Hrósaði eins mörgum og hann gat á tveimur mínútum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. janúar 2021 14:32 Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Ég ætla að gera dálítið stílbrot hér í þessari stuttu ræðu og hrósa eins mörgum og ég get á tveimur mínútum,“ sagði Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í nokkuð óhefðbundinni lofræðu í umræðum um störf Alþingis í dag. „Ég vil byrja á sóttvarnaryfirvöldum sem hafa staðið sig með miklum fádæmum vel. Það hefur allt gengið vel, allt gengið eftir,“ sagði Páll. Velgengnin sé augljós óháð mælikvarða. „Tíðni nýsmita, hörkustig aðgerða, mælt í dauðsföllum. Það er gert á ýmsa mælikvarða víðs vegar í Evrópu og það er alveg sama hvaða mælikvarði er notaður. Við erum að skora hæst eða með þeim hæstu á þeim öllum.“ Helst mætti kvarta yfir pöntun og afgreiðslu á bóluefnum í samstarfi við Evrópusambandið. „En ég get upplýst það hér að ég hef rökstuddan grun um að það standi til bóta núna alveg á næstunni.“ Einnig mætti hrósa ráðstöfunum í efnahagsmálum. „Flestar, ef ekki allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa náð eða eru að ná tilætluðum árangri með örfáum undantekningum.“ Rík ástæða til að gleðjast Þá sagði Páll að hægt væri að gleðjast yfir fleiru í efnahagsmálum. „Ríkisstjórnin, og við í þinginu, bárum gæfu til þess fyrir nokkrum vikum að auka á það fé sem ætlað er til loðnurannsókna um smávægilega upphæð og nú stefnir í að við getum fengið hér loðnuvertíð upp á tuttugu til þrjátíu milljarða króna eftir tvö loðnulaus ár.“ Í lok hvatningaræðunnar sagði Páll ríka ástæðu til að gleðjast. „Og fagna ýmsum jákvæðum merkjum sem við horfum á þessa dagana.“ Klippa: Páll Magnússon hrósar í tvær mínútur Alþingi Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Fleiri fréttir Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Sjá meira
„Ég vil byrja á sóttvarnaryfirvöldum sem hafa staðið sig með miklum fádæmum vel. Það hefur allt gengið vel, allt gengið eftir,“ sagði Páll. Velgengnin sé augljós óháð mælikvarða. „Tíðni nýsmita, hörkustig aðgerða, mælt í dauðsföllum. Það er gert á ýmsa mælikvarða víðs vegar í Evrópu og það er alveg sama hvaða mælikvarði er notaður. Við erum að skora hæst eða með þeim hæstu á þeim öllum.“ Helst mætti kvarta yfir pöntun og afgreiðslu á bóluefnum í samstarfi við Evrópusambandið. „En ég get upplýst það hér að ég hef rökstuddan grun um að það standi til bóta núna alveg á næstunni.“ Einnig mætti hrósa ráðstöfunum í efnahagsmálum. „Flestar, ef ekki allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa náð eða eru að ná tilætluðum árangri með örfáum undantekningum.“ Rík ástæða til að gleðjast Þá sagði Páll að hægt væri að gleðjast yfir fleiru í efnahagsmálum. „Ríkisstjórnin, og við í þinginu, bárum gæfu til þess fyrir nokkrum vikum að auka á það fé sem ætlað er til loðnurannsókna um smávægilega upphæð og nú stefnir í að við getum fengið hér loðnuvertíð upp á tuttugu til þrjátíu milljarða króna eftir tvö loðnulaus ár.“ Í lok hvatningaræðunnar sagði Páll ríka ástæðu til að gleðjast. „Og fagna ýmsum jákvæðum merkjum sem við horfum á þessa dagana.“ Klippa: Páll Magnússon hrósar í tvær mínútur
Alþingi Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Fleiri fréttir Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Sjá meira