Handtekinn eftir 130 tilefnislaus símtöl í Neyðarlínuna Sylvía Hall skrifar 18. janúar 2021 19:33 Viðkomandi var látinn laus eftir yfirheyrslur. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Lögreglan á Suðurlandi handtók á laugardag einstakling sem hafði hringt 130 sinnum í Neyðarlínuna frá morgni til hádegis án ástæðu. Viðkomandi var handtekinn á hosteli á Selfossi þar sem hann dvaldi, en þar brást hann ókvæða við og hrækti á lögreglumenn. Þetta kemur fram í yfirliti lögreglunnar á Suðurlandi yfir verkefni liðinnar viku. Lögreglumenn sinntu sóttvarnaeftirliti í líkamsræktarstöð á Suðurlandi í gær, en þar hafði að öllum líkindum verið brotið gegn sóttvarnareglum. Umsjónarmaður stöðvarinnar ákvað að loka henni þar til hlutirnir væru komnir í lag, en skýrsla var rituð og fer því næst til ákærusviðs. Á fimmtudag í síðustu viku lagði lögregla hald á þrjátíu kannabisplöntur í Árnessýslu og kannaðist íbúi hússins við að eiga ræktunina, en hún hafði farið fram í sérstaklega innréttuðu herbergi í kjallara hússins. Þá hafði lögregla afskipti af nokkrum ökumönnum vegna ýmissa brota, en ellefu ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur. Einn var kærður fyrir farsímanotkun án handfrjáls búnaðar og var sektaður um fjörutíu þúsund krónur. Einn ökumaður var kærður fyrir að aka með farm sem mældist 4,41 metrar á breidd án þess að hafa tilskilin leyfi, annar fyrir að aka öfugu megin við umferðareyju á Selfossi og tveir fyrir að hafa ekki kveikt á aðalljósum bifreiða sinna. Þá voru tveir kærðir fyrir akstur undir áhrifum áfengis og tveir fyrir akstur undir áhrifum lyfja eða fíkniefna. Lögreglumál Árborg Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirliti lögreglunnar á Suðurlandi yfir verkefni liðinnar viku. Lögreglumenn sinntu sóttvarnaeftirliti í líkamsræktarstöð á Suðurlandi í gær, en þar hafði að öllum líkindum verið brotið gegn sóttvarnareglum. Umsjónarmaður stöðvarinnar ákvað að loka henni þar til hlutirnir væru komnir í lag, en skýrsla var rituð og fer því næst til ákærusviðs. Á fimmtudag í síðustu viku lagði lögregla hald á þrjátíu kannabisplöntur í Árnessýslu og kannaðist íbúi hússins við að eiga ræktunina, en hún hafði farið fram í sérstaklega innréttuðu herbergi í kjallara hússins. Þá hafði lögregla afskipti af nokkrum ökumönnum vegna ýmissa brota, en ellefu ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur. Einn var kærður fyrir farsímanotkun án handfrjáls búnaðar og var sektaður um fjörutíu þúsund krónur. Einn ökumaður var kærður fyrir að aka með farm sem mældist 4,41 metrar á breidd án þess að hafa tilskilin leyfi, annar fyrir að aka öfugu megin við umferðareyju á Selfossi og tveir fyrir að hafa ekki kveikt á aðalljósum bifreiða sinna. Þá voru tveir kærðir fyrir akstur undir áhrifum áfengis og tveir fyrir akstur undir áhrifum lyfja eða fíkniefna.
Lögreglumál Árborg Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira