Evrópuríki lýsa yfir óánægju með breytingar Pfizer Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. janúar 2021 21:50 Bóluefni Pfizer á leið til Evrópulanda. Pfizer Nokkur Evrópuríki hafa lýst yfir óánægju vegna fyrirhugaðra breytinga á afhendingaráætlun Pfizer. Færri skammtar af bóluefni lyfjaframleiðandans munu berast til Evrópu frá og með næstu viku vegna þess að Bandaríkjadeild framleiðandans ætlar að hægja á flutningi efnisins til Evrópu. Yfirvöld í Svíþjóð, Danmörku, Finnland, Litháen, Lettlandi og Eistlandi hafa lýst yfir óánægju sinni. Þau segja seinkunina „óásættanlega“ og vöruðu við því að breytingarnar muni draga úr trúverðugleika bóluefnaferlisins. Þá hafa þau hvatt Evrópusambandið til þess að beita Pfizer og BioNTech þrýstingi til þess að fá fleiri skammta flutta til Evrópu. Pfizer hefur sagt að þetta ástand sé tímabundið. Færri skammtar af efninu muni berast til Evrópu vegna breytinga á framleiðslu. Verið sé að breyta framleiðslutækjum svo hægt sé að framleiða meira bóluefni hraðar. Pfizer sagði í yfirlýsingu að þrátt fyrir að færri skammtar berist til Evrópu það sem eftir er af janúar og í byrjun febrúar verði framleiðsla orðin hraðari um miðjan febrúar og megi þá búast við fleiri skömmtum en ætlað hefur verið í síðari hluta febrúar og mars. Heilbrigðisráðuneyti Þýskalands sagði tilkynningu Pfizer koma á óvart. Það minnti framleiðandann á að hann hafi skuldbundið sig til að flytja bóluefni til Evrópu á ákveðnum tíma og við það ætti að standa. Ursula von der Leyen, foresti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði í dag að hún hafi rætt við forstjóra Pfizer sem hefði staðfest að allar pantanir, sem lofað hafi verið að yrðu afhentar á fyrsta ársfjórðungi, myndu verða afhentar á þeim tíma. Evrópusambandið Svíþjóð Danmörk Finnland Litháen Lettland Eistland Bólusetningar Tengdar fréttir Fáum Pfizer-skammtana í næstu viku þrátt fyrir breytingar hjá fyrirtækinu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir að Ísland muni fá þá skammta af bóluefni Pfizer í næstu viku sem samið hafði verið um þrátt fyrir að fyrirtækið hafi tilkynnt um breytingar á afhendingaráætlun í Evrópu. 15. janúar 2021 16:44 Pfizer fækkar skömmtum til Evrópu næstu vikur Færri skammtar af bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer munu berast til Evrópu frá og með næstu viku en áætlað var. Um tímabundna breytingu á afhendingaráætlun er að ræða, að því er fram kemur á vef Lýðheilsustofnunar Noregs. Þar segir einnig að breytingin hafi áhrif á öll lönd í Evrópu. 15. janúar 2021 11:44 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Yfirvöld í Svíþjóð, Danmörku, Finnland, Litháen, Lettlandi og Eistlandi hafa lýst yfir óánægju sinni. Þau segja seinkunina „óásættanlega“ og vöruðu við því að breytingarnar muni draga úr trúverðugleika bóluefnaferlisins. Þá hafa þau hvatt Evrópusambandið til þess að beita Pfizer og BioNTech þrýstingi til þess að fá fleiri skammta flutta til Evrópu. Pfizer hefur sagt að þetta ástand sé tímabundið. Færri skammtar af efninu muni berast til Evrópu vegna breytinga á framleiðslu. Verið sé að breyta framleiðslutækjum svo hægt sé að framleiða meira bóluefni hraðar. Pfizer sagði í yfirlýsingu að þrátt fyrir að færri skammtar berist til Evrópu það sem eftir er af janúar og í byrjun febrúar verði framleiðsla orðin hraðari um miðjan febrúar og megi þá búast við fleiri skömmtum en ætlað hefur verið í síðari hluta febrúar og mars. Heilbrigðisráðuneyti Þýskalands sagði tilkynningu Pfizer koma á óvart. Það minnti framleiðandann á að hann hafi skuldbundið sig til að flytja bóluefni til Evrópu á ákveðnum tíma og við það ætti að standa. Ursula von der Leyen, foresti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði í dag að hún hafi rætt við forstjóra Pfizer sem hefði staðfest að allar pantanir, sem lofað hafi verið að yrðu afhentar á fyrsta ársfjórðungi, myndu verða afhentar á þeim tíma.
Evrópusambandið Svíþjóð Danmörk Finnland Litháen Lettland Eistland Bólusetningar Tengdar fréttir Fáum Pfizer-skammtana í næstu viku þrátt fyrir breytingar hjá fyrirtækinu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir að Ísland muni fá þá skammta af bóluefni Pfizer í næstu viku sem samið hafði verið um þrátt fyrir að fyrirtækið hafi tilkynnt um breytingar á afhendingaráætlun í Evrópu. 15. janúar 2021 16:44 Pfizer fækkar skömmtum til Evrópu næstu vikur Færri skammtar af bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer munu berast til Evrópu frá og með næstu viku en áætlað var. Um tímabundna breytingu á afhendingaráætlun er að ræða, að því er fram kemur á vef Lýðheilsustofnunar Noregs. Þar segir einnig að breytingin hafi áhrif á öll lönd í Evrópu. 15. janúar 2021 11:44 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Fáum Pfizer-skammtana í næstu viku þrátt fyrir breytingar hjá fyrirtækinu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir að Ísland muni fá þá skammta af bóluefni Pfizer í næstu viku sem samið hafði verið um þrátt fyrir að fyrirtækið hafi tilkynnt um breytingar á afhendingaráætlun í Evrópu. 15. janúar 2021 16:44
Pfizer fækkar skömmtum til Evrópu næstu vikur Færri skammtar af bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer munu berast til Evrópu frá og með næstu viku en áætlað var. Um tímabundna breytingu á afhendingaráætlun er að ræða, að því er fram kemur á vef Lýðheilsustofnunar Noregs. Þar segir einnig að breytingin hafi áhrif á öll lönd í Evrópu. 15. janúar 2021 11:44