Vill Navalní úr haldi tafarlaust Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. janúar 2021 19:00 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir samstöðu um að krefjast lausnar Navalnís. Vísir/Egill Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní var úrskurðaður í 30 daga gæsluvarðhald í dag. Utanríkisráðherra fer fram á að honum verði tafarlaust sleppt úr haldi. Navalní var handtekinn strax við komuna frá Þýskalandi til Rússlands í gær. Hann hafði verið í Berlín frá því í september eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok. Málið sagt pólitískt Handtakan var vegna meints rofs á skilorði. Navalní fékk árið 2014 þriggja og hálfs árs skilorðsbundinn dóm fyrir fjárdrátt. Var honum gefið að sök að hafa dregið til sín 30 milljónir rúbla frá meðal annars snyrtivörufyrirtækinu Yves Rocher. Navalní og ráðgjafar hans segja að málið hafi verið pólitísks eðlis, ekki lagalegs, og komst mannréttindadómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu árið 2017 að dómurinn hefði verið gerræðislegur og órökréttur. Undir lok síðasta árs skipuðu yfirvöld Navalní að snúa aftur til Rússlands vegna skilorðsins og mæta á fund þann 29. desember, annars ætti hann á hættu að vera gert að afplána dóm sinn næst þegar hann færi til Rússlands. Dómurinn féll úr gildi 30. desember. Mikilvægt að sýna samstöðu Leiðtogar á Vesturlöndum hafa gagnrýnt handtökuna harðlega. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir afstöðu Íslands skýra. „Það er algjör samstaða á milli okkar helstu bandalagsþjóða um að hann verðinn laus þegar í stað.“ Eystrasaltsríkin hafa lagt til að Evrópusambandið beiti Rússa refsiaðgerðum vegna málsins. „Það er afskaplega mikilvægt að vestræn ríki sýni algjöra samstöðu í þessu, sama hver niðurstaðan verður, hvernig brugðist verður við,“ segir Guðlaugur Þór. Rússland Þýskaland Utanríkismál Tengdar fréttir Navalní úrskurðaður í gæsluvarðhald Alexei Navalní hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. febrúar. Það er í takt við kröfur saksóknara og verður hann í gæsluvarðhaldi á meðan ákveðið er fyrir öðrum dómstól hvort dæma eigi hann til fangelsisvistar fyrir að rjúfa skilorð. 18. janúar 2021 14:08 Lögmaður Navalní fékk mínútu fyrirvara um réttarhöld sem standa nú yfir á lögreglustöð Réttarhöld gegn Alexei Navalní standa nú yfir í lögreglustöð í Moskvu, þangað sem hann var fluttur eftir að hann var handtekinn í gær. Ráðgjafar hans segjast ekki hafa fengið að hitta hann í um fimmtán klukkustundir og að lögmaður hans hafi fengið tilkynningu um réttarhöldin einni mínútu áður en þau hófust. 18. janúar 2021 10:42 Navalní handtekinn við komuna til Rússlands Alexei Navalní hefur verið handtekinn en hann sneri aftur til Rússlands í dag í fyrsta skipti eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. 17. janúar 2021 18:21 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Navalní var handtekinn strax við komuna frá Þýskalandi til Rússlands í gær. Hann hafði verið í Berlín frá því í september eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok. Málið sagt pólitískt Handtakan var vegna meints rofs á skilorði. Navalní fékk árið 2014 þriggja og hálfs árs skilorðsbundinn dóm fyrir fjárdrátt. Var honum gefið að sök að hafa dregið til sín 30 milljónir rúbla frá meðal annars snyrtivörufyrirtækinu Yves Rocher. Navalní og ráðgjafar hans segja að málið hafi verið pólitísks eðlis, ekki lagalegs, og komst mannréttindadómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu árið 2017 að dómurinn hefði verið gerræðislegur og órökréttur. Undir lok síðasta árs skipuðu yfirvöld Navalní að snúa aftur til Rússlands vegna skilorðsins og mæta á fund þann 29. desember, annars ætti hann á hættu að vera gert að afplána dóm sinn næst þegar hann færi til Rússlands. Dómurinn féll úr gildi 30. desember. Mikilvægt að sýna samstöðu Leiðtogar á Vesturlöndum hafa gagnrýnt handtökuna harðlega. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir afstöðu Íslands skýra. „Það er algjör samstaða á milli okkar helstu bandalagsþjóða um að hann verðinn laus þegar í stað.“ Eystrasaltsríkin hafa lagt til að Evrópusambandið beiti Rússa refsiaðgerðum vegna málsins. „Það er afskaplega mikilvægt að vestræn ríki sýni algjöra samstöðu í þessu, sama hver niðurstaðan verður, hvernig brugðist verður við,“ segir Guðlaugur Þór.
Rússland Þýskaland Utanríkismál Tengdar fréttir Navalní úrskurðaður í gæsluvarðhald Alexei Navalní hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. febrúar. Það er í takt við kröfur saksóknara og verður hann í gæsluvarðhaldi á meðan ákveðið er fyrir öðrum dómstól hvort dæma eigi hann til fangelsisvistar fyrir að rjúfa skilorð. 18. janúar 2021 14:08 Lögmaður Navalní fékk mínútu fyrirvara um réttarhöld sem standa nú yfir á lögreglustöð Réttarhöld gegn Alexei Navalní standa nú yfir í lögreglustöð í Moskvu, þangað sem hann var fluttur eftir að hann var handtekinn í gær. Ráðgjafar hans segjast ekki hafa fengið að hitta hann í um fimmtán klukkustundir og að lögmaður hans hafi fengið tilkynningu um réttarhöldin einni mínútu áður en þau hófust. 18. janúar 2021 10:42 Navalní handtekinn við komuna til Rússlands Alexei Navalní hefur verið handtekinn en hann sneri aftur til Rússlands í dag í fyrsta skipti eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. 17. janúar 2021 18:21 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Navalní úrskurðaður í gæsluvarðhald Alexei Navalní hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. febrúar. Það er í takt við kröfur saksóknara og verður hann í gæsluvarðhaldi á meðan ákveðið er fyrir öðrum dómstól hvort dæma eigi hann til fangelsisvistar fyrir að rjúfa skilorð. 18. janúar 2021 14:08
Lögmaður Navalní fékk mínútu fyrirvara um réttarhöld sem standa nú yfir á lögreglustöð Réttarhöld gegn Alexei Navalní standa nú yfir í lögreglustöð í Moskvu, þangað sem hann var fluttur eftir að hann var handtekinn í gær. Ráðgjafar hans segjast ekki hafa fengið að hitta hann í um fimmtán klukkustundir og að lögmaður hans hafi fengið tilkynningu um réttarhöldin einni mínútu áður en þau hófust. 18. janúar 2021 10:42
Navalní handtekinn við komuna til Rússlands Alexei Navalní hefur verið handtekinn en hann sneri aftur til Rússlands í dag í fyrsta skipti eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. 17. janúar 2021 18:21