Ekkert formalín í bóluefnum Pfizer og Moderna Eiður Þór Árnason skrifar 15. janúar 2021 10:52 Heilbrigðisstarfsmenn undirbúa fyrstu bólusetningar við Covid-19 sem fram fóru þann 29. desember. Vísir/vilhelm Ekkert formalín er að finna í bóluefnum Pfizer - BioNTech og Moderna við Covid-19 en efnið gæti verið að finna í öðrum bóluefnum sem munu innihalda óvirkjaðar veirur. Formalín er notað við framleiðslu sumra bóluefna í þeim tilgangi að óvirkja veirur og geta þess vegna fundist örlitlar leifar af formalíni í sumum tegundum bóluefna. Formalín er formaldehýð sem búið er að þynna í vatnslausn en fram kemur á Vísindavef Háskóla Íslands að formaldehýð finnst í öllum lífverum. „Það er nauðsynlegur hluti af efnaskiptum þeirra og kemur við sögu í nýmyndun erfðaefnisins (DNA) og amínósýra sem eru byggingareiningar prótína. Mannslíkaminn myndar daglega rúm 40 g af formaldehýði og það brotnar greiðlega niður - annars mundi það vitanlega safnast fyrir í líkama okkar,“ segir í svari á Vísindavefnum. Magn formalíns í bóluefnum örlítið miðað við það sem finnst í líkamanum Ekkert formalín er í þeim tveimur bóluefnum sem nú hafa fengið markaðsleyfi hjá Lyfjastofnun Evrópu enda byggja þau ekki á veikluðum veirum heldur einangruðu mRNA. Formalín gæti hins vegar verið að finna í sumum bóluefnum við Covid-19 sem á eftir að samþykkja. Fleiri aðferðir eru þó notaðar til að óvirkja veirur í slíkum bóluefnum, til dæmis geislun og hiti. Styrkur formaldehýðs í blóði manna er sagður vera um það bil 2,4 míkrógrömm á millilítra. „Magn formalíns sem getur verið að finna í bóluefnum er örlítið í samanburði við það formalín sem þegar er í mannslíkamanum. Í blóði ungbarns sem vegur um 5 kg er til að mynda um 1500 sinnum meira af formalíni er það gæti fengið í sig með sprautu af bóluefni sem í væru leifar af formalíni,“ segir á Vísindavefnum. Líkt og með það formalín sem mannslíkaminn myndi sjálfur brotni það brotið niður í líkamanum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Vísindi Tengdar fréttir Hitta alla sem koma smitaðir til landsins og fengu loks bólusetningu Fjögur hundruð manns voru bólusettir með bóluefni lyfjaframleiðandans Moderna hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Suðurlandsbraut í dag. Bólusetningin gekk vel og var kærkomin framlínustarfsfólki úr röðum lögreglu og sjúkraflutningamanna, sem oft kemst í tæri við kórónuveiruna. 13. janúar 2021 20:01 „Þetta var bara eins og að láta sprauta sig við flensu“ Þorleifur Hauksson, íbúi á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, var í dag fyrsti Íslendingurinn utan heilbrigðisstéttar til þess að fá bóluefni gegn Covid-19. 29. desember 2020 10:45 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Formalín er notað við framleiðslu sumra bóluefna í þeim tilgangi að óvirkja veirur og geta þess vegna fundist örlitlar leifar af formalíni í sumum tegundum bóluefna. Formalín er formaldehýð sem búið er að þynna í vatnslausn en fram kemur á Vísindavef Háskóla Íslands að formaldehýð finnst í öllum lífverum. „Það er nauðsynlegur hluti af efnaskiptum þeirra og kemur við sögu í nýmyndun erfðaefnisins (DNA) og amínósýra sem eru byggingareiningar prótína. Mannslíkaminn myndar daglega rúm 40 g af formaldehýði og það brotnar greiðlega niður - annars mundi það vitanlega safnast fyrir í líkama okkar,“ segir í svari á Vísindavefnum. Magn formalíns í bóluefnum örlítið miðað við það sem finnst í líkamanum Ekkert formalín er í þeim tveimur bóluefnum sem nú hafa fengið markaðsleyfi hjá Lyfjastofnun Evrópu enda byggja þau ekki á veikluðum veirum heldur einangruðu mRNA. Formalín gæti hins vegar verið að finna í sumum bóluefnum við Covid-19 sem á eftir að samþykkja. Fleiri aðferðir eru þó notaðar til að óvirkja veirur í slíkum bóluefnum, til dæmis geislun og hiti. Styrkur formaldehýðs í blóði manna er sagður vera um það bil 2,4 míkrógrömm á millilítra. „Magn formalíns sem getur verið að finna í bóluefnum er örlítið í samanburði við það formalín sem þegar er í mannslíkamanum. Í blóði ungbarns sem vegur um 5 kg er til að mynda um 1500 sinnum meira af formalíni er það gæti fengið í sig með sprautu af bóluefni sem í væru leifar af formalíni,“ segir á Vísindavefnum. Líkt og með það formalín sem mannslíkaminn myndi sjálfur brotni það brotið niður í líkamanum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Vísindi Tengdar fréttir Hitta alla sem koma smitaðir til landsins og fengu loks bólusetningu Fjögur hundruð manns voru bólusettir með bóluefni lyfjaframleiðandans Moderna hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Suðurlandsbraut í dag. Bólusetningin gekk vel og var kærkomin framlínustarfsfólki úr röðum lögreglu og sjúkraflutningamanna, sem oft kemst í tæri við kórónuveiruna. 13. janúar 2021 20:01 „Þetta var bara eins og að láta sprauta sig við flensu“ Þorleifur Hauksson, íbúi á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, var í dag fyrsti Íslendingurinn utan heilbrigðisstéttar til þess að fá bóluefni gegn Covid-19. 29. desember 2020 10:45 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Hitta alla sem koma smitaðir til landsins og fengu loks bólusetningu Fjögur hundruð manns voru bólusettir með bóluefni lyfjaframleiðandans Moderna hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Suðurlandsbraut í dag. Bólusetningin gekk vel og var kærkomin framlínustarfsfólki úr röðum lögreglu og sjúkraflutningamanna, sem oft kemst í tæri við kórónuveiruna. 13. janúar 2021 20:01
„Þetta var bara eins og að láta sprauta sig við flensu“ Þorleifur Hauksson, íbúi á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, var í dag fyrsti Íslendingurinn utan heilbrigðisstéttar til þess að fá bóluefni gegn Covid-19. 29. desember 2020 10:45