Á atvinnumannasamningi í amerískum fótbolta og lætur sig dreyma um NFL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2021 12:01 Stefán Númi Stefánsson elskar átökin i ameríska fótboltanum. Einkasafn 25 ára Austfirðingur er einn af fáum íslensku atvinnumönnunum í amerískum fótbolta en hann samdi á dögunum við margfalda Evrópumeistara í Swarco Raiders í Austurríki. NFL-deildin virðist vera svo víðs fjarri Íslendingum enda er ekki mikið keppt í amerískum fótbolta hér á landi. Einherjarnir eru að reyna að boða út fagnaðarerindið en það vantar mun fleiri lið svo úr verði alvöru keppni hér á landi. Vinsældir NFL-deildarinnar hafa þó aukist hér á landi undanfarin ár og nú er mikið sýnt af leikjum úr deildinni á sportstöðvunum. Einn Íslendingur er líklega kominn nær því að komast í NFL-deildina en nokkur annar hefur verið hingað til. Maðurinn sem um ræðir er Stefán Númi Stefánsson sem er uppalinn á Egilsstöðum en hefur nú þegar náð að spila ameríska fótboltann í bæði Danmörku og á Spáni. Stefán Númi er á uppleið í sinni íþrótt og var á dögunum að skrifa undir sinn stærsta samning hingað til hjá Swarco Raiders í Austurríki. Liðið er að sögn Stefáns Núma annað besta fótboltaliðið í allri Evrópu en félagið hefur þrisvar orðið Evrópumeistari. Tímabilið í Austurríki á að hefjast í mars ef heimsfaraldurinn leyfir og mun þá klárast í júlí með úrslitakeppninni. Swarco Raiders missti f titlinum í fyrra en hefur orðið sjö sinnum austurrískur meistari þar af fjórum sinnum á síðustu sex árum. Nú á íslenski víkingurinn að hjálpa til við að endurheimta titilinn. Æfði körfubolta í sautján ár Stefán Númi uppgötvaði ameríska fótboltann þó ekki fyrr en seint á ævinni miðað við þá sem eru komnir alla leið í boltanum. „Ég æfði körfubolta í sautján ár heima á Íslandi og spilaði með Hetti allan tímann. Fyrir algjöra slysni þá fór ég í lýðháskóla hérna í Danmörku og fékk að prufa að fara í amerískan fótbolta. Ég féll bara fyrir íþróttinni þar,“ sagði Stefán Númi Stefánsson í samtali við Vísi. „Ég hef alltaf fylgst með NFL og háskólaboltanum á Youtube og sjónvarpinu, langaði alltaf að fara út til Bandaríkjanna til að spila þetta. Þegar maður er krakki á Egilsstöðum þá er það ekkert í boði,“ sagði Stefán Númi hlæjandi. En er þetta er mjög hættuleg íþrótt? Það fara ekki margir í gegnum okkar mann.Einkasafn Þarf að vera með ákveðið hugarfar í þessari íþrótt „Þetta er alveg jafnhættulegt og flest aðrar íþróttir í rauninni. Þetta fer alveg eftir því hvernig þú ert þjálfaður og hversu agaður þú ert. Þegar þú horfir sem dæmi á rúgbý þá eru menn í engum hlífðarbúnaði og hlaupa inn í hvern annan eins og hauslausar hænur. Maður þarf þó að hafa ákveðið hugarfar til að fara í þetta,“ sagði Stefán Númi. Hann sá það samt ekki alveg fyrir sér að enda sem atvinnumaður í amerískum fótbolta í Austurríki. „Ég var ekki að búast við þessu og var búinn að horfa lengi á Þýskaland þar sem þeir eru taldir vera með bestu deildina í Evrópu. Tími minn til að fara í háskólaboltann í Bandaríkjunum er horfinn og ég ákvað því að fara bara aðra leið og reyna að komast eins langt og ég get. Ég tel að þetta sé mjög traust leið fyrir mig,“ sagði Stefán Númi og draumurinn um eina stærstu íþróttadeild heims lifir. Heppnin þarf að vera með mér „Ég