„Þetta er komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stefán Árni Pálsson skrifar 20. janúar 2021 13:58 Camilla Rut er ein vinsælasta samfélagsmiðlastjarna Íslands og er góðvinkona Sólrúnar Diego. @camillarut „Ég ætlaði fyrst ekki að gera neinar athugasemdir við þessar sögusagnir því mér finnst þetta algjörlega fyrir neðan allar hellur og ég vil ekki taka þátt í svona þvælu,“ segir samfélagsmiðlastjarnan Camilla Rut Rúnarsdóttir um þær sögusagnir að hún og Sólrún Diego væru ekki lengur vinkonur. Um helgina birtist frétt á vefsíðu Hringbrautar þar sem fjallað var um það og á Mbl.is birtist síðan grein í gær að Camilla hafi ekki mætt í afmæli Sólrúnar sem var haldið í gærkvöldi. Sólrún hélt upp á afmælið sitt á veitingastaðnum No Concept í gærkvöldi. „Þetta er komið út fyrir öll velsæmismörk og ég vona að fólk passi sig á að gleypa þetta ekki. Ég er enn þá að fylgja Sólrúnu og hún mig líka og virðist vera að það þurfi að stimpla inn allt notendanafnið okkar til að fá okkur upp í leitargluggunum,“ segir Camilla. Camilla segist ekki hafa komist í afmælið í gærkvöldi þar sem hún á tvær mjög góðar vinkonur sem eiga afmæli 19. janúar. „Þær eru mér mjög kærar, báðar tvær. Ég vildi óska þess að ég hefði getað klónað mig til að vera á báðum stöðum,“ segir Camilla sem var í afmæli hjá Tinnu Björk Kristinsdóttur sem er einnig þekkt samfélagsmiðlastjarna í Reykjanesbæ í gærkvöldi. „Svo til að bæta því við þá bý ég í Reykjanesbæ og er með barn á brjósti. Tinna og vinir ákváðu að fara á veitingastað og hótel í Reykjanesbæ svo ég gæti fagnað með þeim en væri þó ekki of langt frá heima til þess að geta stokkið snöggt frá til að gefa unganum mínum brjóst fyrir svefninn. Þykir leiðinlegt fyrir slúðurþyrsta landsmenn að það er ekki merkilegra en þetta,“ segir Camilla og heldur áfram. „Fólk hefur áhyggjur af því að við höfum ekki hist mikið undanfarið en það er covid og það er verið að virða sóttvarnarreglur, mæli með að fólki geri slíkt hið sama.“ Hér að neðan má sjá vinkonurnar á góðri stundu síðastliðið sumar. View this post on Instagram A post shared by CAMY (@camillarut) Samfélagsmiðlar Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira
Um helgina birtist frétt á vefsíðu Hringbrautar þar sem fjallað var um það og á Mbl.is birtist síðan grein í gær að Camilla hafi ekki mætt í afmæli Sólrúnar sem var haldið í gærkvöldi. Sólrún hélt upp á afmælið sitt á veitingastaðnum No Concept í gærkvöldi. „Þetta er komið út fyrir öll velsæmismörk og ég vona að fólk passi sig á að gleypa þetta ekki. Ég er enn þá að fylgja Sólrúnu og hún mig líka og virðist vera að það þurfi að stimpla inn allt notendanafnið okkar til að fá okkur upp í leitargluggunum,“ segir Camilla. Camilla segist ekki hafa komist í afmælið í gærkvöldi þar sem hún á tvær mjög góðar vinkonur sem eiga afmæli 19. janúar. „Þær eru mér mjög kærar, báðar tvær. Ég vildi óska þess að ég hefði getað klónað mig til að vera á báðum stöðum,“ segir Camilla sem var í afmæli hjá Tinnu Björk Kristinsdóttur sem er einnig þekkt samfélagsmiðlastjarna í Reykjanesbæ í gærkvöldi. „Svo til að bæta því við þá bý ég í Reykjanesbæ og er með barn á brjósti. Tinna og vinir ákváðu að fara á veitingastað og hótel í Reykjanesbæ svo ég gæti fagnað með þeim en væri þó ekki of langt frá heima til þess að geta stokkið snöggt frá til að gefa unganum mínum brjóst fyrir svefninn. Þykir leiðinlegt fyrir slúðurþyrsta landsmenn að það er ekki merkilegra en þetta,“ segir Camilla og heldur áfram. „Fólk hefur áhyggjur af því að við höfum ekki hist mikið undanfarið en það er covid og það er verið að virða sóttvarnarreglur, mæli með að fólki geri slíkt hið sama.“ Hér að neðan má sjá vinkonurnar á góðri stundu síðastliðið sumar. View this post on Instagram A post shared by CAMY (@camillarut)
Samfélagsmiðlar Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira