Mingma greindi frá því á Facebook-síðu sinni í gær að hann ásamt teymi sínu hefði náð í búðir fjögur á K2. Síðasti spölurinn væri í augsýn. Í morgun kvaðst hann svo hafa farið yfir „flöskuhálsinn“ svokallaða og um tveimur klukkustundum síðar sagðist hann 200 metrum frá tindinum.
„Við erum nú 200 metrum frá því að fylla Nepal og fjallamennskusamfélagið stolti,“ segir í færslu Mingma, sem birt var á níunda tímanum í morgun.
We are now 200m away to make Nepal n climbing community proud. #Nepalese_Team_Winter_K2 #imagine_Nepal #Sherpa #Pakistan #Nepal #Nepalese_Sherpa #Team #K2 #K2_winter
Posted by Mingma G on Laugardagur, 16. janúar 2021
John Snorri og teymi hans fóru með búnað í búðir þrjú í gær en sneru svo aftur í búðir tvö. Þar er John Snorri enn staddur, samkvæmt staðsetningarkorti.