ætla að gera tilraun til þess að komast í NFL,“ sagði Stefán Númi en hversu raunhæft er það? „Það er mjög vont að segja eitthvað um það. Það er svo óeðlilega mikið af leikmönnum sem reyna að komast en komast ekki neitt. Heppnin þarf að vera með mér og það þarf allt að smella,“ sagði Stefán Númi. Hann er samt á lista hjá NFL International Player Pathway Program sem þýðir að NFL deildin hefur auga með honum næstu tvö tímabil. Leikmaður frá Swarco Raiders, Sandro Platzgummer, skrifaði undir samning við New York Giants í NFL deildinni eftir að hafa farið í gegnum NFL Internatinonal Player Pathway Program. „Það er alveg smá möguleiki. Ég held að það hafi verið tveir sem voru teknir af þessum lista og inn í liðin. Þeir eru báðir ennþá í NFL-deildinni, Austurríkismaður og Þjóðverji. Svo er danskur strákur sem er sóknarlínumaður hjá Houston Texans en fór í gegnum háskólaboltann,“ sagði Stefán Númi. Stefán Númi hefur spilað bæði í Danmörku og á Spáni en nú liggur leið hans til Austurríkis.Einkasafn Reyni að niðurlægja þá eins mikið og ég get Margir velta því örugglega fyrir sér hvaða stöðu strákurinn spilar. „Ég spila sem sóknarlínumaður, svokallaða stöðu hægri tæklara. Mín staða er að reyna að verja leikstjórnandann og hlaupa niður þá fjóra til fimm menn sem eru fyrir fram mig. Ég reyni að niðurlægja þá eins mikið og ég get. Þessar sextíu mínútur eru bara slagsmál á milli okkar og varnarlínumannanna. Það er það sem ég elska,“ sagði Stefán Númi sem er þarf á sentimetrum og kílóum að halda í baráttunni. Þetta snýst þó ekki bara lengur um að borða nógu mikið. „Það er búið að breytast síðustu ár. Á tímabili þá voru menn auðveldlega 350 pund en núna eru sóknarlínumennirnir orðnir grennri og mun meiri íþróttamenn. Sterkari. Ég sjálfur vil persónulega létta mig eða skipta fitu út fyrir vöðva til að eiga einhvern möguleika í Bandaríkjunum,“ sagði Stefán Númi. Hann er skráður 196 sentimetrar á hæð og 140 kíló. Hefur mikinn metnað til að ná langt Leikstaða Stefáns Núma er rosalega mikilvæg fyrir hans lið en sóknarlínumennirnir fá þó sjaldnast mikla athygli eða mikið hrós. „Ég þarf ekkert að lifa í sviðsljósinu en maður hefur samt tekið eftir því að það er meira fylgst með sóknarlínumönnunum. Menn eru farnir að sjá hversu mikilvæg staða þetta er. Ef við værum ekki þarna fyrir framan leikstjórnandann þá væri enginn fótbolti hvort eð er. Við sóknarlínumennirnir erum farnir að fá meiri virðingu frá fleirum,“ sagði Stefán Númi. „Ein besta tilvitnun sem ég hef heyrt um okkar stöðu er: Þú hefur spilað frábæran leik þegar ekkert er sagt um sóknarlínumennina,“ sagði Stefán. Hann er tilbúinn að fórna miklu til að upplifa drauminn sinn. „Ég hef sett mér markmið og hef mikinn metnað í framtíðinni og mig dreymir um að verða fyrsti Íslendingurinn til að spila með þeim allra bestu í NFL deildinni. Það krefst bæði mikils tíma og skuldbindingar,“ sagði Stefán Númi sem er kemst einu skrefi nær með því að semja við austurríska liðið. Heppnin þarf auðvitað að vera með okkar manni eins og hann talaði líka sjálfur um. watch on YouTube NFL Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að kom út í plús „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Segir að Joshua vilji halda áfram að berjast eftir bílslysið Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Dagskráin í dag: Enski boltinn býður upp á veislu og spennan magnast í NFL Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Sjá meira
