Hagur neytenda og auglýsenda að ríkið sé á auglýsingamarkaði að mati VG Jakob Bjarnar skrifar 13. janúar 2021 10:14 Bjarkey Olsen telur hag neytenda og auglýsinga best borgið með veru Ríkisútvarpsins á markaði. vísir/vilhelm Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir telur að tryggja þurfi fjármögnun Ríkisútvarpsins ef taka eigi stofnunina af auglýsingamarkaði. „Ég hef sagt að það hljóti að vera hagur bæði neytenda og auglýsenda að auglýsa í útvarpi og sjónvarpi sem allir sjá og heyra hvar sem þeir eru á landinu og ekki síst fyrir þá sem ekki hafa efni á að kaupa sér áskriftarstöðvar,“ segir Bjarkey í samtali við Morgunblaðið. Bjarkey er þingmaður Vinstri-grænna og nefndarmaður í allsherjar- og menntamálanefnd. Morgunblaðið þreifaði á nokkrum þingmönnum og kannaði afstöðu þeirra til stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði í kjölfar ákvörðunar Sýnar þess efnis að fréttaflutningur á Stöð 2 verði nú einvörðungu aðgengilegur áskrifendum sjónvarpsstöðvarinnar. Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, formaður allsherjar- og menntamálanefndar og fyrrverandi Útvarpsstjóri, telur þá stöðu afar slæma fyrir lýðræðið í landinu. Að eini opni fréttatíminn í sjónvarpi sé á vegum ríkisins. Þórhallur Gunnarsson framkvæmdastjóri miðla Sýnar ræddi þessa nýju stöðu í Harmageddon í gærmorgun en í máli hans kom fram að hann teldi ekki vert að bíða eftir því hvað stjórnmálamenn geri í málum, þeir væru búnir að ræða þetta árum saman. Bjarkey virðist ekki deila áhyggjum félaga síns Páls í ríkisstjórnarsamstarfinu þó vart hafi gengið hnífurinn milli stjórnarflokkanna það sem af er kjörtímabils. Bjarkey segist ekki ætla að tjá sig um hvort þarna sé eitthvert orsakasamhengi. Hún segir það eðli máls samkvæmt að samdráttur sé á auglýsingatekjum. „… vegna ástandsins. Staðan á auglýsingatekjum núna er ekki endilega sú að hún endurspegli nákvæmlega stöðuna þegar árferðið er eðlilegt,“ segir Bjarkey. Morgunblaðið heyrði jafnframt í Kolbeini Óttarssyni Proppé, þingmanni Vinstri grænna vegna þessa og hann tekur undir með flokksystur sinni. Aðalatriðið sé að fyrir liggi afleiðingar þess fyrir RÚV ef til standi að taka stofnunina auglýsingamarkaði. Atburðir heimsins undanfarin misseri undirstriki mikilvægi þess að hafa sameiginlegan skilning á staðreyndum mála og að í því samhengi geti ríkisfjölmiðill gegnt lykilhlutverki. Árétting: Vísir er í eigu Sýnar sem jafnframt rekur Stöð 2. Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Fjölmiðlalög Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Kvöldfréttir Stöðvar 2 verða framvegis fyrir áskrifendur Stöð 2 verður hrein áskriftarstöð frá og með 18. janúar. Frá og með þeim tíma verður kvöldfréttatími Stöðvar 2 aðeins aðgengilegur áskrifendum. Sama gildir um Sportpakkann, Ísland í dag og annað fréttatengt efni sem hefur verið í opinni dagskrá. 11. janúar 2021 11:25 Fjölmiðlafrumvarpið afgreitt úr stjórnarflokkum Fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra hefur verið samþykkt í þingflokkum Sjálfstæðisflokksins, Vinstri Grænna og Framsóknarflokksins og verður líklega lagt fram í kvöld eða á morgun. 30. nóvember 2020 15:45 Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Innlent Fleiri fréttir Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Sjá meira
