hjarðónæmi eigi að rætast. „Það myndi gleðja fáa meira en mig ef hann hefði rétt fyrir sér en mér finnst hann í tali sínu haga sér svona eins og hinn týpíski Íslendingur sem segir: „þetta reddast“.“ Hann bætir við að það fylgi því töluverð ábyrgð að segja að allt verði komið í lag um mitt ár. „Á því koma menn til með að byggja áætlanir sínar um tekjur, vinnu, aðföng og alls konar, þannig að ég held að það sé mjög mikilvægt að reka einhvers konar varnagla við þessum spádómum sem eru sjálfsagt einhvers konar brú milli vonar og áætlunar.“ Stjórnvöld staðið sig vel Kári áréttar að honum finnist það sjálfsagt að stjórnvöld hafi ákveðið að fylgja hinum Norðurlandaþjóðunum inn í bóluefnasamstarf við Evrópusambandið. „Það má ekki gleyma því að þegar farið er í þá samninga þá höfðum við ekki hugmynd um hvaða lyfjafyrirtæki yrði fyrst til að koma bóluefni í gagnið þannig að það var ekkert óeðlilegt að ESB skipti þessu svolítið upp. En það er hins vegar ljóst að þeir hafa annað hvort verið klaufskir eða haft fleiri hagsmuni í huga því að þetta virðist vera að koma svolítið seint til okkar.“ Burtséð frá þessu hafi ríkisstjórnin staðið sig vel þegar kemur að því að tryggja Íslendingum bóluefni. „Ég held að heilbrigðisráðherra og jafnvel forsætisráðherra séu að axla allt of mikla ábyrgð á því hvernig ESB hefur staðið sig.“ Þorleifur Hauksson sagði það ekki hafa verið neitt vont að fá bólusetningu gegn Covid-19.Vísir/KMU Ekki öll von úti Aðspurður um það hversu bjartsýnn hann er á að samkomulag náist við lyfjaframleiðandann Pfizer um að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar við Covid-19 í rannsóknarskyni segist Kári sveiflast upp og niður hvað það snertir. „Málið er ekki dautt, það er það eina sem ég er reiðubúinn að segja,“ bætir hann við en það vakti athygli þegar Kári sagði í samtali við mbl.is á föstudag að útlit væri fyrir að viðræðurnar myndu ekki ná fram að ganga. Annað markmið hjá Ísraelum Fyrr sama dag bárust fregnir af því að Ísrael hafi náð samkomulagi við Pfizer um að bólusetja alla íbúa landsins fyrir páska gegn því að stjórnvöld myndu veita fyrirtækinu tölfræðigögn um virkni bóluefnisins. Kári segir samkomulag Ísraela við lyfjafyrirtækið ekki útiloka að það gangi til samninga við íslensk stjórnvöld. „Ísrael er að hjálpa Pfizer við að ná í allt aðrar upplýsingar. Mér sýnist að það sem Ísraelar ætli að gera sé að kanna hvort að það sé hægt að hafa lengri bil á milli annars og fyrsta skammts af bóluefni Pfizer og síðan veita þeim upplýsingar um útkomuna úr bólusetninguninni almennt.“ Á hinn boginn hafi Kári og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagt til rannsókn sem kanni hjarðónæmishugtakið og reyna að sýna fram á að það sé meira heldur en kenning. „Það sem við erum að leggja til við þá er tiltölulega einföld tilraun til að reyna að skilja það hvernig maður getur kveðið í kútinn svona veiru án þess að bólusetja alla þjóðina. Það hefur í rauninni enginn sýnt fram á hverjar þessar stærðir eru í hjarðónæminu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Íslendingar fá tvöfalt fleiri skammta af bóluefni Pfizer og BioNTech Gert er ráð fyrir því að Ísland geti fengið tvöfalt fleiri skammta af bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 í kjölfar nýs samkomulags Evrópusambandsins (ESB) við framleiðendurna. Þetta staðfestir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í samtali við fréttastofu. 8. janúar 2021 17:07 Þúsund Moderna skammtar til landsins snemma í næstu viku Von er á fyrstu skömmtum bóluefnis gegn kórónuveirunni frá Lyfjafyrirtækinu Moderna í fyrrihluta næstu viku og koma þúsund skammtar í sendingunni. Þetta segir Júlía Rós Atladóttir, framkvæmdastjóri Distica, sem dreifir bóluefninu frá Moderna hér á landi. 8. janúar 2021 11:55 Bóluefni Astra Zenica mögulega samþykkt fyrir lok janúar Bóluefni AstraZenica verður mögulega veitt markaðsleyfi í Evrópu fyrir lok janúar. Frá þessu greinir Lyfjastofnun Evrópu (EMA) á Twitter nú í hádeginu. 8. janúar 2021 12:27 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Sjá meira
Íslendingar fá tvöfalt fleiri skammta af bóluefni Pfizer og BioNTech Gert er ráð fyrir því að Ísland geti fengið tvöfalt fleiri skammta af bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 í kjölfar nýs samkomulags Evrópusambandsins (ESB) við framleiðendurna. Þetta staðfestir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í samtali við fréttastofu. 8. janúar 2021 17:07
Þúsund Moderna skammtar til landsins snemma í næstu viku Von er á fyrstu skömmtum bóluefnis gegn kórónuveirunni frá Lyfjafyrirtækinu Moderna í fyrrihluta næstu viku og koma þúsund skammtar í sendingunni. Þetta segir Júlía Rós Atladóttir, framkvæmdastjóri Distica, sem dreifir bóluefninu frá Moderna hér á landi. 8. janúar 2021 11:55
Bóluefni Astra Zenica mögulega samþykkt fyrir lok janúar Bóluefni AstraZenica verður mögulega veitt markaðsleyfi í Evrópu fyrir lok janúar. Frá þessu greinir Lyfjastofnun Evrópu (EMA) á Twitter nú í hádeginu. 8. janúar 2021 12:27