NFL-deildin virðist vera svo víðs fjarri Íslendingum enda er ekki mikið keppt í amerískum fótbolta hér á landi. Einherjarnir eru að reyna að boða út fagnaðarerindið en það vantar mun fleiri lið svo úr verði alvöru keppni hér á landi. Vinsældir NFL-deildarinnar hafa þó aukist hér á landi undanfarin ár og nú er mikið sýnt af leikjum úr deildinni á sportstöðvunum. Einn Íslendingur er líklega kominn nær því að komast í NFL-deildina en nokkur annar hefur verið hingað til. Maðurinn sem um ræðir er Stefán Númi Stefánsson sem er uppalinn á Egilsstöðum en hefur nú þegar náð að spila ameríska fótboltann í bæði Danmörku og á Spáni. Stefán Númi er á uppleið í sinni íþrótt og var á dögunum að skrifa undir sinn stærsta samning hingað til hjá Swarco Raiders í Austurríki. Liðið er að sögn Stefáns Núma annað besta fótboltaliðið í allri Evrópu en félagið hefur þrisvar orðið Evrópumeistari. Tímabilið í Austurríki á að hefjast í mars ef heimsfaraldurinn leyfir og mun þá klárast í júlí með úrslitakeppninni. Swarco Raiders missti f titlinum í fyrra en hefur orðið sjö sinnum austurrískur meistari þar af fjórum sinnum á síðustu sex árum. Nú á íslenski víkingurinn að hjálpa til við að endurheimta titilinn. Æfði körfubolta í sautján ár Stefán Númi uppgötvaði ameríska fótboltann þó ekki fyrr en seint á ævinni miðað við þá sem eru komnir alla leið í boltanum. „Ég æfði körfubolta í sautján ár heima á Íslandi og spilaði með Hetti allan tímann. Fyrir algjöra slysni þá fór ég í lýðháskóla hérna í Danmörku og fékk að prufa að fara í amerískan fótbolta. Ég féll bara fyrir íþróttinni þar,“ sagði Stefán Númi Stefánsson í samtali við Vísi. „Ég hef alltaf fylgst með NFL og háskólaboltanum á Youtube og sjónvarpinu, langaði alltaf að fara út til Bandaríkjanna til að spila þetta. Þegar maður er krakki á Egilsstöðum þá er það ekkert í boði,“ sagði Stefán Númi hlæjandi. En er þetta er mjög hættuleg íþrótt? Það fara ekki margir í gegnum okkar mann.Einkasafn Þarf að vera með ákveðið hugarfar í þessari íþrótt „Þetta er alveg jafnhættulegt og flest aðrar íþróttir í rauninni. Þetta fer alveg eftir því hvernig þú ert þjálfaður og hversu agaður þú ert. Þegar þú horfir sem dæmi á rúgbý þá eru menn í engum hlífðarbúnaði og hlaupa inn í hvern annan eins og hauslausar hænur. Maður þarf þó að hafa ákveðið hugarfar til að fara í þetta,“ sagði Stefán Númi. Hann sá það samt ekki alveg fyrir sér að enda sem atvinnumaður í amerískum fótbolta í Austurríki. „Ég var ekki að búast við þessu og var búinn að horfa lengi á Þýskaland þar sem þeir eru taldir vera með bestu deildina í Evrópu. Tími minn til að fara í háskólaboltann í Bandaríkjunum er horfinn og ég ákvað því að fara bara aðra leið og reyna að komast eins langt og ég get. Ég tel að þetta sé mjög traust leið fyrir mig,“ sagði Stefán Númi og draumurinn um eina stærstu íþróttadeild heims lifir. Heppnin þarf að vera með mér „Ég ætla að gera tilraun til þess að komast í NFL,“ sagði Stefán Númi en hversu raunhæft er það? „Það er mjög vont að segja eitthvað um það. Það er svo óeðlilega mikið af leikmönnum sem reyna að komast en komast ekki neitt. Heppnin þarf að vera með mér og það þarf allt að smella,“ sagði Stefán Númi. Hann er samt á lista hjá NFL International Player Pathway Program sem þýðir að NFL deildin hefur auga með honum næstu tvö tímabil. Leikmaður frá Swarco Raiders, Sandro Platzgummer, skrifaði undir samning við New York Giants í NFL deildinni eftir að hafa farið í gegnum NFL Internatinonal Player Pathway Program. „Það er alveg smá möguleiki. Ég held að það hafi verið tveir sem voru teknir af þessum lista og inn í liðin. Þeir eru báðir ennþá í NFL-deildinni, Austurríkismaður og Þjóðverji. Svo er danskur strákur sem er sóknarlínumaður hjá Houston Texans en fór í gegnum háskólaboltann,“ sagði Stefán Númi. Stefán Númi hefur spilað bæði í Danmörku og á Spáni en nú liggur leið hans til Austurríkis.Einkasafn Reyni að niðurlægja þá eins mikið og ég get Margir velta því örugglega fyrir sér hvaða stöðu strákurinn spilar. „Ég spila sem sóknarlínumaður, svokallaða stöðu hægri tæklara. Mín staða er að reyna að verja leikstjórnandann og hlaupa niður þá fjóra til fimm menn sem eru fyrir fram mig. Ég reyni að niðurlægja þá eins mikið og ég get. Þessar sextíu mínútur eru bara slagsmál á milli okkar og varnarlínumannanna. Það er það sem ég elska,“ sagði Stefán Númi sem er þarf á sentimetrum og kílóum að halda í baráttunni. Þetta snýst þó ekki bara lengur um að borða nógu mikið. „Það er búið að breytast síðustu ár. Á tímabili þá voru menn auðveldlega 350 pund en núna eru sóknarlínumennirnir orðnir grennri og mun meiri íþróttamenn. Sterkari. Ég sjálfur vil persónulega létta mig eða skipta fitu út fyrir vöðva til að eiga einhvern möguleika í Bandaríkjunum,“ sagði Stefán Númi. Hann er skráður 196 sentimetrar á hæð og 140 kíló. Hefur mikinn metnað til að ná langt Leikstaða Stefáns Núma er rosalega mikilvæg fyrir hans lið en sóknarlínumennirnir fá þó sjaldnast mikla athygli eða mikið hrós. „Ég þarf ekkert að lifa í sviðsljósinu en maður hefur samt tekið eftir því að það er meira fylgst með sóknarlínumönnunum. Menn eru farnir að sjá hversu mikilvæg staða þetta er. Ef við værum ekki þarna fyrir framan leikstjórnandann þá væri enginn fótbolti hvort eð er. Við sóknarlínumennirnir erum farnir að fá meiri virðingu frá fleirum,“ sagði Stefán Númi. „Ein besta tilvitnun sem ég hef heyrt um okkar stöðu er: Þú hefur spilað frábæran leik þegar ekkert er sagt um sóknarlínumennina,“ sagði Stefán. Hann er tilbúinn að fórna miklu til að upplifa drauminn sinn. „Ég hef sett mér markmið og hef mikinn metnað í framtíðinni og mig dreymir um að verða fyrsti Íslendingurinn til að spila með þeim allra bestu í NFL deildinni. Það krefst bæði mikils tíma og skuldbindingar,“ sagði Stefán Númi sem er kemst einu skrefi nær með því að semja við austurríska liðið. Heppnin þarf auðvitað að vera með okkar manni eins og hann talaði líka sjálfur um. watch on YouTube
NFL Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að kom út í plús „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Segir að Joshua vilji halda áfram að berjast eftir bílslysið Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Dagskráin í dag: Enski boltinn býður upp á veislu og spennan magnast í NFL Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Sjá meira