Sýndu slímuga krakkaútgáfu af einum NFL-leiknum um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2021 16:00 Snertimörkin í leik Saints og Bears voru svolítið slímug á Nickelodeon stöðinni í gær. Twitter/@Saints NFL-deildin er greinilega að reyna að fá börnin í Bandaríkjunum til að hafa meiri áhuga á ameríska fótboltanum ef marka má mjög sérstaka útsendingu í gær. Úrslitakeppni ameríska fótboltans var áberandi í bandarísku íþróttalífi um helgina þegar úrslitakeppni NFL-deildarinnar fór af stað. Stóru stöðvarnar í Bandaríkjunum eins og CBS, NBC og Fox keppast um að sýna leikina en að þessu sinni var NFL-leikur sýndur líka á barnastöðinni Nickelodeon. Leikur New Orleans Saints og Chicago Bears var sýndur hér á Stöð 2 Sport en þar var um að ræða útsendinguna frá CBS. Á sama tíma var einnig sýnd sérstök barnaútgáfa á Nickelodeon stöðinni. Nickelodeon var með sína eigin lýsendur og þar á bæ fóru menn líka nýjar leiðir í framsetningu. Það vakti þannig sérstaklega athygli á samfélagsmiðlum hvernig sjónvarpsgrafíkin var þegar New Orleans Saints skoraði sitt fyrsta snertimark í leiknum. Það má sjá það hér fyrir neðan. We NEED slime for every td moving forward tbh : #CHIvsNO on @Nickelodeon pic.twitter.com/lhajus9Ezw— NFL Up (@NFLUpOfficial) January 10, 2021 Michael Thomas skoraði þá snertimark eftir sendingu frá Drew Brees og í kjölfarið fylltist allt af slími á skjáum krakkanna. Þetta gerðist alltaf þegar snertimark var skorað í leiknum. Upplýsingar um leikmennina sjálfa voru líka látnar höfða sérstaklega til krakkanna eins og hver væri uppáhaldsís leikmanna. Eftir leik fagnaði líka Sean Payton, þjálfari New Orleans Saints, sigrinum með því að fara í slímsturtu eins og sjá má hér fyrir neðan. Sean Payton is a man of his word pic.twitter.com/IO8oalZdLG— CBS Sports (@CBSSports) January 11, 2021 NFL Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Fleiri fréttir Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Segir að Joshua vilji halda áfram að berjast eftir bílslysið Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Dagskráin í dag: Enski boltinn býður upp á veislu og spennan magnast í NFL Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjá meira
Úrslitakeppni ameríska fótboltans var áberandi í bandarísku íþróttalífi um helgina þegar úrslitakeppni NFL-deildarinnar fór af stað. Stóru stöðvarnar í Bandaríkjunum eins og CBS, NBC og Fox keppast um að sýna leikina en að þessu sinni var NFL-leikur sýndur líka á barnastöðinni Nickelodeon. Leikur New Orleans Saints og Chicago Bears var sýndur hér á Stöð 2 Sport en þar var um að ræða útsendinguna frá CBS. Á sama tíma var einnig sýnd sérstök barnaútgáfa á Nickelodeon stöðinni. Nickelodeon var með sína eigin lýsendur og þar á bæ fóru menn líka nýjar leiðir í framsetningu. Það vakti þannig sérstaklega athygli á samfélagsmiðlum hvernig sjónvarpsgrafíkin var þegar New Orleans Saints skoraði sitt fyrsta snertimark í leiknum. Það má sjá það hér fyrir neðan. We NEED slime for every td moving forward tbh : #CHIvsNO on @Nickelodeon pic.twitter.com/lhajus9Ezw— NFL Up (@NFLUpOfficial) January 10, 2021 Michael Thomas skoraði þá snertimark eftir sendingu frá Drew Brees og í kjölfarið fylltist allt af slími á skjáum krakkanna. Þetta gerðist alltaf þegar snertimark var skorað í leiknum. Upplýsingar um leikmennina sjálfa voru líka látnar höfða sérstaklega til krakkanna eins og hver væri uppáhaldsís leikmanna. Eftir leik fagnaði líka Sean Payton, þjálfari New Orleans Saints, sigrinum með því að fara í slímsturtu eins og sjá má hér fyrir neðan. Sean Payton is a man of his word pic.twitter.com/IO8oalZdLG— CBS Sports (@CBSSports) January 11, 2021
NFL Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Fleiri fréttir Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Segir að Joshua vilji halda áfram að berjast eftir bílslysið Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Dagskráin í dag: Enski boltinn býður upp á veislu og spennan magnast í NFL Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjá meira