Forsætisráðherra Eistlands segir af sér í skugga mútumáls Atli Ísleifsson skrifar 13. janúar 2021 08:52 Jüri Ratas hefur gegnt embætti forsætisráðherra Eistlands frá árinu 2016. Getty Jüri Ratas, forsætisráðherra Eistlands, hefur ákveðið að segja af sér. Frá þessu greindi forsætisráðherrann í morgun en þrýstingur á Ratas hefur aukist mikið síðustu misserin vegna mútumáls sem fjöldi háttsettra stjórnmálamanna í landinu hefur verið bendlaður við. „Í stjórnmálum verður að taka erfiðar ákvarðanir til að leysa erfið mál,“ segir Ratas að sögn eistneskra fjölmiðla. SVT segir frá því að spillingarmálið snúi að rannsókn á byggingu verslunarmiðstöðvar í höfuðborginni Tallinn. Mikill fjöldi háttsettra stjórnmálamanna innan stjórnarflokksins, Miðflokksins, kemur þar við sögu og þá sé rannsakað hvað hafi orðið um tugi milljóna evra, sem eyrnamerktir voru til stuðnings fyrirtækja vegna heimsfaraldursins. Jüri Ratas segir í yfirlýsingu að hann þekki ekki til þess að lögbrot hafi verið framin, en að hann sem leiðtogi flokksins beri sem slíkur ábyrgð. Því hafi hann ákveðið að segja af sér. Mútugreiðslur og fjársvik Lögregla í Eistlandi hefur handtekið fjölda fólks vegna málsins – fólk sem grunað er um mútugreiðslur og fjársvik. Í hópi grunaðra eru framkvæmdastjóri Miðflokksins og ráðgjafi fjármálaráðherrans. Ratas hefur gegnt embætti forsætisráðherra frá árinu 2016 og hefur frá kosningunum 2019 leitt samsteypustjórn Miðflokksins og Isamaa, ásamt popúlistaflokksins Ekre. Reiknað er með að Jüri Ratas gangi á fund Eistlandsforseta síðar í dag þar sem hann greini honum formlega frá afsögn sinni. Forsetinn mun svo fá það hlutverk að veita öðrum umboð til stjórnarmyndunar. Eistland Tengdar fréttir Hættir í kjölfar ummæla um bandarísku kosningarnar Mart Helme, innanríkisráðherra Eistlands og meðlimur hægri öfgaflokksins Ekre, hefur sagt af sér embætti í kjölfar umræðu um orð sem hann lét falla í lok síðustu viku þar sem hann efaðist um sigur Joes Biden í bandarisku forsetakosningunum. 9. nóvember 2020 14:24 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
„Í stjórnmálum verður að taka erfiðar ákvarðanir til að leysa erfið mál,“ segir Ratas að sögn eistneskra fjölmiðla. SVT segir frá því að spillingarmálið snúi að rannsókn á byggingu verslunarmiðstöðvar í höfuðborginni Tallinn. Mikill fjöldi háttsettra stjórnmálamanna innan stjórnarflokksins, Miðflokksins, kemur þar við sögu og þá sé rannsakað hvað hafi orðið um tugi milljóna evra, sem eyrnamerktir voru til stuðnings fyrirtækja vegna heimsfaraldursins. Jüri Ratas segir í yfirlýsingu að hann þekki ekki til þess að lögbrot hafi verið framin, en að hann sem leiðtogi flokksins beri sem slíkur ábyrgð. Því hafi hann ákveðið að segja af sér. Mútugreiðslur og fjársvik Lögregla í Eistlandi hefur handtekið fjölda fólks vegna málsins – fólk sem grunað er um mútugreiðslur og fjársvik. Í hópi grunaðra eru framkvæmdastjóri Miðflokksins og ráðgjafi fjármálaráðherrans. Ratas hefur gegnt embætti forsætisráðherra frá árinu 2016 og hefur frá kosningunum 2019 leitt samsteypustjórn Miðflokksins og Isamaa, ásamt popúlistaflokksins Ekre. Reiknað er með að Jüri Ratas gangi á fund Eistlandsforseta síðar í dag þar sem hann greini honum formlega frá afsögn sinni. Forsetinn mun svo fá það hlutverk að veita öðrum umboð til stjórnarmyndunar.
Eistland Tengdar fréttir Hættir í kjölfar ummæla um bandarísku kosningarnar Mart Helme, innanríkisráðherra Eistlands og meðlimur hægri öfgaflokksins Ekre, hefur sagt af sér embætti í kjölfar umræðu um orð sem hann lét falla í lok síðustu viku þar sem hann efaðist um sigur Joes Biden í bandarisku forsetakosningunum. 9. nóvember 2020 14:24 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Hættir í kjölfar ummæla um bandarísku kosningarnar Mart Helme, innanríkisráðherra Eistlands og meðlimur hægri öfgaflokksins Ekre, hefur sagt af sér embætti í kjölfar umræðu um orð sem hann lét falla í lok síðustu viku þar sem hann efaðist um sigur Joes Biden í bandarisku forsetakosningunum. 9. nóvember 2020 14:24