„Ég hef sagt að það hljóti að vera hagur bæði neytenda og auglýsenda að auglýsa í útvarpi og sjónvarpi sem allir sjá og heyra hvar sem þeir eru á landinu og ekki síst fyrir þá sem ekki hafa efni á að kaupa sér áskriftarstöðvar,“ segir Bjarkey í samtali við Morgunblaðið. Bjarkey er þingmaður Vinstri-grænna og nefndarmaður í allsherjar- og menntamálanefnd. Morgunblaðið þreifaði á nokkrum þingmönnum og kannaði afstöðu þeirra til stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði í kjölfar ákvörðunar Sýnar þess efnis að fréttaflutningur á Stöð 2 verði nú einvörðungu aðgengilegur áskrifendum sjónvarpsstöðvarinnar. Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, formaður allsherjar- og menntamálanefndar og fyrrverandi Útvarpsstjóri, telur þá stöðu afar slæma fyrir lýðræðið í landinu. Að eini opni fréttatíminn í sjónvarpi sé á vegum ríkisins. Þórhallur Gunnarsson framkvæmdastjóri miðla Sýnar ræddi þessa nýju stöðu í Harmageddon í gærmorgun en í máli hans kom fram að hann teldi ekki vert að bíða eftir því hvað stjórnmálamenn geri í málum, þeir væru búnir að ræða þetta árum saman. Bjarkey virðist ekki deila áhyggjum félaga síns Páls í ríkisstjórnarsamstarfinu þó vart hafi gengið hnífurinn milli stjórnarflokkanna það sem af er kjörtímabils. Bjarkey segist ekki ætla að tjá sig um hvort þarna sé eitthvert orsakasamhengi. Hún segir það eðli máls samkvæmt að samdráttur sé á auglýsingatekjum. „… vegna ástandsins. Staðan á auglýsingatekjum núna er ekki endilega sú að hún endurspegli nákvæmlega stöðuna þegar árferðið er eðlilegt,“ segir Bjarkey. Morgunblaðið heyrði jafnframt í Kolbeini Óttarssyni Proppé, þingmanni Vinstri grænna vegna þessa og hann tekur undir með flokksystur sinni. Aðalatriðið sé að fyrir liggi afleiðingar þess fyrir RÚV ef til standi að taka stofnunina auglýsingamarkaði. Atburðir heimsins undanfarin misseri undirstriki mikilvægi þess að hafa sameiginlegan skilning á staðreyndum mála og að í því samhengi geti ríkisfjölmiðill gegnt lykilhlutverki. Árétting: Vísir er í eigu Sýnar sem jafnframt rekur Stöð 2.
Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Fjölmiðlalög Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Kvöldfréttir Stöðvar 2 verða framvegis fyrir áskrifendur Stöð 2 verður hrein áskriftarstöð frá og með 18. janúar. Frá og með þeim tíma verður kvöldfréttatími Stöðvar 2 aðeins aðgengilegur áskrifendum. Sama gildir um Sportpakkann, Ísland í dag og annað fréttatengt efni sem hefur verið í opinni dagskrá. 11. janúar 2021 11:25 Fjölmiðlafrumvarpið afgreitt úr stjórnarflokkum Fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra hefur verið samþykkt í þingflokkum Sjálfstæðisflokksins, Vinstri Grænna og Framsóknarflokksins og verður líklega lagt fram í kvöld eða á morgun. 30. nóvember 2020 15:45 Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Innlent Fleiri fréttir Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Sjá meira
Kvöldfréttir Stöðvar 2 verða framvegis fyrir áskrifendur Stöð 2 verður hrein áskriftarstöð frá og með 18. janúar. Frá og með þeim tíma verður kvöldfréttatími Stöðvar 2 aðeins aðgengilegur áskrifendum. Sama gildir um Sportpakkann, Ísland í dag og annað fréttatengt efni sem hefur verið í opinni dagskrá. 11. janúar 2021 11:25
Fjölmiðlafrumvarpið afgreitt úr stjórnarflokkum Fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra hefur verið samþykkt í þingflokkum Sjálfstæðisflokksins, Vinstri Grænna og Framsóknarflokksins og verður líklega lagt fram í kvöld eða á morgun. 30. nóvember 2020 15:45